Var Árni að skrökva??

Það er skrítið að deila á Árna fyrir að vilja fá niðurstöður úr opinberri vinnu. Af grein Árna sýnist hann helst deila á ófagleg vinnubrögð við kostnaðarmat mikilvægra framkvæmda; ekki fyrir sjálfan sig, heldur heimabyggð sína, Vestmannaeyjar.

Það virðist einkum tvennt sem Árni deilir á í þessu sambandi. Annars vegar er kostnaðarmat vegna jarðganga til Eyja. Hins vegar kostnaðarmat vegna nýrrar, stærri og hraðskreiðari ferju milli Eyja og Þorlákshafnar. Tölum er velt upp, allt frá 16 til 90 milljarða, vegna kostnaðar við jarðgöng, en engar tölur vegna nýrra og stærri ferju.

Árni segir að á fundi hafi innanhússmenn hjá vegagerðinni, þar með sjálfur vegamálastjórinn, verið í órökstuddum getgátuleik um kostnað af jarðgöngum. Sá getgátuleikur hafi ekki verið studdur neinum rannsóknum eða gögnum; einungis byggður á tilfinningum.

Er hægt að ásaka mann fyrir að hafa þann metnað fyrir samgöngum við sína heimabyggð, að hann átelji jafn óvönduð vinnubrögð og þarna er lýst, sé lýsingin sönn? Hvað með metnað þeirra sem létu þjóðina borga Héðinsfjarðargöngin? Mörg stór orð hafa fallið í þeirri baráttu. Margt fleira mætti nefna, en læt þetta duga.

Margt rætnara hefur áður verið skrifað um meint óvönduð vinnubrögð opinberra starfsmanna við val kostnaðar- liða og -leiða við  opinberar framkvæmdir. Sé niðurstaða Árna röng, getur samanburðarnefndin einfaldlega birt niðurstöður sínar og vísað til þeirra gagna sem þær byggjast á, svo fólk geti metið trúverðugleikann í skrifum Árna. Niðurstöðurnar eiga að vera opinber gögn, sem almenningur á að eiga aðgang að.

Birtið samanburðarrannsóknirnar. Þá kemur í ljós hvort Árni var að skrökva.               


mbl.is Ætlar að kæra Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar Gunnarsson er ekki merkeilg persóna að mínu mati og margra annarra, hann er fordómafullur og hrokafullur embættismaður sem erfitt er að linda við hjá mörgum.

Í því umhverfi sem við búum við samkvæmt Stjórnarksánni og lögum þessa lands var Árni kosinn á þing okkar Íslendinga. Að segja svo að það sé þjóðinni til skammar að Árni skuli vera alþingismáður er hroki og lítilsvirðing við lögin í landinu en í yfirlýsingu Gunnars kemur m.a. eftirfarandi fram:

"Það er Sjálfstæðisflokknum og íslensku þjóðinni til skammar, að þessi maður skuli geta skrifað undir greinar í fjölmiðlum sem alþingismaður."

Gunnar Gunanrsson, þú hefur gengið of langt með svona yfirlýsingu en það á alveg við þig sama og Árna YKKUR ER VORKUNN að kunna ekki að tapa.

andri (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 13:40

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér fannst hugmyndin um göng til eyja alveg snargalin, hreinlega alger bilun, en ég er á annarri skoðun í dag, það er verið að sprengja göng víðsvegar um landið og það væri þjóðhagslega hagkvæmt að gera göng til eyja með eða án vegatolla. Til dæmis myndi Ríkið spara mörg hundruð milljónir á ári með því að leggja niður Herjólf, hann er rekinn af Samskipum með styrk frá vegagerðinni, aldrei væri ófært til eyja, leiðslur fyrir vatn, rafmagn og internet þarf ekki lengur að liggja í sjó og við það sparast dýrt viðhald(ég tala nú ekki um öryggið til eyjamanna) og ekki þarf lengur að hafa áhyggjur af því að togskip trolli yfir þessar lagnir þá sparar útgerð olíu og svo mætti lengi telja. Ég skaut því að á minni færslu að þó svo að þessi göng myndu kosta 35 milljarða þá væri það samt hagkvæmt en í dag held ég að þó svo þessi göng kæmu til með að kosta 50 milljarða þá væri það samt hagstæðara en að byggja 1stk höfn með varnargörðum, 1stk skipaferju og þurfa að eyða svo og svo mikið í viðhald á þessu öllu + að þurfa að borga einhverju fyrirtæki að halda þessu við, ef göngin kæmu þá myndi ríkið halda þeim pening eftir hjá sér.

Sævar Einarsson, 27.4.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 27.4.2008 kl. 17:16

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit ekki til þess að Árni fari með tómt "fleipur" en hann er dugnaðarforkur og er þekktur fyrir að segja það sem hann hugsa, stundum mætti hann nú eflaust íhuga sumt sem hann lætur frá sér en ekki hef ég heyrt að hann sé ósannindamaður.  Hins vegar eru kynni mín af Gunnari Gunnarssyni EKKI þau að allt sem hann segi standi eins og stafur á bók (enda ekki  lögfræðingar þekktir fyrir það).

Jóhann Elíasson, 29.4.2008 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband