Réttu þau sáttahönd?

Stjórnendur Landspítalans (LSH) hafa árum saman farið sínar eigin leiðir, án samráðs eða samstillingar við starfsfólk þjónustuþáttar spítalans og leitt hverja kjaradeilu fram á ögurstund, án þess að virða að neinu leiti óskir starfsstétta spítalans um raunverulegar viðræður.

Þetta er þungur dómur, en engu að síður sannur. Ég hef í meira en áratug fylgst afar náið með rekstri spítalans, því ég hef verið að skoða stjórnunarkerfi hans. Návígi mitt við þessi málefni tengjast m. a. því að konan mín starfar á LSH. Auk þess hef ég verið að fylgjast náið með framgangi og virkni yfirstjórnarinnar, einkanlega í ljósi þess að þeir hafa, undanfarinn áratug, talið sig vera að framkvæma gæðastjórnun, sem kölluð er.

Þegar litið er til þess, að í þessu tilfelli er um að ræða mikilvægasta sjúkrahús landsins og mikilvægasta bráðalið þess sjúkrahúss, er óhjákvæmilegt að telja stjórnendur þess fullkomlega vanhæfa og utan skynjunar á því hættuástandi sem þau hafa skapað, með því að láta allan þennan tíma líða (12 ár frá innleiðingu vinnutilskipunar ESB), án þess að hefja raunhæfar eða raunverulegar viðræður við starfsfólkið um starfsskilyrði og laun. Ég er ekki í vafa um að það er rétt sem kom fram hjá hjúkrunarfræðingunum í kastljósi þriðjudaginn 29 apríl, að á næst síðasta starfsdegi þessara stétta var yfirstjórnin ekki farin að sýna þeim þá mannvirðingu að setjast með þeim á fund til að ræða um möguleika á lausn deilunnar.

 Við stjórnun stofnunar, þar sem mikið reynir á andlega orku, jafnvel meira en á líkamlega orku starfsmanna þjónustusviðs, felst grundvallaratriði í því að leggja sig fram um að halda velvilja, gleði og starfsánægju vakandi meðal starfsmanna; því þannig gefa þeir best af sér til þeirra sem þjónustunnar þurfa að njóta. Þessu viðhorfi hefur ekki verið fyrir að fara í stjórnun LSH undanfarinn áratug. Stöðug afturför hefur verið í virðingu gagnvart fagfólkinu, en á sama tíma hefur fjöldi skrifstofu- og stjórnunarliðs vaxið með stjarnfræðilegum hraða og var fyrir ári síðan komið yfir 600 manns sem sat á skrifstofum stofnunarinnar, utan þjónustusviðs þeirra sem sinna sjúklingunum.

Þá virðist milljónatugum, jafnvel hundruðum milljóna, hafa verið varið í illa grunduð tækjakaup, umskipti á símakerfum, yfir í mikið lélegara kerfi en fyrir var, og umskipti á tölvubúnaði og hugbúnaðarkerfum í tölvum spítalans; og settur inn hugbúnaður sem var mun erfiðari fyrir starfsfólkið en sá sem fyrir var.

Þegar gerðar hafa verið fyrirspurnir varðandi svona vitleysisgang, meðal annars til fyrrverandi forstjóra, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fyrrverandi formanns heilbrigðisnefndar, hefur þeim fyrirspurnum ekki verið svarað.

Það er alls ekki einfalt verk að reka stofnun eins og LSH. Stofnun sem, lögum samkvæmt, getur engum neitað um þá þjónustu sem honum er þörf á og stofnunin getur framkvæmt, eða fengið hjálp við frá öðrum. Það er því afar mikilvægt að stjórnendur geti gert sér glögga grein fyrir raunverulegum kostnaðarliðum, en hrekist ekki áfram í frumskógi reiknilíkana sem sum hver virðast lítið eiga skylt við raunveruleikann. Lítum á dæmi:

Hvers vegna þarf hjartaaðgerð að vera kostnaðargreind sem mörg hundruð þúsund krónur?  Aðgerðin er framkvæmd á skurðstofu sem spítalinn á og fyrir er í sjúkrahúsinu. Hún er framkvæmd af læknum sem eru á föstum launum, hvort sem þeir gera aðgerðina eða ekki. Þeir eru aðstoðaðir af hjúkrunarfræðingum og öðrum, sem einnig eru á föstum launum. Aðgerðirnar eru gerðar á dagvinnutíma þannig að ekkert aukaálag er á launagreiðslur. Og eftir aðgerðina er sjúklingnum sinnt af hjúkrunarfólki sem gengur sínar eðlilegu vaktir, sem það hefur föst laun fyrir að sinna og sjúklingurinn dvelur á stofu í sjúkrahúsinu sjálfu.  Lítum á annað dæmi:

Þú þarft að hitta lækni á göngudeild, sem er á sinni eðlilegu vakt við að tala við og skoða þá sem leita þurfa til hans. Skoðunin tekur rétt um tíu mínútur. Skoðunin útheimtir engin, lyf, engar umbúðir; ekkert sem þarf að henda að lokinni skoðun.  Samt er þessi skoðun kostnaðarreiknuð spítalanum sem kr. 7.680. Ef 10 þúsund svona heimsóknir væru á göngudeild á ári, væri kostnaðarreikningur vegna þeirra 76.800.000, án þess að göngudeildin hefði orðið fyrir einni einustu krónu í aukaútgjöldum.

Hér hafa einungis verið tekin tvö lítil dæmi af þeirri gíkatísku vitleysu sem reiknilíkanakerfi fyrir rekstur LSH hefur að geyma. Ég tek því undir með hjúkrunarfræðinmgunum sem voru í kastljósinu; að það þarf að leita hagræðingar annars staðar en í vösum starfsfólksins sem þjónustar sjúklingana. Það vinnur nú þegar meira en fyrir þeim launum sem því er greitt.

Raunveruleikagreining á beinum rekstrarkostnaði, verulegur niðurskurður á rúmlega 600 manna liði svokallaðrar eignaskrifstofu, og fara að greiða birgjum reikninga sína á gjalddaga og hætta þar með að greiða tugi milljóna í dráttarvexti og kostnað, mundu vera risaskref í átt til hagræðingar.

Að yfirstjórnin komi fram af hroka gagnvart starfsfólki í þjónustu við sjúklinga eru skref í öfuga átt.           


mbl.is Forstjóri LSH: Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband