30.4.2008 | 11:40
Vilja menn ennþá hærri stýrivexti??????????
Það er skuggalegt að sjá hve menn í viðskipta og fjármálageiranum koma fram af miklu kæruleysi gagnvart langtímahagsmunum þjóðarinnar. Enn er haldið áfram að eyða fjármunum langt umfram það sem við öflum.
Það er einnig afar undarlegt að fylgjast með háværum kröfum um lækkun stýrivaxta, þegar athafnir manna á sama tíma, benda til þess að þeir krefjist hærri stýrivaxta.
Fólk þarf að átta sig á að stjórnvöld stýra ekki lengur innflutningi. Sá tími leið undir lok fyrir mörgum áratugum. Hins vegar gæti slík stjórnun verið skammt undan, ef viðskipta- athafna- og fjármálamenn þjóðarinnar reynast ófáanlegir til að bera tilhlýðilega virðingu fyrir jafnvægi milli öflunar gjaldeyris og eyðslu hans.
Kannski má líta á þessa hegðun viðskipta- og fjármálamanna á þann veg að þeir séu að hvetja stjórnvöld til að setja lög til takmörkunar á misvægi milli útflutnings og innflutnings. Er hugsanlegt að líta megi á þessa eyðsluvitleysu út frá því sjónarhorni? Kunna menn ekki að takmarka sjálfa sig í frelsinu?
Það er einnig fáránlegt að fylgjast með kröfum þessara afla um upptöku Evru og inngöngu í Evrópusambandið, á sama tíma og þeir gera slíkt óframkvæmanlegt með framferði sínu gagnvart viðskiptajafnvægi þjóðarinnar.
Er ekki þörf á að við fáum svolítið meiri dómgreind í athafna og viðskiptalíf okkar, en eðlilegt telst að finna í sandkössum leikskólanna?
Aukinn halli á vöruskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Það er fyrir löngu búið að sýna sig að hækkun stýrivaxta virðist ekki hafa nein áhrif á verðbólguna, aftur á móti ættu einhverjir spekingar að kanna það að verðbólga virðist hækka í jöfnu hlutfalli við stýrivextina. Kannski er þarna um tilviljun að ræða? En þetta er verðugt rannsóknarefni fyrir einhvern af þessum sérfræðingum um þessi málefni, einhvern veginn þarf að réttlæta launin þeirra. Varðandi innflutninginn við VERÐUM ÖLL að gæta aðhalds og orð Einars heitins Guðfinnsonar, afa núverandi sjávarútvegsráðherra, sem því miður virðist ekki hafa erft eiginleika afa síns, en hann sagði: ÞAÐ
Jóhann Elíasson, 30.4.2008 kl. 13:06
Þarna átti að vera: ÞAÐ VERÐUR ENGINN RÍKUR Á AÐ ÞÉNA MIKIÐ EN AÐ SPARA. Þessi orð eiga alltaf við og það er meiri viðskiptafræði í þeim en er hægt að læra af mörgum bókum.
Jóhann Elíasson, 30.4.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.