30.4.2008 | 19:56
Lausnin hefur lengi verið tilbúin en stjórnendur ekki viljað hana
Mikilvægt er að stjórnendur kunni þá list að halda jákvæðu sambandi við þá sem veita þjónustuna. Þessa list hafa stjórnendur Landspítala (LSH) skort tilfinnanlega. Þess vegna hefur neikvæð spenna stöðugt verið að hlaðast upp hjá starfsfólkinu og starfsgleðin stöðugt verið að fjarlægjast.
Það erun orðin nokkuð mörg ár síðan fyrst var farið að tala um breytignar á vaktafyrirkomulagi hjá LSH, þannig að fólk væri á svokölluðum "rúllandi vöktum". Vandamálin í því sambandi virðast einkum hafa verið tengd launaliðnum, en einnig því að það eiga ekki allir auðvelt með að stunda vinnu á, breytilegum tímum sólahringsins.
Hvað launaliðinn varðar, hefur verið algjör höfnun á því hjá ríkisvaldinu, að hækka föst laun þjónustuþátta spítalans til samræmis við það sem þessar stéttir telja ásættanleg heildarlaun. Bilið milli fastra launa og ásættanlegra heildartekna, hefur því verið brúað með því fyrirkomulagi sem verið hefur, að þeir sem þurfi hærri laun, geti náð ásættanlegum tekjum með aukavöktum og yfirvinnu.
Flestum gæti nú sýnst að það ætti ekki að skipta launagreiðandann máli hvort greitt væri fyrir unnar aukavaktir og yfirvinnu, eða greitt hærra kaup fyrir fastar vaktir; svo fremi að álíka fjármagn færi til launagreiðslna. En málið er ekki svo einfalt.
Ef föst laun starfsfólks væru hækkuð til samræmis við það sem þyrfti, myndu jafnframt hækka lífeyrisgreiðslur til alls fyrrverandi starfsfólks, sem komið væri á eftirleun, því lífeyrisgreiðslur eru ákveðið hlutfall fastra launa. Að halda föstum launum starfsmanna svo lágum sem þau hafa verið, hefur því verið leið ríkisvaldsins til að komast hjá að greiða fyrrverandi starfsfólki sínu mannsæmandi eftirlaun, að aflokinni áratuga góðri þjónustu.
Af öllu þessu segi ég. Lausnin á þeirri deilu sem nú er uppi, hefur verið til í nokkur ár, en stjórnendur spítalans (ríki og yfirstjórn) hafa ekki viljað horfast í augu við raunveruleikann. Þeir hafa hingað til stundað aðferðarfræði harðstjórnar; að kúga fólk til hlýðni við vilja yfirstjórnar, eða að öðrum kosti yfirgefa starfið sem það hefur menntað sig til að sinna.
Ekkert lýðræði. - Engin virðing yfirstjórnar fyrir fólkinu sem vinnur afrekin sem á sjúkrahúsinu eru unnin. Ekkert þakklæti; ekki einu sinni klapp á bakið við starfslok, eftir áratuga dygga þjónustu. Enginn vilji til að virða þau afrek sem unnin eru. EKKERT. Aðeins viðhorfið að hver starfsmaður hafi nú ekki unnið fyrir öllu því kaupi sem honum var greitt, þess vegna sé sjálfsagt að leita ALLRA bragða til að ná fram einhverjum lækkunum á launagreiðslum til hans. - Virðingarfverð viðhorf; eða hitt þó heldur.
Mikilvægt að lausn finnist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Guðbjörn : er þetta rétt? það er að sega með eftirlaunaréttin?
Magnús Jónsson, 30.4.2008 kl. 23:26
Já Magnús! Því miður er þetta rétt. Launum opinberra starfsmanna, sem og lægstu launum á almennum markaði, hefur verið haldið niðri til að þurfa ekki að greiða hærri eftirlaun. Þetta hefur mönnum ekki tekist að halda leyndu fyrir okkur sem staðið höfum í baráttunni fyrir réttlátum kjörum launafólks.
Þaðer sorglegt að þurfa að segja þetta en raunveruleikinn er eigi að síður þessi.
Guðbjörn Jónsson, 1.5.2008 kl. 00:20
góð færsla
Hólmdís Hjartardóttir, 1.5.2008 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.