1.5.2008 | 00:12
Ég fagna áfangasigri
Ég fagna ekki fullnaðarsigri í þeim deilumálum sem verið hafa milli hjúkrunarfræðinga og yfirstjóranar LSH. Sá fullnaðarsigur vinnst ekki fyrr en heilbrigðisráðherra lýsir því yfir að yfirstjórn spítalans hafi haldið rangt á málunum og því verði heitið að framvegis verði umþóttunartími nýttur að fullu til alvöru samráðs við starfsstéttir spítalans, um þau deiluatriði sem upp kunni að koma.
Það er fullkomlega óásættanlegt fyrir alla borgara þessa lands, að yfirstjórn LSH skuli margítrekað, ekki gefa færi á rökræðum um aðferðarfræði sína, fyrr en tilneyddir á síðustu klukkustundum endanlegs uppsagnarfrests starfsstéttar. Slíkt er svo heimskulegur hroki að það á ekki að þekkjast í ríki sem kennir sig við lýrðræði. Að mikilvægri heilbrigðisstofnun sé stýrt með þvílíkum þekkingarskorti og mannfyrirlitningu. Ef slík framkoma væri viðhöfð í einræðis- eða ofbeldisríkjum, myndum við umsvifalaust láta í ljós mótmæli.
Á þessari sögulegu stund eigum við möguleika á að skapa til frambúðar, varanlega virðingu til handa opinberra starfsstétta, gagnvart ofurvaldinu sem felst í stjórn ríkisvaldsins hverju sinni. Með skynsamlegri eftirfylgni þess áfanga sem nú hefur náðst, getum við tryggt að í framtíðinni verði lýðræðislegt valfrelsi við samningagerð við opinbera aðila, virt í raunveruleika, og horfið verði frá áralöngum valdhroka með ósannindum ríkisvaldsins, löngu eftir að samningstími var útrunninn.
Nú á fólkið leikinn. Haldið vel á spilunum.
Vaktakerfið dregið til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra grein að venju. Hef varla undan að lesa þessa dagana eða skrifa. Samt gaman að hafa loksins eitthvað fyrir stafni. Ísland er mikið breytt land á stuttum tíma. Áhugavert að hafa verið á Íslandi einmitt þegar mesta kollsteypa þessarar þjóðar gerðist. Vera vitni að öllu saman. Það er ótrúlegt að sjá heilt þjóðfélag þó lítið sé, hrinja eins og spilaborg á þremur árum.
Ég hef ekki þekkinguna þína á smáatriðunum í því sem er að ske á Íslandi nema því sem ég hef rekist á fyrir tilviljun, þ.e. einstök mál og hef ég skoðað þau niður í kjölinn. Þau fáu mál sem ég hef kynnt mér rækilega eiga þó eitt sameiginlegt. Spillingu sem teygir sig í hæstu hæðir. Það vill svo til að ég þekki svolítið til LSH og því valdatafli sem grefur undan allri heilbrigðri skynsemi. Hroki og valdagræðgi haldast í hendur.
Það sorglega við allt saman er að ákveðin tegund af meðvitundarleysi hjá þessu valdafólki er að mínu mati frekar í ætt við gelgjuskeið unglingahegðunar en einhverja mannvonsku. Bara mitt álit. Það er eins og það sé komin kynslóð af fólki sem ekki hefur þroska til að vera með völd. Þeir hafa menntuninna, enn vantar viskuna.
Ég get vel sætt mig við unglinga sem leika töffara og að vera "cool", leitandi eftir viðurkenningum frá jafnöldrum sínum, strákar með stæla til að ganga í augun á stelpunum. Enn þegar sjórnendur frá 30 - 50 ára fara að sýna nákvæmlega sama munstur og gegna ábyrgðarstöðum, myndandi klúbba og klíkur sem flest ungmenni vaxa upp úr, lítur þetta öðruvísi út.
Munstrið hjá LSH er ekkert ósvipað og stjórnun margra stofnanna, Ríkis og embætta á Íslandi virðist þróast öll í sömu átt. "Pattern-psykologi" eða Hegðunarmunstur virðist vera gelgjuskeiðarhegðun unglinga sem á ríka foreldra og hafa margar bækur verið skrifaðar um þessi mál.
Eiginlega er þetta að verða land anar-kisma og óstjórnar með reglum sem stangast á. Það er eins og ný stjórn sé tekin við og ný lög hafi verið sett, enn engum sagt frá því.
Ef þessu nýja stjórnskipulagu væri líkt við umferðarlög, vegi og vegaskilti. Segjum að Vegamálastjóra væri ógnað af einhverjum prakkara. Hann gefur skipun um að fjarlægja öll merki og vegaskylti. Örfhentir eiga að aka hægra megin og rétthentir vinstra megin. Á gatnamótum yrði þetta eins og í Saigon. Þú þarft að sjá myndir af umferðinni þar tll að skilja hvað ég meina. keyrt er yfir gatnamótinn úr báðum áttum í einu. Furðulega lítið um árekstra og slys. Til þess að labba yfir götu fyrir útlending sem kemur frá skipulögðu þjóðfélagi og er t.d. túristi í þeirri borg, leigir maður sér fylgdarmann til að komast yfir götuna.
Svona sé ég allt Ísland í dag. Kaos og ringulreið, óstjórn og vitleysa allstaðar. Síðan sú sorlega staðreynd að örfáir einstaklingar sem velta meiri peningum enn Ríkistjórnin, setur þumalskrúfur á allt landið í efnahagsmálum með óvitaskap.
Þetta eru ekkert sérstaklega margir menn. Enn nógu sterkir fjárhagslega til að taka völdinn úr höndum þess fólks sem var kosið til að stjórna landinu. Einhvernvegin sé ég þetta svona. þú mátt endilega leiðrétta mig og þennan hugsanaferil minn ef ég er að misskilja heildarmyndina eitthvað.
Óskar Arnórsson, 2.5.2008 kl. 13:57
bara að senda þér kveðju mína
Guðrún Jóhannesdóttir, 7.5.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.