8.5.2008 | 15:11
Illa komið andlegu ástandi karlmanna
Þegar lesið er í sögur og sagnir undangenginna kynslóða, verða ekki á vegi manns áberandi mörg dæmi um rofin tilfinningatengsl milli feðra og barna. Nær undantekningalaust báru börn kærleika til foreldra sinna og báru fyrir þeim djúpa virðingu.
Eflaust hefðu feður fyrri tíma viljað hafa meiri tíma til að dvelja með börnum sínum, en lífsbaráttan kallaði á mikið álag þeirra við tekjuöflun, til framfærslu fjölskyldunnar og uppbyggingar þjóðfélagsins.
Foreldrar okkar og forfeður, hugsuðu ekki fyrst og fremst um að draga til SÍN sem mest af peningum, til að geta sjálfir keypt hverja tískuflík sem þeir sáu, eða veitt sjálfum sér sem flest þeirra munaðarvara sem á vegi þeirra urðu. Nei, foreldrar okkar og forfeður áttu sér aðra draumsýn.
Þeirra draumsýn var að efla svo mennta-, félags- og heilbrigðiskerfi að börn þeirra og síðari afkomendur, gætu öðlast hina mikilvægu þekkingu, sem þau sáu ævinlega svífa yfir hugtakinu LÆRDÓMUR. Þeirra draumur var að börn þeirra sköpuðu sér viðurkenningu og virðingu vegna þekkingar sinnar og framlags til eflingar fagurs samfélags.
Samhliða þessu ólu þau önn fyrir foreldrum sínum, sem vegna aldurs eða sjúkleika áttu erfitt með að afla lífsviðurværis. Þau létu sig heldur vanta nýjar buxur eða skó, frekar en foreldar þeirra þyrfti að vanta mat, klæði eða hita.
En hver er staðan nú:
Eftir því sem þessi frétt hermir þurfti að setja lög til þess að nútímakarlmenn á besta aldri, veiti börnum sínum tilfinningalega athygli. Nútímamanninum fannst það samt ekki nóg. Hann gerði kröfu um að fá í sinn hlut, úr sameiginlegum sjóðum okkar, margfalda þá fjárhæð sem honum fannst næganleg fyrir foreldra hans til uppfyllingar lífsviðurværis og afþreyingar. Hann virðist engan áhuga hafa fyrir að betrumbæta það þjóðfélag sem börnin hans þurfa að lifa í á komandi árum. Sýnilegasta markmið hans er að ná til sín, fyrir að tengjast börnum sínum tilfinningalega, c. a. fimmfaldri þeirri fjárhæð sem foreldrum hans er ætlað til lífsviðurværis í ellinni. Fái hann til sín slíkan hlut af velferðarfé samfélagsins, í stað þess að það lendi til aldurshóps foreldra hans; þá er hann tilbúinn að vera heima hjá barninu sínu í fáeina mánuði.
En, þá er það hin hliðin. Hverjar eru þarfir nýfædds barns?
Þegar barn fæðist, er það algjört sköpunarverk frá líkama móðurinnar. Að vísu fer sköpunin af stað með örlitlum kvata frá karlamanni níu mánuðum fyrr, eða svo, en öll sköpunin fer fram í gegnum líkamsstarfsemi móðurinnar. Allir þættir líkamsbyggingarinnar eiga sér sinn viðkvæma tíma í sköpuninni og gagnvart því skiptir öllu máli, andlegt og líkamlegt ástand móðurinnar. Ástand förðursins kemur þar hvergi að, nema það valdi spennu eða taugastríði móðurinnar.
Eftir fæðingu, er taugakerfi nýfædds barns svo samofið taugakerfi móðurinnar að algengt er að barnið fari að gráta ef móðurinni líður illa. Barnið getur verið í umsjá föðurs, sem er að gefa því pela eða skipta á því; móðirin er í næsta herbergi og verður reið eða sorgmædd. Mestar líkur eru á að barnið fari að gráta, þótt það sé í umsjá föðurs. Tengslin eru við móðurina.
Mörg fleiri dæmi mætti nefna en verður sleppt hér, enda einungis verið að vekja athygli á því að fyrstu mánuðina; jafnvel fyrsta árið, er taugakerfi móður og barns afar mikið samofið. Á því tímabili er afar mikilvægt að móðirin missi helst aldrei vitundartengsl við barnið og geti fundið á sér hvernig því líður. Rofni þessi tengsl, getur slitnað strengur sem með tímanum veldur tómarúmi í slálarlífi barnsins; sem skynjar það sem innri tómleika sem það getur ekki skilgreint.
Í engum þessum tilvikum getur faðir komið að gagni. Fyrstu árin getur barnið ekki myndað raunveruleg og varanleg tilfinningatengsl við aðra en móður sína. Það þekkir velvild og kærleika frá öðrum, en raunveruleg binding tilfinninga fer ekki að myndast fyrr en um 4ra ára aldur. Þetta getur fólk t. d. greint á því að tiltölulega fáir geta rakið minningar til fyrstu áranna. Þá var sjálfstæða vitundin ekki vöknuð.
Það hefur margt farið úrskeiðis á s. l. 40 árum, eða svo, varðandi virðingu okkar fyrir ungum sem öldnum. Okkur hefur ekki enn tekist að læra að lifa af þeim tekjum sem þjóðfélagið aflar, og á sama tíma gerir vinnufæri aldurshópurinn kröfur um félagslega fyrirgreiðslu til sín, sem nemur mun hærri fjárhæðum en eru til ráðstöfunar ÖLLUM TIL HANDA.
Hefur þessi hópur rofið ábyrgðartengslin við foreldra og forfeður, samhliða Því að vera alveg sama um hvað mætir börnum þeirra á lífsgöngunni; einungis ef þeir sjálfir geta fengið uppfylltar gerviþarfir sínar?
Ég bara spyr?
Lög um fæðingarorlof auka tilfinningatengsl feðra og barna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Guðrún Jóhannesdóttir, 12.5.2008 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.