Er Magnús einn um að sýna ábyrgð gagnvart lifandi fólki, jafnt innanbæjar sem aðfluttu?

Þetta er einkennilegt viðhorf birtast vegna greinargerðar Magúsar Þórs Hafsteinssonar.  Magnús skrifar ekki um neitt annað en að bera þurfi umhyggju fyrir heimafólki, jafnt sem þeim flóttamönnum (innflytjendum) sem hingað koma.

Hann vill sjá fyrir möguleikana á að skapa þessu fólki lífsskilyrði sambærileg við það sem við lifum.

Hann vill að skólakerfi þeirra sé í stakk búið til að veita börnum þessara innflytjenda eðlilega fræðslu.

Hann vill sjá fyrir sér hvernig afkomugrundvöllur þessa fólks verði sem best tryggður, eftir að greiðslur frá ríkinu hætta, vegna þessara hópa.

Ég get ekki gert að því að eftir lestur þessarar greinargerðar Magnúsar, var ég nokkra stund afar hugsi.   Einhvern veginn finnst mér eins og Magnús sé eini maðurinn í bæjarstjórninni, sem sýni heilbrigða ábyrgðartilfinningu fyrir því að  stjórna bæjarfélagi með lifandi fólki, sem þarfnast  aðhlynningar, hvatningar, skilnings og virðingar. Og horfi á það með eðlilegri ábyrgð að flytja hingað hóp einstæðra mæðra, af ólíku þjóðerni og trú, sem óvíst er að muni komast út á vinnumarkað til að afla sér framfæris. Íslenskar einstæðar mæður  í láglaunastörfum þurfa yfirleitt á aðstoð að halda við framfærslu fjölskyldunnar. Það þarf varla djúpa hugsun til að sjá fyrir sér að mæður af erlendum uppruna, með engin fjölskyldutengsl og litla þekkingu á þjóðfélagi okkar, mæta umtalsvert meiri erfiðleikum en íslenskar mæður, sem þekkja þjóðfélagið og eiga bæði fjölskyldu og vini.

Þeir sem gagnrýna Magús fyrir þessi viðhorf hans eru fyrst og fremst að upplýsa um fátæklega og lítt grundaða notkun á heilabúi sínu.  Sé raunin sú að margir áfellist Magnús fyrir þessi viðhorf hans; er kannski fundin skýringin á því hvers vegna stjórnvöldum og helstu ráðmönnum þjóðarinnar finnst ekki ástæða til að taka mark á blaðrinu í fólkinu í landinu.   Þeir sjá greinilega að lítil heilbrigð hugsun er á bak við blaðrið.
mbl.is Frjálslyndir á Akranesi lýsa stuðningi við Magnús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta hyggileg afstaða hjá Magnúsi og ábyrg. 

Við þurfum að vera sérstaklega í stakk búin til að taka á móti þessari tegund flóttamanna.

Ljónshjarta (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:42

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er afar viðkvæmt að taka til máls í umræðu þar sem aðeins ein skoðun er leyfileg.

Árni Gunnarsson, 17.5.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband