24.5.2008 | 13:39
Plástur á sárið - eða breyta farvegi? Hvort er betra???
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að stjórnlaus fíkniefnaneysla sé afleiðing langtíma ferlis ábyrgðarlauss lífernis. Slíku ástandi verður ekki breytt með aukinni aðstoð, eftirá, vegna afleiðinga á heilsu og sálarlíf neytandans, og hans nánustu ættingja. Beina þarf athyglinni að aldursskeiðinu þar sem upphaf neyslunnar er að finna og breyta ferli viðkomandi aðila, þannig að þau verði ekki það ósjálfstæð að þau kaupi sér tímabundnar vinsældir, augnabliks flótta frá ímynduðu ranglæti, eða ímyndaða vellíðan, af þeim aðilum sem er nákvæmlega sama um velferð þeirra eða heilsu.
Þetta verkefni var mikið rætt fyrir hartnær 20 árum og varð að lokum sammælst um að því yrði komið fyrir í menntakerfinu og það fengi nafnið "Lífsleikni".
Ekki voru margar vikur liðnar frá samþykkt þessa farvegar, þangað til framkvæmdaaðilar hans fóru að hártoga verkefnið þannig að þegar það leit dagsins ljós, í framkvæmd, varð það nánast óljós skuggamynd af því sem ætlunin var.
Með þessum orðum er ég ekki að draga úr þeirri brýnu þörf sem er á hjálp handa þeim sem þegar eru orðin fórnarlömb ofneyslu. Allt hugsandi fólk ætti að sjá þessa þörf og ekki þurfa langan tíma til umhugsunar um hver fyrstu skrefin þurfa að vera í þeim málum. Fullkomnari lausn má svo bæta við síðar.
Við þurfum hins vegar að komast út úr þeirri stöða að vera sífellt að bregast við afleiðingum veikleika ungdómsáranna og leggja afgerandi þunga á menntakerfið okkar, um markvissa og framsækna fræðslu um mikilvægi agaðrar hugsunar og þjálfunar í að móta, þroska og nota samfélagslega dómgreind, þjóðfélagi okkar og einstaklignum sjálfum til farsældar.
Bráðaverkefnið sem vinna þarf, snýr því vissulega að Jóhönnu, sem félagsmálaráðherra. En hin varanlega stöðvun þeirrar óheillaþróunar sem verið hefur undanfarin ár, er þegar mótað í lögum og á forræði menntamálaráðherra, með fræðsluþættinum "Lífsleikni". Skólayfirvöld þurfa einungis að hætta undanbrögðum frá nauðsynlegri framkvæmd verkefnisins og þora að horfast beint í augu við það þjóðfélag sem við höfum látið þróast hér upp á undanförnum árum.
Undan því verkefni verður ekki vikist. Einungis spurning um hvort við viljum grafa hausinn í sandi þangað til fórnarlömb vanrækslu okkar verða fleiri.
„Einhverjir brestir í félags- og heilbrigðiskerfinu“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Guðbjörn ég var nú kennari í framhaldsskóla og er svo hjartanlega sammála þér þarna. Það átti að fara að gera einhverja voða flotta hluti hér fyrir u.þ.b 10 árum og bæta inn kennsluefni, í framhaldsskólana sem einmitt hét LÍFSLEIKNI, ein og öllum innan skólans skildist þá lofaði þetta nýja nám góðu en það tókst að eyðileggja það því einhverjir félagsfræðingar og einhverjir ákváðu það að það væri of mikið "álag" fyrir unglinga að læra eitthvað um persónuleg fjármál neyslustýringu og hvernig ætti að takast á við árin "fyrir" fullorðinsaldurinn. Þannig að lífsleiknin felst nú aðallega í því að kenna krökkunum að nota smokk, reykingar séu óhollar og að það sé nú ekki nógu og gott að drekka áfengi.
Jóhann Elíasson, 24.5.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.