Þessi höfnun stenst ekki mannréttindi

Það er ljóst að þessi höfnun Hæstaréttar stenst ekki þau ákvæði mannréttinda sem Hæstarétti er skylt að virða, sem einn af aðilum valdstjórnar lýðveldis okkar.  Alþingi hefur fullgilt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og í ljósi þess að Hæstarétti ber að virða ákvarðanir Alþingis, brjóti þær ekki í bága við stjórnarskrá eða viðurkennda og staðfesta fjölþjóðasamninga hlýtur að vera einhver villa í ferlinu.

Mannréttindanefndin kemst að þeirri niðurstöðu að löggjöfin um fiskveiðistjórnun gangi gegn þeim mannréttindum sem okkur er skylt að virða. Það segir okkur í raun að íslensk stjórnvöld geta ekki beitt þessum lögum gegn íslenskum þegnum sínum og íslenskir dómstólar geta ekki úrskurðað sök á grundvelli þessara laga, fyrr en eftir að endurskoðun þeirra er lokið, þannig að þau standist þau viðmiðunargildi sem mannréttindanefndin kunngerði í úrskurði sínum.

Á þessum sama grunni er Hæstarétti skylt að endurákvarða þær dómsniðurstöður sem byggðar eru á þessum lögum, komi fram ósk um slíkt frá dómþolum, hvað varðar þau manréttindi sem Mannréttindanefndin hefur úrskurðað að lögin brjóti gegn.

Því verður hins vegar að halda til haga, að í dómum Hæstaréttar hafa mannréttindi yfirleitt verið neðarlega í forgangsröðinni, þegar ríkisvaldið vill koma fram áformum sínum gegn þegnum þjóðfélagsins. Sama á við þegar þegnar landsins þurfa að sækja mannréttindi sín gegn ríkinu. Þá gengur Hæstiréttur ískyggilega langt út fyrir réttláta málameðferð, til að brjóta niður getu manna til að leita réttlátra dómsniðurstaðna.

Til þess að Hæstiréttur hafi lögformlega heimild til endurupptöku máls, þurfa að koma fram ný gögn, sem ekki vori í fyrri málmeðferðinni. Verða þau að gefa annað sjónarhorn á réttarstöðu dómþola. Komi þau fyrir réttinnmegi leiða að því sterkar líkur, að niðurstöðu dóms á grundvelli þeirra, yrði á annan veg fyrir dómþolann.

Ekki fer á milli mála að úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna var ekki til staðar þegar Hæstiréttur, á sínum tíma, kvað upp sinn dóm í þessu umrædda máli. Ekki fer heldur á milli mála að Alþingi okkar hefur undirgengist þá skyldu að hlýta niðurstöðum mannréttindanefndarinnar. Undir vilja Alþingis, gagnvart þessum skuldbindingum, er Hæstiréttur seldur, enda hefur hann ekki löggjafarvald, einsungis úrskurðarvald ágreiningsmála innan þeirra lagaheimilda sem Alþingi staðfestir.

Ég segi því við Örn Snævar og félaga hans. Farið aftur yfir forsendurnar sem þið senduð Hæstarétti. Finnið beinskeytta tilsvörun þar sem niðurstöður Hæastaréttar ganga þvert gegn þeim skilningi mannréttinda sem fram kemur í úrskurði nefndarinnar og sendið inn aðra áskorun um endurupptöku.

Neiti Hæstiréttur slíkri beiðni, er hann að segja sig úr lögsögusambandi við þjóðina og forseta ber að leysa alla dórmara hans frá störfum og skipa nýja dómara. 

                        


mbl.is Hæstiréttur hafnaði endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Vertu velkominn í bloggvinahópinn minn og takk fyrir að vera minn vinur

Sigrún Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband