Ný leið til sjúkdómsvæðingar???

Það er nú svolítið broslegt að lesa um það að læknir skuli skuli tala um fæðingarþunglyndi karla.

Fæðingarþunglyndi á sér rætur í því þegar sambandsslit verða milli móður og barns; þegar klipp er á naflastrenginn og barnið er ekki lengur hluti af tauga og líkamsstarfsemi móðurinnar. Það verður líklega nokkur bið eftir því að við karlar getum skilið eða upplifað þær tilfinningar einsemdar og tómleika sem þetta rof veldur.

Við höfum hins vegar um langan aldur verið einstaklega ábyrgðarfælnir, sumir hverjir, og kemur mér alls ekki á óvart þó það komi út sem 7 af hverjum 100 flokkist sem slíkir.

En fæðingarþunglyndi karla; það passar vel við Simpson.               


mbl.is Litið framhjá fæðingarþunglyndi karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

 Þetta er allt sama rétt hjá þér Jurgen.  Það er bara mannlegt að finna fyrir ábyrgð sinni við að verða faðir.  Það er hins vegar af allt öðrum stofni en fæðingarþunglyndi.

Þú segir að Sipson virki oft vitlaus. Þegar betur er að gáð er kvikindislega mikið rétt í því sem honum er úthlutað; einungis sett fram með smá blandi af hæðni og glensi. 

Guðbjörn Jónsson, 10.6.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ég tek undir með þér Guðbjörn Jónsson. Þetta er eitthvert nýstísku bull sem reynt er að troða upp á fólk. Að kalla það í þunglynt við minnsta nýja áreyti eða breytingu á lífssstöðu. Menn geta verið áhyggjufullir og smákvíðnir en það er allt annað.

Guðmundur Pálsson, 10.6.2008 kl. 21:47

3 identicon

Well, fæðingarþunglyndi í konum er tengt hormónum og taugaboðefnum sem auðvelt er að lækna, sem sagt ekki undir þeirra stjórn.  Hér er ekki um hefðbundið þunglyndi að ræða. 

 Ef karlmenn fá fæðingarþunglyndi, það er uppfylla öll greiningarviðmið þunglyndis beinlínis tengt fæðingu barnsins þá er það annað mál. 

Annars kemur ekki fram hvort það var athugað hvort þessir karlmenn voru þunglyndir áður en barnið fæddist. 

Ingibjörg (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 02:38

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það leið yfir mig við það að vera vistaddur fæðingu fyrsta barnsis míns. Ég þurfti meiri hjálp enn konan mín. Enn svo börnin sem komu seinna, þá var ég næstum eins og hetja..held ég..ég kann nú ekki að skilgreina ástandið sem ég fór í að vera viðstaddur fæðingu allra minna barana, enn það er lífsreynsla sem ég myndi ekki vilja hafa verið án.

Mér finnst í alvöru að sumar "díagnósur" og notkun þeirra, komnar út úr kortinu, kannski réttast að segja öfgar. það þýðir ekki að ég sé að gera lítið úr þunglyndi, þvert á móti. Sjálfsvíg eru tengd þunglyndi og kann ég mikið um þau mál. Enn það er samt ofnotað orð, og "fæðingarþunglyndi" karla er nokkuð sem ekki passar í minn hugarheim.

Guðmundur Pálsson er ansi nálægt því sem sérfræðingar eru farnir að tala um. Við þurftum ekki neina tilbúna tískusjúkdóma. það er nóg af vandamálum svo ekki sé verið að framleiða þau með "amatörsálfræðirökum" sem er til nóg af. Kann soldið um þau mál.

Læknar eru með allskonar skoðanir og þú ættir að vera viðstaddur svo sem eina sérfræðingaráðstefnu. Þar er margt sem kemur fram sem er komið úr rannsóknum sem eru gjörsamlega byggðar á röngum forsendum. Hef setið margar svona og verið með læknahópa á námskeiðum um allskonar mál sem ekki eru kennd í Háskóla. fer ekkert nánar út í það hér.

Takk fyrir áhugaverða færslu Guðbjörn og sérlega góða fyrirsögn. Hún er nefnilega stærra mál enn fólk grunar! 

Óskar Arnórsson, 11.6.2008 kl. 11:43

5 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Fæðingarþunglyndi hefur e.t.v. einhvern tíma verið (útilokandi) skilgreint eins og tilgreint er í pistli Guðbjarnar, en þar sem nútíma umfjöllun, greining og meðferð tekur ekki síður til þunglyndis vegna breyttra aðstæðna í kjölfar fæðingar og kvíða tengt því að fást við nýtt hlutverk og byltingu í öllu lífi fjölskyldunnar, þá væri að mínu mati affærasælast að hætta að kalla þetta fæðingarþunglyndi, og tala frekar um kvíða vegna breyttra aðstæðna í fjölskyldu. Innan þess heitis/hugtaks rúmast kvíði vegna t.d. fjölgunar gegnum fæðingu barns, fjölgunar vegna stjúpbarna, fækkunar vegna skilnaðar og andláts í fjölskyldu. Þannig rúmast innan greiningarinnar kvíði og þunglyndi af ólíkum toga, s.s. sálrænum, líffræðilegum og félagslegum. Þar er jafnframt úr sögunni einhver vandræðagangur um að aðeins mæður geti orðið þunglyndar í kjölfar fæðingar/fjölgunar í fjölskyldu.

LKS - hvunndagshetja, 11.6.2008 kl. 13:18

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir innlitið Guðmundur. Það er margt furðulegt sem kemur útúr sumum rannsóknm.

Það er að hluta til rétt hjá þér Ingibjörg, að fæðingarþunglyndi sé tengt hormonum, því hormonabreytingar verða hjá konunni þegar allt í einu fer að myndast nýr mannslíkami innan í hennar líkama; sem um nafnastreng er tengdur öllu hennar líffærakerfi.  Eftir því sem fóstrið þroskast, hefur það síbreytileg áhrif á taugakerfi móðurinnar, ásamt breytingu á næringu, súrefni og blóðmyndun.   Allt þetta gerist svo hægt að breyingarnar eru lítt merkajnlegar.  Hins vegar, þegar barnið er fætt og naflastrengurinn rofinn, verða þarna snögg skil, sem líkami konunnar getur verið lengi að vinna úr, einkum nú í seinni tíð þegar ekki er gert ráð fyrir nægu næði fyrir móður og barn, fyrstu vikurnar eftir fæðingu.

Þetta er viðamikið munstur og samspil sem enn er of lítið hugað að, vegna þess hve nútímafólk virðist hrætt við að kafa í djúp taugakerfis og sálfræði og vill helst afgreiða öll mál með því að skoppa eftir yfirborðinu, líkt og LKS - hvunndagshetjan hér að ofan.

Hugleiðið þessa þætti í rólegheitum og athugið hvað það færir ykkur.

Takk fyrir innlitið Óskar. 

Guðbjörn Jónsson, 11.6.2008 kl. 15:27

7 Smámynd: LKS - hvunndagshetja

Fyrir áhugasama er hér mjög áhugaverður vefur um hlutverk og stöðu feðra í Evrópu, þar sem m.a. er fjallað um breytta stöðu feðra eftir að konur hættu að vera heimavinnandi : http://www.european-fatherhood.com/.

Ég er ekki viss hvort Guðbjörn segir mig vera í hópi þeirra sem skoppa eftir yfirborðinu eða hvort hann meinar þveröfugt, en læt kyrrt liggja

LKS - hvunndagshetja, 11.6.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 165583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband