12.6.2008 | 11:14
Enn eitt dæmið um óvitaskap stjórenda lánastofnana
Það eru nú nokkur ár síðan ég byrjaði að benda á að offjárfest væri í byggingu íbúða- og skirfstofuhúsnæðis hér á landi. Augljóst var að alvarlegur dómgreindarbrestur var hjá stjórnendum lánastofnana, þar sem tekin voru erlend lán til að fjárfesta í byggingu íbúða- skrifstof- og verslunarhúsnæði. Hins vegar var ekkert af þessu lánsfé notað til að efla gjaldeyrisskapandi varanleg atvinnutækifæri, sem skapað gætu gjaldeyri til að greiða þessi erlendu lán sem verið var að taka og festa í steinsteypu.
Það er einnig afar merkilegt að heyra forystumenn þjóðfélagsins og framámenn úr svonefndum "greiningardeildum" bankanna, tjá sig hvað eftir annað um að lausafjárkreppan, niðursveiflan , eða hvað menn vilja kalla skort á innstreymi lánsfjár frá útlöndum, hafi skollið á skyndilega.
Þetta er því lík fyrra og sýnir einungis hve þessir menn er óralangan veg frá því að skynja þá ábyrgð sem nauðsynlegt er að viðhafa í fjárstreymi heils þjóðfélags. Menn verða að átta sig á, að hér gjósa ekki upp nein auðæfi án þess að eiga sér einhverja rökræna uppsprettu. Þetta benti ég á fyrir mörgum árum þegar svonefnd "úrvalsvísitala" verðbréfa fyrirtækja fór að stíga hér, langt upp fyrir raunverulegan hagnað fyrirtækjanna eða væntingavonir í viðmiðunarlöndum okkar.
Einnig benti ég á óraunveruleika þessarar vísitölu, þar sem hún var að of miklu leiti byggð á þjónustufyrirtækjum; en slík fyrirtæki geta ekki orðið langlíf nema því aðeins að gjaldeyrisöflun þjóðarinnar aukist það mikið að pláss sé fyrir alla þessa þjónustuþætti innan tekjuramma þjóðarinnar.
Skuggalegur hallarekstur (viðskiptahallinn), á undanförnum áratugum, átti að geta sýnt "alvöru" stjórnendum lánastofnana, að ekki væri svigrúm fyrir miklar erlendar lántökur, til annarra þátta en að auka gjaldeyrissköpun. Þekking þeirra á afleiðingum ofskuldsetningar, fyrir velferð, varanlega og yfirvegaða uppbyggingu þjóðfélagsins, var svo lítil sem við höfum nú fyrir augunum. Dómgreind til að skynja slíkt höfðu þeir ekki öðlast, vegna afmarkaðrar og lítillar lífsreynslu. Þetta eru ekki slæmir menn.
Á bls. 20, í 24 stundum í dag, er frétt af því að 1.600 milljarðar af hinni ímynduðu eign óvitagengisins í fjármála- og stjórnmálaheimi okkar, er horfið út í vindinn og kemur aldrei til baka. Þar er sagt að svonefnd "úrvalsvísitala" hafi á 11 mánuðum hrapað úr 9.016,45 stigum niður í 4.481 stig, í gær; og enn sé þessi vísitala að hrapa.
Í þessari frétt 24 stunda segir að hinn 31. mars s. l. hafi Geir H. Harde, forsætisráðherra, sagt í fréttum hjá stöð 2, að vísbendingar væru um að botni efnahagslægðarinnar væri náð. Þá var úrvalsvísitalan í kringum 5.000 stig.
Í ljósi þessa skilningsleysis stjórnvalda og þar með seinagangs í að efla hér gjaldeyrisskapandi atvinnutækifæri, er ekki anað fyrirsjáanlegt að að þessi svonefnda "úrvalsvísitala", verði komin niður undir 2.700 stig á þriðja til fjórða ársfjórðungi næsta árs. Þá verðum við aftur farin að nálgast raunveruleikann sem við flúðum þegar Davíð og félagar komu þjóðinni til að halda að við værum svo rík, að við gætum gert, eða keypt hvað sem var, óháð tekjum eða efnahag.
Kannski væri vit í því að gera kröfur til þess að þingmenn okkar hefur eitthvert vit á sjáfstæðum og sjálfbærum rekstri þjóðfélags, áður en þeim verði veitt heimild til að taka sæti á framboðslistum til Alþingiskostninga.
Það væri öflugt skref fram á við.
Stofna húsaleigufélög vegna skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 56
- Frá upphafi: 165769
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 44
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Guðbjörn: rétt hjá þér og er það ekki furðulegt, hve margir telja sig geta lifað á lánum, þrátt fyrir að vera langskólagengnir og komnir yfir fertugt þar að auki...
Magnús Jónsson, 12.6.2008 kl. 22:51
Það þarf nú ekki neina "sprenglærða" fræðinga til að segja Íslendingum það að við getum ekki lifað á því að "klippa" hverjir aðra. En því miður virðist vera að það sé einmitt það sem Íslendingar hafa haldið, í það minnsta síðustu ár, svo héldu menn að það væri bara nóg að fá Pólverja eða annað "austantjaldsfólk" til að vinna "skítverkin".
Jóhann Elíasson, 12.6.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.