Geir! Hvar eru peningarnir????

Ég velti fyrir mér hvert samskiptahættir í þessu þjóðfélagi okkar eru að stefna. Fátítt er orðið að menn komi saman til knattspyrnuleiks án þess að stóryrði, hroki og önnur óíþróttamannsleg iðja sé áberandi og dómarar þurfi að veifa gulum og rauðum spjöldum til að refsa fyrir skort á samskiptahæfni.

Gunnar Smári er nýbúinn að lýsa skemmtana ogbæjarlífinu svo engur er þar við að bæta.    

Stjórnmálamenn eru hættir að kunna málefnalegar rökræður en snúast gjarnan til varnar með persónulegum árásum á þá sem andmæla þeim. Þeim finnst orðið aukaatriði hvort farið er eftir lögum og mannréttindum og séu þeir spurðir beint um lagaheimildir, svara þeir ekki.

Fjölmiðlafólk er alls ekki undanskilið að þessu leiti og kannski mætti segja að einmitt það gæti gefið ákveðna fyrirmynd á hegðunarmynstur í samskiptum. Eitt neikvætt dæmi um slík samskipti sáum við í hádegirfréttum Stöðvar 2 í dag, föstudaginn 13 júní.  Mynd var sýnd af fréttamanninum Sindar Sindrasyni, þar sem hann gekk á mót Geir, forsætisráðherra, kastaði á hann kveðju og spurði: Hvar eru peningarnir Geir?

Ekki óskaði Sindri eftir viðtali og hvorki fyrir eða eftir þetta innskot skýrði hann fyrir hlustendum hvaða peninga hann var að spyrja Geir um.

Í þessu sambandi var ókurteisi Sindra tvöföld. Bæði veitast að Geir með hljóðnema og myndavél án þess að hafa fengið fyrirfram samþykki fyrir viðtalinu (mannréttindi Geirs).  Hins vegar að upplýsa ekki hlustendur/áhorfendur um það hvaða peninga hann var að spyrja Geir um.

Er ekki þörf á að pakka niður svolitlu af frekjunni og milda samkiptin til jákvæðari árangurs fyrir alla?                    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband