Við getum líklega aldrei orðið rík þjóð því við virðumst ekki kunna að huga rökrétt

Við virðumst alveg dæmigert "ráðstjórnarsamfélag", því flestir bergmála einungis þau viðhorf sem ráðamenn hverju sinni bera fram fyri þjóðina. Að þessu leiti tökum við fram flestum einræðisríkjum, þar sem fólk gæti goldið fyrir með lífi sínu ef það væri á annarri skoðun en ráðamenn þjóðarinnar. Sem betur fer hvílir engin slík ógn yfir Íslendingum enn, en ferlið stefnir þó í þá átt.

Nú um stundir er SKOÐUNIN sú, að álver sé lykillinn að framtíðar auðlegð þjóðarinnar.  Fyrir u. þ. b. 30 árum var það loðdýrarækt sem átti að vera lykillinn að auðlegðinni. Þá ætluðu ráðmenn þjóðarinnar, á fáeinum árum, að gera hana ríka af loðdýrarækt, en gleymdu að taka skynsemina með í reikninginn. Og þjóðin tapaði miklum fjárhæðum á ævintýrinu.

Fyrir rúmum 20 árum ætluðu ráðamenn þjóðarinnar, með fljótum hætti, að gera okkur rík af laxeldi, en eins og fyrr, gleymdu þeir að hafa rökræna skynsemi með í hugarheimi sínum. Og enn tapaði þjóðin umtalsverðum fjárhæðum.

Og nú er það ÁLIÐ, sem á að gera okkur rík og ánægð. Gallinn er hins vegar sá, að ENN gleymist að haf rökræna skynsemi með í útreikningum framtíðarinnar. Þessar væntingar eru því álíka traustar og væntingarnar hjá greiningadeildum bankanna, að verðmætavísitala skráðra fyrirtækja gæti vaxið úr 2000 stigum í rúm 9000 stig, án þess að slíks yrði vart í raunverulegri aukningu tekna fyrirtækjanna.

Þeir sem raunverulega hafa orðið ríkir á því að sjá fyrir sér hvað gerist í framtíðinni, eru fyrir nokkru farnir að spá því að Álið sé á útleið í mörgum framleiðslugreinum. Einkanlega er talað um þetta í sambandi við flugvélasmíði, en þar er að ryðja sér til rúms efni sem er bæði léttara og sterkara en ál. Fregnir herma að Alcoa hafi þurft að pressa fram endurnýjun á samning við Bandaríka fulgvélasmiðju, á sama tíma og þeir voru að fjármagna nýja álverksmiðju hér á landi. Hér væri svo gott að reysa álver því raforkuverð væri svo lágt og stjórnvöld svo þægilega kröfulítil.

Virtur hagfræðingur var nú í vor spurður að því hvort gjaldeyristekjur þjóðarinnar færu nú ekki að aukast fyrir álverksmiðjan fyrir austan væri komin í fullan gang. Hann þagði við nokkra stund en sagði svo að hugmyndir okkar um gjaldeyristekjur af þessu væru nokkuð ofmetnar. Við (þjóðin) ættum ekkert af þessum tekjum. Fyrirtækið sem ætti þetta væri erlent, það skuldaði alla uppbygginguna í erlendum bönkum, Landsvirkjun fengi greitt fyrir rafmagnið í erlendri mynt og þyrfti einnig að greiða erlendu skuldirnar vegna Kárahnjúka. Álverið þyrfti líka að kaupa erlendir frá hráefnið til vinnslunnar og ólíklegt væri að mikill hagnaður yrði af rekstrinum fyrstu árin.

Á þessum hagfræðing var að skilja að inn í okkar þjóðfélag kæmi nú lítið annað en laun starfsmanna og greiðslur til þjónustuaðila. Við þetta má svo bæta að óvíst er að aðrar greiðslur sem frá svona álveri berast, fyristu árin, dugi til greiðslu afborgana af lánum sem sveitarfélög á svæðinu hafa þurft að taka vegna framkvæmda og aukinnar þjónustu á svæðinu.

Ég verð að segja að það hryggir mig hve margir virðast tilbúnir að fórna þeirri lítt menguðu náttúruperlu sem landið okkar og fiskimiðin eru, til þess að ENN EINU SINNI, geta talið sér trú um að við séum að verða rík. Með slíkum hugsunarhætti og minnimáttartframgöngu, verðum við stöðugt fyrir vonbrigðum, því miður.

Margir hafa bent á, margar tegundir iðnaðar, sem ekkert menga umhverfið og skapa margfaldar gjaldeyristekjur á við álver; auk þess að falla vel að framtíðarþróun fjölþættra framleiðsluþátta. Til þess að sjá framtíðina í mörgum þessara verkefna þurfa menn að kunna að hugsa rökrænt fram í tímann, en slíkir menn hafa ekki enn komist til áhrifa í Íslenskum stjórnmálum. 

Meðan þjóðin iðkar ekki lýðræðislegan hugsunarhátt og gagnrýnið aðhald að stjórnvöldum, verður varla breyting þar á. Ég á aðeins eina eða tvær óskir til handa þjóð minni. 

Að henni takist að útrýma úr huga sér hugsunarmunstri ráðstjórnarríkja (að bergmála ráðamenn án skilnings á málefninu) og að henni takist að reka af höndum sér þrælsóttann, sem innleiddur hefur verið hér undanfarin ár og lamar alla eðlilega skoðanamyndun.

Lifið heil.           

           
 


mbl.is Barnalegt að hækka koltvísýringslosun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var frétt um það um daginn að álið væri komið fram úr fiskinum í útfluttningstekjum. Það hlýtur að vera einhvers virði.

 Það er auðvelt að gagnrýna, en erfiðara að koma fram með lausnir sem einhvers virði eru. Annars ættir þú að fara létt með það, hr. fyrrverandi ráðgjafi

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 16:30

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Rafn.  Þakka þér fyrir innlitið.  Það er akkúrat svona viðhorf sem ég er að tala um í pistlinum; þar sem ekkert er hugsað, setningin bara gleipt ótuggin og borin fram sem staðreynd.   Ef þú hefðir reynt að skilja það sem stóð í pistli mínum, hefðir þú séð hver á  söluvirði álsins og  í hvað þær tekjur fara.

Það er skemmtilegt að hafa glettinn húmor en vont ef hann skyggir á skynsemina. 

Guðbjörn Jónsson, 14.6.2008 kl. 17:07

3 identicon

Ég er sammála þér með þetta eðli Íslendinga að segja bara það sem þeim er sagt að segja, hugsa bara það sem þeim er sagt að hugsa, og gera bara eins og þeim er sagt að gera. Það er í rauninni bara slæmt djók að við séum komin af víkingum, miðað við karlmennskuna og hugdirfskuna og sjálfstæðið sem víkingar eiga að hafa haft í brjóstviti sínu.

Aumingjaskapur frekar en heimska eða fáfræði, segi ég, að geta ekki hugsað sjálfstætt. Tepru- og heigulsháttur, óttinn við að vera niðurlægður. Er ekki merkilegt hversu bráðgáfað fólk getur skyndilega breyst í algera hálfvita þegar það kemur að stjórnmálum og trúarbrögðum? Hvað er málið? Ég virkilega skil það ekki.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 165756

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 140
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband