8.7.2008 | 12:40
Hvers vegna fengu þau ekki betri leiðbeiningar ???????
Ég vil byrja á því að segja að ég vil Paul Ramses, og konu hans, allt það besta og tel að íslensk þjóð gæti verið stolt af að þau fengju hér dvalarleyfi. Það breytir hins vegar ekki þeirri tilfinningu minni, að í máli hans sé verið að sópa upp pólitísku moldviðri. Hugsanlega til að breiða yfir illa grundaða aðferðarfræði við að afla honum dvalarleyfis hér.
Af ástæðum sem ég ætla ekki að tilgreina hér, þá hef ég fylgst afar náið með ástandinu í Kenya, fyrir og eftir forsetakostningarnar. Á tímabili var ástandið slæmt, og að mínu mati alveg rétt ákvörðun hjá Paul að yfirgefa landið, á þeim tíma. Þeir hættutímar eru hins vegar liðnir hjá, og koma vonandi ekki aftur.
Sú hætta sem steðjaði að Paul, stafaði af störfum hans fyrir stjórnarandstöðuna og mótframbjóðandann gegn sytjandi forseta. Þess ber hins vegar að geta, að nú er þessi aðili, sem Paul var að berjast fyrir, orðinn forsætisráðherra í sáttastjórn sem mynduð var eftir málamiðlun fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hættu- og ófriðarástand er því ekki lengur til staðar í Kenya, í þeim mæli sem var þegar Paul þurfti að yfirgefa landið.
Við gerum ekkert hættulegra eðlilegri rökfræði og raungildi mannúðarsjónarmiða, en að gengisfella hugtökin "lífshætta" og "pólitískar ofsóknir", í því augnamiði að ná fram niðurstöðu mála sem við berjumst fyrir, en hafa ekki gildishlaðin raunveruleika fyrir þessi hugtök. Í heimi þar sem siðferði fer hratt hnyggnandi en ofbeldi hratt vaxandi, getur verið hættulegt fyrir litla þjóð, að hafa ekki raungildi í framangreindum hugtökum.
Þið baráttuglaða fólk! Snúið ykkur að því að finna rökheldar ástæður fyrir því að Paul og konan hans fái dvalarleyfi hér á landi og látið af því að þvinga stjórnvöld til að eyðileggja nauðsynleg viðmiðunarhugtök, sem þurfa að halda raungengi sínu þegar raunveruleg lífshætta vofir yfir flóttamanni. Í raun er ekki hægt að líta á Paul sem flóttamann, þar sem stjórnmálaleiðtogi í flokki hans er forsætisráðherra lands hans.
Biðjum fyrir því að mál þessarar fjölskyldu leysist farsællega og þau geti notið friðar, frelsis og hamingju.
Viljum fá að vera áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
mæl þú manna heilastur Bubbi, er bara alveg hjartanlega sammála þér kallinn.
Gott að fríið var notalegt, þannig á það líka að vera, ég er á síðasta degi í mínu fríi og er farin að skipuleggja næsta sumar hehehehehehe
Guðrún Jóhannesdóttir, 8.7.2008 kl. 16:06
"Í raun er ekki hægt að líta á Paul sem flóttamann, þar sem stjórnmálaleiðtogi í flokki hans er forsætisráðherra lands hans."
Hvurslags eiginlega vitleysa er þetta? Flóttamaður er hver sá sem flýr land sitt af því að hann hefur góða ástæðu til að óttast ofsóknir og jafnvel dauða. Það trúir því ekki nokkur hugsandi maður að í samfélagi þar sem allt var logandi í óeirðum og ofbeldi fyrir fáum mánuðum og svarnir andstæðingar sitja saman í stjórn, hafi maður sem sætt hefur pyndingum vegna skoðana sinna, enga ástæðu til að óttast um öryggi sitt.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 10:31
.. Hann flýði lífshættu á sínum tíma. Festi rætur hér og á heimi hér ef hann vill. Flóttamannareglur þurfa að vera í föstum skorðum, enn það eru tilvik sem eru til skammar af öðrum ástæðum. Allar reglur og öll lög ættu að víkja fyrir barnalögum í hans tilviki..þetta er merkilegt sumbólískt mál þar sem samviska fólks vaknar og stangast á við og kemur upp um reglugerðir sem eru til trafala...
Óskar Arnórsson, 9.7.2008 kl. 17:05
Eva mín! Það er greinilegt að þú þarft ekki sterk rök til þess að virkja baráttumanninn í þér. Það eru líklega margar milljónir manna í heiminum í meiri lífshættu en Paul sem hefðu fulla þörf fyrir baráttuhug þinn. Þegar menn eru í vanda, er einnig afar mikilvægt að hafa fyrirhyggju í þeim skrefum sem maður tekur. Það er aldrei sjálfgefið að maður geti verið þar sem maður óskar sér helst að vera. Það hefur þú trúlega reynt í þinni baráttu.
Þessar skoðanir mínar breyta engu um að mér fannst afar ómannúðlega komið fram gagnvart Paul, með svo fyrirvaralausa brottvísun úr landi, sem raunin var. Hann er á engan hátt hættulegur umhverfi sínu og hefði engann skaðað þó hann hefði fengið einhverjar virkur í viðbót til að skoða stöðu sína og fjölskyldu sinnar, og hugsanlega neyta réttar síns til andsvara við ákvörðun Útlendingastofnunar. Ég er ekki að verja hinar ómannúðlegu aðgerðir þeirra. Það sem ég er að benda á, er að það á ekki að misnota hugtakið "pólitískur flóttamaður", eða hugtakið að vera í "lífshættu" þegar það á ekki við. Hvorugt þessara hugtaka á í raun við í máli Pauls, eins og ég hef bent á.
Ég get vel endurtekið það sem ég hef áður sagt, að ég teldi það enga fórn fyrir Ísland að veita þessari fjölskyldu landvistaleyfi. Mun frekar að það mundi auka einhverju við skilning okkar á öðrum kynþáttum. Finnist flötur á því að þau geti dvalist hér og framfleytt sér, mun ég að sjálfsögðu gleðjast yfir því.
Guðbjörn Jónsson, 9.7.2008 kl. 23:54
Sæll Óskar! Nokkrar fljótfærni og tilfinningaþunga gætir í þessum línum þínum. Paul hefur ekki "fest rætur" hér ennþá og hann hefur ekki ennþá fengið rétt til að "eiga heima hér" þó hann vilji. Líklega veist þú að slíkt er hvergi háð vilja þess semsækist eftir dvöl; ekki einu sinni í vöggu frelsisins, Bandaríkjunum.
Hvað varðar barnalögin, þá var það brot á barnalögum að sundra fjölskyldunni án dómsúrskurðar eða að það væri gert vegna kröfu frá öðru landi um framsal; sem dómsmálaráðherra hefði þá þurft að samþykkja.
Lög og reglur geta ekki sveiflast eftir tilfinningum okkar hverju sinni, því þau hafa margra varúðar og jafnræðisþátta að gæta. Þess vegna gerir fólk fyrst gagn við að finna lausn á þessu máli, þegar það losar sig úr viðjum tilfinningahita og skoðar ferlið og aðstæðurnar af yfirvegun.
Margt bendir til að Paul hafi ekki fengið heppilega leiðsögn varðandi umsókn sína um dvalarleyfi; líklega of mikið horft á erfiðar aðstæður, sem betur fer urðu ekki viðvarandi eða varanlegar, heldur greiddist úr fyrir milligöngu fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Í farmhaldi af sáttastjórninni sem mynduð var, tókst að hemja stóran ofbeldis og glæpaflokk. Og hafið er hreinsunar og uppbyggingarstarf. Lífshættan er því áreiðanlega ekki sú sama og þegar hann fór.
Þó þetta sé skoðun mín, er ég á engan hátt að hvetja til þess að hann verði fluttur nauðugur aftur til Kenya, því ég tel hann hvergi skapa hættu þar sem hann mun fá að dveljast, ásamt fjölskyldu sinni. Sú dvöl gæti hugsanlega fljótast verið afgreidd í Svíþjóð, vegna dvalarleyfis konu hans þar. Og þegar það dvalarleyfi væri fengið, gæti hann líklega búið hér og starfað á grundvelli samnorræna vinnumarkaðarins; þangað til hann gæti sótt um ríkisborgararétt.
Það er ævinlega betra að leita lausna en skapa tilfinningahita vegna klaufaskapar sem eihverjir gerðu sig seka um.
Guðbjörn Jónsson, 10.7.2008 kl. 00:40
..ég veit þetta Guðbjörn! Ég hef verið að vinna með dvalarleyfismál fyrir útlendinga. Og verið plataður stundum og stundum ekki. það sem ég vil benda á að tilfinningar, lög og reglur þurfa að vera í samhengi. það er of mikið talað um að þessir hlutir koma hverjum öðrum ekki við.
Umferðarlög t.d. eru af hinu góða. það er hættulegt að aka um í löndum sem ekki eru búnir að ákveða á hvorri akgreininni á að keyra. það er verið að vara við akstri í tilfinningauppnámi. það má samt ekki banna tilfinningar með umferðarlögum.
Ískuldi valdamanna er engin sálfræðileg ráðgáta. Það voru til rannsóknir á hvaða persónuleikar sóttust eftir völdum og fengu þau. Ég er á leiðinni til Svíþjóðar. Ég er giftur Íslenskri konu sem hefur rétt á Íslenskum ríkisborgararétti. Hún vill hann ekki. Telur það óvirðingu við sitt heimaland. Ég verð að virða hennar tilfinningar vegna þessa og geri það.
Hún hugsar sem svo, að ef hún er ekki velkomin í einhverju landi, fer hún bara heim. Ekkert mál. Enda engin hætta á ferðum þar heldur. Svíar hafa risavaxið flóttamannavandamál. Nú hreinsa þeir með með sömu hörku og senda menn heim á færibandi.
Stundum verða stærstu slysin samt, af því að tilfinningar voru ekki með þegar lög og reglur voru skoðaðar. Ég er sammála þér í þessu með enga leiðsögn. Lagalega getur ameríkani frá Texas sem fremur morð og hefur réttarstöðu sem örugglega dauðadæmdur, flúið til Íslands og það má ekki senda hann tilbaka, lögum samkvæmt.
Það má heldur ekki dæma hann hér, svo ég og þú gætum þurft að vera saman með honum í biðröð í bæjarins bestu t.d. Ég veit hvert ég myndi senda hann. Beint heim án leiðbeininga, og láta tillfinningu mína ákveða það.
Lögin eru ekki fullkomin og verða það aldrei. Ég fæ það oft á tilfinningunna að heilbrigð skynsemi sé í útrýmingar hættu. Ekki bara á þessu sviði. Mörgum öðrum líka..
Óskar Arnórsson, 10.7.2008 kl. 01:56
..útlenskri konu átti þetta að vera..
Óskar Arnórsson, 10.7.2008 kl. 01:57
Þetta snýst einfaldlega um það hvort eigi að láta mann sem segist vera í lífshættu njóta vafans eða afskrifa það sem lygi án þess að kanna málið.
Ný færsla um þetta mál mín megin.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 09:44
Sæl Eva! Það getur verið langur vegur milli þess að einhver segist vera í lífshættu og þess að raunveruleikinn sé sá, án þess að um lygi sé að ræða. Þetta hlýtur þú að vita, þó þér henti nú, baráttunnar vegna, að þykjast ekki skilja þetta. Einstaklingur getur hafa lent í skelfingarlosti á hættustund, sem brenglar fyrir honum sýn á raunveruleika þess sem er á sama svæði nokkru síðar. Þetta eru þekkt viðbrögð við losti og mikilvægara að hjálpa viðkomandi til að losna frá lostinu en að ala á því. Kannski er tilfinning Pauls fyrir lífshættu nú, upprunnin úr slíku losti, sem hann vafalaust hefur orðið fyrir s. l. haust í ættflokkaerjunum í Kenya.
Ég hef enga trú á að Útlendingastofnun og stjórnvöld séu ekki vel upplýst um núverandi stöðu mála í Kenya. Ég er alveg viss um að ég er ekki sá eini sem fæ reglulega fregnir þaðan. Þess vegna tel ég ólíklegt að ástand og aðstæður hafi ekki verið kannaðar.
Á bls. 8, í Fréttablaðinu í dag, er ferliyfirlit yfir mál Pauls. Hann sækir um hæli hér 31. janúar s. l. Það er hins vegar ekki fyrr en 26. mars, sem lögmaður hans biður um að umsókn hans verði tekin fyrir hér, en þá virðist hafa verið búið að fara fram á það við Ítalíu að þeir tækju við honum til baka. Þeir fallast á það 31. mars, eða 5 dögum eftir að lögmaður hans lagði fram beiðni sína. Hvers vegna þessi beiðni kom ekki fyrr fram, er ekki upplýst, en sú töf gæti hafa valdið miklu í ferli málsins.
Ákvörðun Útlendingastofnunar um að Paul fari aftur til Ítalíu er afgreidd og afhent ríkislögreglustjóra (RLS) þann 9. apríl.
05. maí, (tæpum mánuði síðar) boðar RLS Paul og Rauða krossinn til að tilkynna Paul ákvörðunina. Paul mætir ekki, en ákvörun er tekin um að bíða þar til barið hans sé fætt.
26. maí fæðist barnið.
3. júní semdir Útlendingastofnun ítrekun til RLS. vegna flutnings Pauls.
25. júní ítrekar Útlendingastofnun enn erindið við RLS.
Að kvöldi 2. júlí birtir RLS, Paul ákvörðunina um flutning, eftir að hann hafði verið handtekinn og færður á lögreglustöð. Og hann er fluttur úr landi daginn eftir.
Af þessu ferli málsins má sjá að einkum þarf að gagnrýna tvo þætti í þessu máli, fyrir utan seinaganginn á að óska eftir að umsókn hans verði tekin fyrir hér og það að fjölskyldunni skuli hafa verið sundrað. Það er að Útlendingastofnun skuli ekki STRAX við fyrstu ákvörðun, 9. apríl, hafa sent lögmanni Pauls skriflega tilkynningu um ákvörðun sína. Hitt er að RLS skuli hafa látið allan þennan tíma líða án þess að leita samkomulags við Paul um að hann færi sjálfviljugur, án handtöku, til Ítalíu.
Ég hefði viljað sjá að þeir sem skipulögðu mótmælaaðgerðirnar hefðu kynnt sér betur málavöxtu og ferli málsins, því greinilega er þessi staða ekki komin upp, eingöngu vegna seinagangs og óvandaðra vinnubragða Útlendingastofnunar. Svo er að sjá sem allir aðilar málsins hafi klúðrað einhverjum hluta þess; og á Paul þar sinn hluta með því að hafa ekki mætt hjá RLS þegar átti að kynna honum niðurstöður málsins og RLS ekki gætt skyldu sinnar í að láta lögmann hans vita af boðuninni.
En eitt er víst. Öll mál er hægt að leysa ef vilji, skynsemi, hógværð og kurteisi eru höfð að leiðarljósi. Með því móti er hægt að skapa þau jákvæðustu viðbrögð sem nást munu.
Guðbjörn Jónsson, 10.7.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.