14.7.2008 | 17:22
Skilja þeir ekki muninn á þjóðbanka og leikfangabúð???
Líklega verður maður að hætta að vonast eftir skilningi bankamanna á mikilvægustu grundvallarþáttum við reksur banka í sjálfstæðu þjóðfélagi. Þau ummæli sem fram koma í þessari frétt benda meira til þess að þar séu að tala menn sem lifa í óraunveruleika leikfangalands. Lítum á nokkur dæmi.
Í fréttinni segir:
Efnahagsumhverfið er bönkunum fjandsamlegt, að mati Greiningar Glitnis.
Hvernig getur efnahagsumhverfi þjóðar sem nýtur hæsta mögulegs verðs fyrir framleiðsluvörur sínar, verða einum af aðalbönkum þjóðarinnar fjandsamlegt? Verðmætasköpun er í hámarki þeirrar getu sem fyrirtæki gjaldeyrissköpunar geta afkastað, en bankarnir hafa lítið sinnt því undanfarna áratugi að efla atvinnugrein útflutningstekna þjóðarinnar, og verða því að skrifa hið "fjandsamlega" umhverfi sem þeir telja þrengja að sér, á sinn eigin reikning, því þeim láðist að stækka þá köku sem þeir vildu lifa af.
En, hvað skildi nú vera það fjandsamlegasta sem Glitnismenn upplifa?
Takmarkað aðgengi að lánsfé og þar með hverfandi innstreymi af erlendum gjaldeyri...
Hafa þessir menn sleppt öllu sem heitir "hagnýt skynsemi" og orðnir sjúkir fíklar, í sívaxandi spennu eftir aukningu á veltu? Hvað hefur orðið af hyggjuviti, fyrirhyggju og öryggri framtíðarsýnar? Er ekkert af þessum grundvallarþáttum fjárhagslegs sjálfstæðis þjóðar, lengur til staðar innan veggja bankakerfisins?
Þegar ég var í hagdeild banka (fyrir rúmum 20 árum) barðist ég fyrir því að fá heimildir fyrir skuldbreytingum lána. Þetta var erfitt því samtryggingin var þá mikil. Yfirmenn sumra banka voru mjög strangir á því að það væru bara óáreiðanlegt fólk sem ekki gerði sér grein fyrir því að lán yrði að greiða til baka á þeim tíma sem lánstíminn væri.
Vitað er, að nú þegar hafa bankar safnað að sér erlendum skuldum, langt umfram það sem mögulegt er að greiða á þeim lánstíma sem á lánunum munu vera. Þrátt fyrir þessa staðreynd telja bankamenn það fjandsamlegt umhverfi að geta ekki fengið meira lánsfé. Þarf ekki að skipta þarna um stjórnendur til að fá vitræna hugsun inn í bankakerfið okkar?
Samkvæmt fréttinni, skiptir greiningadeild Glitnis vandamálum sínum niður í þrjá þætti:
Í fyrsta lagi hafa sveiflur í gengi krónunnar mikil áhrif á efnahagsreikning bankanna og þar með eigið fé þeirra og afkomu.
Sveiflur á gengi krónunnar verða fyrst og fremst vegna þess að lánastofnanir stýra fjármálum þjóðarinnar ekki þjóðinni í hag. Þeir áætla og skipuleggja meiri notkun gjaldeyris en gjaldeyrissköpun þjóðarinnar er, og skapa þannig eftirspurn og vöntun gjaldeyris. Það gefur eigendum gjaldeyris færi á að krefjast hærra verðs fyrir gjaldeyrinn, en hærra verð á gjaldeyri er einmitt sveifla á krónunni.
Í annan stað hefur skortur á erlendu fjármagni þurrkað upp gjaldeyrisskiptamarkaðinn og hækkað fjármagnskostnað.
Ég veit ekki hvort fólk almennt, geri sér grein fyrir hvað þarna er verið að segja. Þetta segir okkur að bankamenn hafi verið að taka erlend lán til að skapa sér gjaldeyrissjóð til að braska með. Sé líkingin sett inn í umhverfi fjárhættuspilara, þá var þessi lánaði gjaldeyrir, spilapeningarnir, sem þeir fengu lánaða hjá spilavítinu. Vegna lélegrar spilamennsku, (ótraustra og ótryggðra útlána) hafa spilapeningarnir tapast og enginn vill lána þeim meira til að halda áfram spilamennskunni.
Er þetta hin trausta fyrirhyggja í fjármálum sem hið sjálfstæða þjóðfélag byggir tilveru sína og sjálfstæði á? Síðsta sundurliðun þeirra er eftirfarandi:
Loks veldur gengislækkun krónunnar verðhækkunum innfluttra vara, sem leiðir til hækkunar verðtryggðra eigna.
Þetta er athyglisvert. Þeir sem hafa lært einföldustu jöfnuþætti bókhalds vita að verðhækkanir kostnaðarliða valda auknum útgjöldum. Ef tekjur aukast ekki meira en kostnaðarhækkunum nemur, duga tekjur ekki fyrir útgjöldum og taprekstur verður. Taprekstur hefur þau áhrif að uppsöfnuð eignastaða minnkar, til að greiða þau útgjöld sem tekjur gátu ekki greitt. Þrátt fyrir þessi einföldu grunnsannindi reikningsjöfnunar, segja snillingarnir í greinignadeild Glitnis, að verðhækkun innfluttra vara, leiðir til hækkunar verðtryggðra eigna.
Hvaðan koma þessar eignir sem verða til vegna kostnaðarhækkana? Hvað var það sem skapaði þessar eignir? Og þeir segja:
Bankarnir munu samtals bókfæra um 27 milljarða króna í hækkun verðtryggðra eigna umfram skuldir á öðrum fjórðungi ársins 2008.
Tekjur bankans voru ekki að aukast. En eignir hans jukust um 27 milljarða meira en skuldirnar. Hvaðan komu þessar eignir????
Segið okkur endilega frá því.
Glitnir: Umhverfið fjandsamlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:30 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þeir hafa dafnað á því að taka skammtímalán á lágvaxtasvæðum (skammtímavextir í Japan eru undir prósenti) og endurlána það til langs tíma á okurlánasvæðum. Þetta er að sjálfsögðu stórhættulegt skím og vonlaust til lengdar og gengur í rauninni aðeins svo lengi sem almenningur tekur mark á keyptum lygamaskínum á ruslpósti og í stjórnmálum = helstu veruleikahönnuðum almennings. Eins og önnur fjársvikastarfsemi byggist þetta kerfi fyrst og fremst á almennri tiltrú. Þegar hún brestur er voðinn vís.
Baldur Fjölnisson, 14.7.2008 kl. 17:39
Heill og sæll; Guðbjörn !
Þakka þér; þessa kjarnyrtu grein, orð í tíma töluð. Hvað skyldi þurfa mörg karfakóð; hjá Guðmundi Runólfssyni hf, í Grundarfirði, til þess að dekka laun eins bankastjóra, svo dæmi sé tekið, af fjölmörgum ?
Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:40
Hvernig er hægt að búast við því að menn sem hafa "alla" sína visku úr misjöfnum skólabókum hafi eitthvað til að bera sem heitir heilbrigð skynsemi?
Jóhann Elíasson, 15.7.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.