Það er heimskuleg fjármálastjórn að safna miklum sjóðum en samhliða greiða mikla dráttarvexti

Flestir þekkja hvað stjórnvöld hafa hælt sér af því að tekjuafgangur hafi verið mikill af rekstri ríkissjóðs undanfarin ár. Það er því fyrst og fremst opinberun um annað hvort þekkingarleysi á fjármunastýringu eða fullkomið virðingarleysi fyrir þegnum þessa þjóðfélags, að greiða himinháa dráttarvexti vegna nauðsynlegra útgjalda mikilvægasta bráðasjúkrahúss landsins.

Margar ástæður liggja áreiðanlega til grundvallar viðvarandi hallarekstri Landspítalans. Ein af ástæðunum gæti t. d. verið fólgin í því hve skrifstofuliði spítalans hefur fjölgað gífurlega undanfarin ár, ásamt fjölda vanhugsaðra kostnaðarliða s. s. eins og við tölvubúnað og símakerfi, auk ýmissa gæluverkefna sem ekki hafði verið leitað fjárheimilda fyrir áður en til kostnaðar var stofnað.

Þá er einn afar þungur rekstarliður spítalans fólginn í hinum mikla fjölda útlendinga sem hér hafa dvalið utan löglegrar skráningar, bæði við störf og sem dvalargestir. Þetta fólk veikist eins og annað fólk og leitar þá aðstoðar á Landspítalanum. Ekki er spítalanum heimilt að neita þessu fólki um hjálp, en líklega er léleg innheimtan hjá spítalanum á reikningum vegna þessarar þjónustu. Fjöldi þessara ólöglegum dvalargesta er ekki þekktur og þar með er einnig ekki gert ráð fyrir þessum útgjaldaliðum í rekstraráætlunum spítalans.

Margir aðrir þættir eru tvímælalaust ástæður þessa vanda, en aðalvandinn er tvímælalaust þroskaskortur stjórnenda fjármála ríkisins, þar sem þeir virðast ekki hafa skilning á því hve víðtækan kreppuvanda þeir eru að búa til með því að greiða ekki rekstrarkostnað spítalans á réttum tíma.

Menn með svona lítinn skilning á verkinu sem þeir eiga að vinna, væru ALLS EKKI nothæfir til sjós og yrði sparkað í land við fyrsta tækifæri.

En kannski er raunin sú að það þurfi ekkert vit eða þekkingu á verkefninu, til að vera stjórnmálamaður eða ráðherra á Íslandi?                  


mbl.is Nauðsynlegt að bregðast strax við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ein helsta ástæðan fyrir hinum mikla "tekjuafgangi" ríkisjóðs er GÍFURLEGT vanmat á kostnaði við þá þjónustu sem ríkinu BER að veita.  það þykir ekki búmannslegt að pissa í skóinn sinn, það er ágætt meðan hlandið er volgt en það kólnar.

Jóhann Elíasson, 16.7.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband