Auglýsa þeir opið starfssvæði fyrir glæpamenn???

Af fregnum þess að Landspítali geti ekki greitt rekstrarkostnað sinn vegna fjárskorts, samhliða opinberun þess að einungis 7 vaktteymi (14 lögreglumenn) séu á vakt á öllu höfuðborgarsvæðinu, er afar augljóst að stjórnvöld hafa hvorki áhuga fyrir að vernda líkamlega heilsu fólksins eða að forða því frá innbrotum, ofbeldi eða slysum.

Það siðferði stjórnmálamanna sem birtist í framangreindum atriðum er af svo lágu plani að í siðvitund þeirra virðist ekki örla fyrir raunhæfum vilja til að vernda heilsu, líf og heimili þeirra sem borga þeim launin. Það virðist ekki skorta peninga þegar stjórnmálamenn vilja kaupa sér aðgang að  sýndarmennsku samtryggingar sérhagsmuna, eða ausa fé í hreinan óþarfa. Í þeim potti eru margir þættir en líklega er fjárausturinn í að kaupa sér atkvæði að setu í Öryggisráðinu ein af vitlausustu fjárfestingu fram til þessa.

Meðan hundruðum, ef ekki þúsundum, milljóna er varið til að fá að sitja við  borð Öryggisráðsins í tvö ár, höfum við svo litla þekkingu á hernaðarmálum að á því sviði erum við algjörir óvitar. Þá er siðferðisvitund okkar og vitund um viðurkennd mannréttindi Sameinuðu þjóðanna, á það lágu stigi þekkingar að við erum stöðugt að fá staðfestingar á að hvorki dómstólar okkar eða stjórnvöld, hafa sama skilning á mannréttindum og viðurkennd eru af eftirlitsstofnunum Sameinuðu þjóðanna, þ. e. Mannréttindadómstólnum og Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.

Það virðist orðið augljóst að núverandi stjórnmálamenn okkar hafa hvorki vilja né getu til að sporna við því niðurbroti siðrænna gilda sem hér hefur viðgegnist undanfarin ár. Ég sé því ekki aðra leið en að fólkið í landinu rísi upp og krefjist skýrra viðhorfsbreytinga og aðgerða.

Ég mundi vilja sjá fjöldaáskorun höfuðborgarbúa þess efnis að á meðan siðferði og framkoma er á svo lágu plani sem raun er, skuli miða við að fjöldi útistarfandi lögreglumanna verði sem svarar einum manni á hverja þúsund íbúa; sem gæti þýtt u. þ. b. 50 lögreglumenn á vakt, m. v. 8 tíma vaktir.

Einnig ætti að gera kröfu til þess að allt það fé sem lögreglan innheimtir vegna umferðarlagabrota, fari til reksturs umferðaeftirlits og forvarna.

Hættum að liggja veinandi undan því þegar fólkið sem er að vinna fyrir okkur, og við borgum launin fyrir, sparkar í okkur og treður á okkur, vegna eigin metnaðar eða flokkshollustu. Rísum upp og búum til það þjóðfélag sem okkur líður vel að lifa í.                 


mbl.is 14 lögreglumenn á vakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Holl og góð lesning.  Þessi grein ætti að vera skyldulesning á Alþingi og víðar.

Jóhann Elíasson, 16.7.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

..sammála Jóhanni.

Eða kannski bara selja skammbyssur í Byko með skotfærum og svo verður bara hver og einn að sjá um sína eigin varnir..yrði eitthvað vesen fyrst og svo vendist fólk þessu...það væri hægt að spara næstum alla lögreglu á Reykjavíkursvæðinu með þessu fyrirkomulagi...segi bara svona..

Óskar Arnórsson, 16.7.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir innlitið og álitið strákar, bæði Jóhann og Óskar.  Takk, takk.

Guðbjörn Jónsson, 16.7.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband