17.7.2008 | 11:51
Vanda þarf andóf svo vel takist
Ég hef fullan skilning á baráttu og markmiði Ásmundar, en bendi á að þetta hefur verið reynt áður og menn hlotið dóm fyrir. Á ég þar við svonefnt Vatneyrarmál.
Ég hef ítrekað bent á að erfitt er að vinna máli framgöngu með því að gerast sjálfur brotlegur gegn gildandi lögum. Hitt er annað, að möguleiki er í einstöku tilfellum, að skapa sér ákveðna varnarstöðu gegn óréttlátum lögum og stjórnvaldsaðgerðum. Slíkt þarf að gera áður en gripið er til aðgerða gegn sjálfum lögunum.
Ásmundur hafði allar forsendur til að skpa sér þá varnarstöðu sem ég vísa til. Hann mun hafa verið sjómaður í áratugi og skip hans hafði haft kvóta. Þegar hann keypti bátinn Júlíönu Guðrúnu, þurfti hann einungis (formsins vegna) að sækja um kvóta, til að fyrir lægi að hann vildi fá úthlutað aflaheimild. Fiskistofa hefði, eins og venjulega, hafnað þeirri umsókn og þá höfnun hefði Ásmundur þurft að kæra til sjávarútvegsráðherra; sem vafalaust hefði líka hafnað.
Eftir höfnun ráðherra, hefði Ásmundur þurft að rita sjávarútvegsráðherra bréf, þar sem hann rökstyddi rétt sinn til sjósóknar, sem hefði verið aðalatvinna hans í áratugi. Í því bréfi hefði hann gefið ráðherra svigrúm, segjum 2 - 4 vikur, til að staðfesta heimild hans til sjósóknar á umræddum bát, með ákveðnum mörkum um útgerðarhætti, s. s. að hann væri einn á bátnum eða að einungis væri með honum maður / menn sem hefðu haft sjósókn að lífsstarfi eða um ákveðinn árafjölda. Taka hefði þurft fram, að ef engar heimildir yrðu veittar innan tiltekinna tímamarka, mættu stjórnvöld búast við að hann neytti sér neyðarrétt sinn til ástundunar lífsstarfs síns, og mundi fara að róa til fiskjar á bátnum sínum, þó honum hefði ekki verið úthlutað aflaheimildum. Afrit af bréfi þessu hefði hann þurft að senda forsetum Alþingis og sjávarútvegsnefnd þess, til upplýsingar um stöðu mála.
Með þessari forvinnu, og síðan einfaldi tilkynningu til sjávarútvegsráðherra um dagsetningu þess er hann byrjaði sjósókn, hefði hann hafi fullan varnarstyrk af því áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna sem nú er iðulega vísað til.
Ég óttast mjög, að mál Ásmundar fari sömu leið fyrir dómstólum og Vatneyrarmálið, vegna framangreinds skorts á forvinnu; þó ég viti að sjálfsögðu ekki nákvæmlega hvernig forvinnu þessara mótmælaaðgerða var háttað. En í huga mínum og hjarta styð ég viðleitni Ásmundar til að knésetja það óréttlæti sem í kvótakerfinu er framkvæmt.
Bátur á ólöglegum veiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Enski boltinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 165770
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Sæll Guðbjörn,
þú ert algör snillingur í þessu enda fáir stúderað kerfið jafn vel og þú hefur gert. Endilega vertu í sambandi við Ásmund til að upplýsa hann um þetta, þú ættir jafnframt að vera í sambandi við Jon Magg.
Mig langar líka að benda þér á undirskriftalistann http://www.petitiononline.com/asmundur/petition.html
(reyndar þyrfti að laga málfarið þarna en við tökum viljann fyrir verkið)
Sigurður Þórðarson, 17.7.2008 kl. 12:18
Sæll Sigurður! Takk fyrir innlitið og kommentið.. Ég hélt að þetta hefði komist til Ásmundar því það var haft sambandi við mig í voru vegna samskonar aðgerða; og var hann nefndur sem einn þeirra sem ætluðu að veiða. Ég er búinn að tyggja þessa þessa þætti í fólk í heilan áratug en af einhverjum ástæðum virðist fólk ekki vilja ná árangri í þessari baráttu, því miður.
Heyrumst síðar.
Guðbjörn Jónsson, 17.7.2008 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.