17.7.2008 | 13:20
Gera ekki greinarmun á eign eða veltu
Það er sorglegt þegar blaðamenn hafa ekki vit á hvað þeir eru að segja. Það er nú þegar vitað, að skuldir Íslendinga erlendis eru yfir 5000 milljarða. Af þeirri ástæðu er hæpið að tala um BEINA EIGN Íslendinga erlendis.
Hið rétta væri að fjármunavelta Íslendinga á eignamarkaði erlendis væri 1.732 milljarðar, sem þýddi þá að skuldir Íslendinga erlendis, umfram eignamyndun, væru vel á fjórða þúsund milljarðar.
Af fréttum undangenginna ára hefur verið augljóst að meginhluti svokallaðrar útrásar Íslendinga hefur verið framkvæmd með skuldsetningu, ef frá er talin fjárfesting lífeyrissjóðanna.
Það er dapurlegt ef einn virtasti og vandaðasti fjölmiðill landsins hefur ekki á að skipa fólki með raunverulega þekkingu á fjármálum, en byggir fréttaflutning sinn á villandi og röngum upplýsingum.
Við þurfum ekki fleiri villuljós í Íslensku efnahagslífi.
Ein og hálf landsframleiðsla í erlendum eignum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
..a.m.k. tveir þriðju hlutar af skráðum skuldum, þ.e. 5000 milljarðar eru bara platskuldir sem menn í aðstöðu til þess hafa komið undan kerfinu. Að sjálfsögðu lenda skuldirnar á þjóðinni, enn peningarnir eru enn til. Bara í höndunum á skúrkum aftengdir frá opinberum tölum..allskonar fyrirtæki erlendis, með lánuðum nöfnum, baksamningar....allt sami hópurinn og ekkert sérlega stór..Ísland er svona Enron dæmi að mínu mati...takk fyrir góðan pistil að venju.
Óskar Arnórsson, 19.7.2008 kl. 04:40
Ég trúi öllu á þá, því ég hef margoft séð þá rugla saman veltu og hagnaði. Hvort tveggja tilheyrir Rekstrarreikningi þannig að það er frekar hægt að skilja svoleiðis rugl en þegar menn blanda saman eign, sem tilheyrir Efnahagsreikningi og svo veltu, sem tilheyrir Rekstrarreikningi, þá er málið orðið mun alvarlegra. Kannski hefði átt að ráða Tryggva Þór Herbertsson á mbl.is?
Jóhann Elíasson, 20.7.2008 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.