21.7.2008 | 14:42
Mun Evran og EB bjarga efnahag okkar??????????
Ég velti fyrir mér hvað valdi því að flest helstu samtök vinnumarkaðarins kalli eftir aðild að Evrópusambandinu og að við skiptum út krónunni okkar í staðin fyrir Evru. Er hugsanlegt að glámskyggni á þessa þætti sé svipað og á aðdraganda þeirrar kreppu sem nú er að þrengja að okkur?
Flestir sem LÆSIR eru á raunverulega verðmætamyndun í viðskiptaheiminum voru, í meira en áratug, búnir að fylgjast með þessari kreppu þokast að viðskiptalífinu, hægt en markvisst. Margir voru búnir að vara við þessari þróun, en þeir voru sagðir af gamla skólanum. Nú væru komnir nýir tímar, með nýjum hagfræðikenningum. Útþennsla og vöxtur hagkerfa yrði í gegnum aukna þjónustu og ferðamensku. Gamla hugsunin um að stækka hagkerfið með því að auka tekjur þjóðfélagins, var sagt úrelt og ætti ekki lengur við.
Eins og endranær, hefur minnimáttarkennd okkar orðið til þess að við höfum stillt okkur upp í fremstu víglínu þeirra sem mestan óraunveruleika framkvæma. Við verðum helst alltaf að eiga metið, jafnvel í vitleysunum. Þess vegna eru við, sem fyrir rúmu ári síðan töldum okkur með ríkustu þjóðum heims, nú að horfast í augu við efnahagslegt afturhvarf sem líklega mun nema 30 til 40 árum, samhliða miklu skuldabasli.
Á þessum tíma höfum við rekið frá okkur fjölda hugmynda sem hefðu geta aukið gjaldeyristekjur okkar verulega. Ef vel hefði verið á spilum haldið, værum við líklega með framleiðslu á vörum sem hefðu stöðuga eftirspurn, því þær hefðu annars vegar tengst frumþörfum mannsins en hins vegar grundvallarþáttum nýsköpunar og framþróunar.
Í stað þeirrar framþróunar, veðjum við enn einu sinni á afurð sem af ýmsum ástæðum er með sérstaklega valt veraldargengi. Samdráttur verður í notkun áls, bæði vegna almenns samdráttar í efnahag vesturlanda, sem t. d. mun valda gjaldþrotum margra flugfélaga. Þannig mun eftirspurn eftir flugvélum dragast verulega saman. Þá mun þurfa að farga miklum fjölda flugvéla sem þegar hafa verið smíðaðar, með því að bræða þær upp aftur og nota það ál í aðrar nýsmíðar. Auk þess mun innan skamms tíma koma í magnframleiðslu efni sem er léttara og sterkara en ál, sem mun víkja álinu verulega til hliðar. Við þessar aðstæður, sem og aðrar sem utan á þetta prjónast, mun verð á áli líklega lækka verulega á komandi árum; sem aftur mun þýða fyrir okkur verulega lækkun raforkuverðs eða lokun álbræðslna. Allt stefnir því í enn eitt tekjuhrunið hjá þessari þjóð.
Af álíka þekkingarleysi sem því að menn sáu ekki kreppuskýið hvolfast yfir veröld sýndarmennskunnar, telja menn nú öll okkar vandamál leysast með því að taka upp Evru í stað krónunnar okkar. Slíkt er mjög mikill skortur á skilning á eðli viðskiptamyntar. Krónan veldur engum verðbreytingum á sjálfri sér. Það er þeir sem nota krónuna til að skapa sér aðstöðu, sem valda verðbreytingunum. Þess vegna verða menn að byrja á því að sýna að þeir geti rekið þjóðfélagið innan jafnvægis á verðmæti krónunnar. Ef þeir geta það ekki, geta þeir ekki heldur rekið þjóðfélagið með mynt sem þeir geta ekki breytt verðgildi á. Dæmið er í raun ekki flóknara en það.
Ásóknin í aðild að Evrópusambandinu er einnig óskiljanleg; nema lesa eigi úr henni uppgjöf á því að reka hér fjárhagslega sjálfstætt þjóðfélag. Ásókn í aðild að EB hefur yfirleitt komið frá fátækum ríkjum, sem þarfnast styrkja. Getur verið að hópur stjórnmálamanna og ráðamenn atvinnu- og viðskiptalífs okkar, sjái enga leið til að reka hér blómlegt og fjárhagslega sjálfstætt þjóðfélag? Eru þeir að reyna að komast hjá því að viðurkenna vanmátt sinn, með því að telja þjóðina á að ganga aftur undir ok stjórnþjóðar?
Margt bendir til að tæknilega séð, sé EB líklega gjaldþrota. Mörg ár munu vera síðan þeir gátu ekki lengur lagt fram endurskoðuð ársruppgjör, vegna þess að endurskoðendur treystu sér ekki til að skrifa upp á uppgjörið. Þetta fellur að þeirri mynd sem við blasir. Fyrir meira en áratug var farið að tala um fjárhagsvanda þessara samtaka. Síðan þá hefur fjöldi aðildarríkja nánast tvöfaldast og öll viðbótarríkin verið fátæk ríki sem þurft hafa mun hærri styrki en þau hafa greitt í aðildargjöld. Og þau ríki sem eru í biðsal aðildar, eru einnig í þörf fyrir framlög.
Innan sjóndeildarhrings EB er eitt ríki sem gæti fært þeim smáupphæð í skuldahýtina; auk þess að hafa yfir að ráða dýrmætum auðlindum til lands og sjávar, sem EB hefur mikla þörf fyrir. Þetta ríki er Ísland. Vegna þessara verðmæta Íslands fyrir EB, hafa þeir um langa hríð kostað heilaþvott á nokkrum hópi ungra bláeygra sakleysingja, sem dreymir um að vera með í hópi stóru strákanna (stóru þjóðanna), þar sem þau ráða ráðum sínum um landfræðilega samskiptahætti þar sem lönd þeirra liggja saman.
Ísland er eyja; fámenn eins og þorp eða bæjarhverfi í Evrópu. Öll okkar hagsmunamál lúta að því hvernig við nýtum auðlindir okkar, okkur til framfæris. Og hvernig við lifum hér áfram í samfélagi sáttar og friðsemdar. Vopnaskak, ættflokkaerjur, flokkun fólks í tignarþætti, auk baráttu gegn spilingar og hryðjuverkahópum, ætti að geta verið fjarlægt okkar samfélagi. Við höfum öll þau viðskiptasambönd við EB sem við höfum þörf fyrir og þjóðina skortir í raun EKKERT frá Evrópusambandinu.
Í hvað er sótt? Jú, nokkur hópur grunnhygginna bláeygra sakleysingja, með kóniska minnimáttarkennd, mæna með glampa í augum til þeirrar ímynduðu velsældar að fá að sitja við fundarborð og taka þátt í kokteilboðum og ráðstefnum með stóru strákunum í Evrópu. Í hillingum ímyndaðrar upphefðar, líta þeir það léttvægt þó áratuga erfiði forfeðra þeirra við að losa þjóð okkar úr fjötrum og ánauðar stórþjóðar, verði kastað fyrir róða. Þeir fengu að sitja við borðið þar sem teknar voru ákvarðanir um samskiptahætti samliggjandi þjóða á fastalandi Evrópu. Íslenskir sérhagsmunir verða þar sjaldan ræddir. Þjóðin er svo lítil að hennar málefni verða yfirleitt rædd í pakkaafgreiðslum jaðarþjóðflokka.
Skildi Jón Sigurðsson ekki skammast sín fyrir þessa afkomendur samferðamanna sinna?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:56 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Jón Sigurðsson ? Voru það ekki straumar þjóðfélagsbreytinga í Evrópu sem urðu honum aflgjafi til baráttu nýrra tíma fyrir Ísland. Allur nútíma samanburður við Jón Sigurðsson og þeirra tíma sem hann lifði og starfaði - er óraunsær
Þetta finnst mér.
Sævar Helgason, 21.7.2008 kl. 15:33
Sæll Sævar! Takk fyrir þessa athugasemd. Takk fyrir innlitið.
Straumar þjóðfélagsbreytigna eru og verða ævinlega til staðar; ekki síst þar sem efnahagslegt og menningarlegt umhverfi skarast eða er undir auknum áhrifum vegna nábýlis. Vel getur verið að lesa megi úr sögu Jóns Sigurðssonar áhrif frá stöðu mála í Evrópu og nærveru hans við þá strauma. Hins vegar verður því tæplega mótmælt að hann nýtti hæfileika sína fyrst og fremst til eflingar sjálfstæðis þjóðar sinnar. Hann sýndi það greinilega að hann sóttist ekki eftir sætum eða vegtillum hinna stóru, á kostnað farsældar þjóðar sinnar eða sjálfsákvörðunarréttar.
Liggur ekki þar megin munurinn, því grundvallarþættir fjárhagslegs sjálfstæðis og sjálfsákvörðiunarréttar breytist ekki, þó yfirborðsstraumar breyti litrófi og lögun.
Guðbjörn Jónsson, 21.7.2008 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.