Þeir eru greinilega fyrst og fremst á höttum eftir athygli fjölmiðla

Það virðist enginn skýr málstaður vera hjá þessu flökkuliði; einungis að skapa hættu og óþægindi. Meðan það dugar til að koma þeim í umfjöllun fjölmiðla, sitjum við líklega uppi með þessar uppákokmur.            
mbl.is Mótmæli við Grundartanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég get ómögulega séð hættuna sem felst í því að leggjast á vegina 20 manns hlekkjaðir saman,ef að bílstjóri getur ekki séð þennan farartálma í tæka tíð þá er það orðið frekar vafasamt að láta þann bílstjóra halda ökuskírteininu.

en auðvitað á fólk ekki að valda "óþægindum" einsog við höfum ekki kappnóg af þeim hér fyrir.

siggi (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 16:23

2 identicon

Að sjálfsögðu er aðalmarkmiðið að vekja almenning til vitundar um þau voðaverk sem framin eru í nafni þessara fyrirtækja. Góð leið til þess er í gegnum fjölmiðla og þar ber netmogginn af, þar sem urmull moggabloggara sér um að halda umræðunni vakandi. Hún er ekki alltaf málefnaleg en rangfærslur hafa þann kost að þær má leiðrétta og skítkast dæmir sig sjálft.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 16:26

3 identicon

Athyglissjúkt pakk

spritti (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 16:49

4 identicon

Guðbjörn, málstaðurinn er skýr en að mínum dómi eru mótmælendur að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur.

Eva er búin að útskýra málstaðinn fyrir mér og ég get alveg tekið undir það með henni að ef hinir gagnrýndu aðilar/stóriðjufurstar viðhafa vafasamar aðferðir á Jamaica, Kongó, Mexico, Indlandi og áreiðanlega víðar sé  fullkomlega réttlætanlegt að gagnrýna og reyna að koma á úrbótum.

En ég fer ekki ofan af því að það er verið að gelta upp í skakkt tré...

Kolbrún Sig (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 16:58

5 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæl Eva!   Ég dreg stórlega í efa að almenningur verði upplýstari um voðaverk í nafni þessara fyrirtækja í öðrum löndum, þó hópur ykkar fólks valdi fólki hér á landi óþægindum og hættu. Ákvarðanir um hin meintu voðaverk eru ekki tekin af þeim sem um veginn til Grundartanga fara; liklega frekar að þær ákvarðanir séu teknar á aðalskrifstofum þessara félaga í öðrum löndum. Það er áreiðanlega enginn sem um Grundartangaveg fer þessa dagana sem hefur minnstu möguleika á að hafa áhrif á þá þætti sem þið segist vilja mótmæla, þannig að þið beinlínis takið ferðafrelsið af þessu fólki, til að nota það sem vopn í ykkar baráttu.

Af hverju mótmælið þið ekki við aðalskrifstofur þessara félaga, þar sem völdin eru til að gera þær breytingar sem þið farið fram á? 

Guðbjörn Jónsson, 21.7.2008 kl. 17:39

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyrir innlitið Kolbrún.. Ég er sammála þér með - skakka tréð..

Guðbjörn Jónsson, 21.7.2008 kl. 17:40

7 identicon

"Af hverju mótmælið þið ekki við aðalskrifstofur þessara félaga, þar sem völdin eru til að gera þær breytingar sem þið farið fram á? "

Við höfum líka gert það, en við erum fátæk og fáliðuð og eina leiðin til þess að fá þessi fyrirtæki til að hlusta er þrýstingur frá almenningi. Til þess að almenningur slái á putta stjórnvalda og glæpafyrirtækja, þarf hann að vita um hvað málið snýst og til þess þarf að vekja athygli.

Beinum aðgerðum hefur verið beitt í öllum stærstu réttlætismálum sögunnar og ég er sannfærð um að hreyfingar á borð við PETA hefðu aldrei náð neinum árangri með því einu að skrifa bréf eða standa með mótmælaskilti við skrifstofur fyrirtækja. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:02

8 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Kæra Eva! Ég verð að viðurkenna að ég dáist nokkuð að orku þinni og elju, til að vinna þínum málstað framgöngu. Ég verð einnig að viðurkenna að ég hefði gjarnan viljað sjá orku þína beinast í farveg sem líklegri væri til að skila árangri. Þau sannindi eru eldri okkur báðum til samans, að barátta gegn stjórnvöldum, sem ekki nýtur velvilja almennings, skilar ekki tilætluðum árangri. Þetta sýndu nú síðast mótmæli vörubílstjóranna nú í vor. Því miður hefur framganga ykkar frekar fengið fólk upp á móti málsstað ykkar, en að auka honum fylgi. Slík er óheppilegt því margt í málsstað ykkar gæti hlotið hljómgrunn fjöldans, ef vel væri á haldið.

Þó baráttan sé atrenalíngjafi, er þreytandi að berjast við vindmyllur og sjá engan raunhæfan árangur.

Guðbjörn Jónsson, 21.7.2008 kl. 18:29

9 identicon

Hvað hefur þú fyrir þér í því að við höfum frekar fengið fólk upp á móti okkur?

Okkar reynsla er sú að almenningur fær meiri skilning á aðgerðum okkar og sýnir okkur meiri stuðning með hverju árinu. Lögreglan er m.a.s. líka farin að átta sig á því að við erum ekki ofbeldisfólk og gengur ekki fram af nærri sömu hörku og fyrsta árið. Fólk úr öðrum umhverfisverndarhópum sem var mjög tortryggið gagnvart okkur fyrir 2 árum, hefur lýst yfir áhuga á að vinna með okkur.

Getur þú vísað í einhverjar kannanir eða önnur gögn sem sýna fram á að við höfum fengið einhverja upp á móti okkur sem hefðu stutt okkur ef við létum skiltaburð og slagorðahróp nægja, eða er þetta bara eitthvað sem þú hefur á tilfinningunni?

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 18:47

10 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Kæra Eva!  Ég talaði nú aldrei um að láta skiltaburð og slagorðahróp nægja. Það kemur úr hugarheimi þínum. Leiðir til að vinna málstað sínum brautargengi eru margar en fæstar þeirra liggja á þann veg að ögra þeim sem ekkert hafa á hluta manns gert. Það fengu vörubílstjórar að reyna, þó málstaður þeirra væri almenningi til hagsbóta.

Gæta ber þess líka, að það eru takmörk fyrir því hve oft lögreglan getur sýnt umburðarlindi gagnvart því að lög séu brotin.

Það er tilfinning sem þú hefur fyrir því að þið njótið mikils stuðnings, engar rannsóknir eða kannanir. 

Fyrirgefðu að ég svaraði ekki fyrr. Ég var nefnilega í matarboði. 

Guðbjörn Jónsson, 21.7.2008 kl. 22:42

11 Smámynd: Árni Gunnarsson

Aldrei var ég nú mikill íþróttamaður á hálum ísi og þó ég hafi nú varla miklu bætt við þá hæfileika með aldrinum ætla ég að hætta mér út á svellið.

Ég geri mér grein fyrir að nú lifi ég á kynslóð auglýsinganna. Ekki get ég sagt að mér hugnist það svo mjög en fæ bara engu um það ráðið. Í hinni stórmerku bók Draumalandinu eftir Andra Snæ rakti hann nokkuð uppruna súrálsins, þessa baneitraða hráefnis sem flutt er hingað til lands í þúsunda tonna vís hvern mánuð ef ég man rétt. Hann rakti einnig nokkuð þær miður geðslegu samfélagsaðgerðir sem álrisarnir beita í námuhéruðunum á Jamaica. Ekki hugnaðist mér sá lestur jafnvel þó eitthvað væri nú ýkt, sem ég veit ekkert um.

Svo undarlegt sem það nú kann að vera þá hef ég hvergi séð umfjöllun um þennan þátt álframleiðslunnar, utan það litla sem ég hef lagt til hér á blogginu og engir hafa séð ástæðu til að gera neitt með. Mér finnst þó full ástæða til að vakin sé á því athygli.

Ekki þekki ég til þessara mótmælenda og ber enga ábyrgð á þeim. En ég leyfi mér að vona að þessi kjánalega aðferð þeirra verði til þess að einhverjir fari nú að hugleiða að það eru á hverju máli fleiri hliðar en ein. Og að á stundum er leitast við að skýla dökkum hliðum.

Ég læt mig varða um það ef fluttir eru til Íslands margir skipsfarmar af mannlegri þjáningu og kúgun- jafnvel þó það sé gert í þágu íslensks hagvaxtar.

Bestu kveðjur!

Árni Gunnarsson, 21.7.2008 kl. 23:35

12 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Árni! Þakka þér fyrir innlitið og álitið, og fyrirgefðu hvað ég svara seint. Fór snemma í rúmið í gærkveldi.

Líklega veist þú að ég hef ekki mikið dálæti á álverum og ég las einnig Draumalandið hans Anda Snæs. Þar voru lögð fram skotheld rök sem erfitt var fyrir álverssinna að andmæla. Mér finnst það miður að hin mikla vinna sem Andri lagði í heimildaöflun og framsetningu skýrra raka gegn álbræðslunum, skuli ekki hafa verið nýttur betur en raun ber vitni. Ég hef verið með hugann á öðrum vígstöðvum, eins og þú veist, og heilsa mín ekki leyft mikil átök undanfarin ár.

Mig hefur stórlega undrað hve lítil umræða hefur skapast um ENSÍM vinnslu hér á landi. Ensím er tvímælalaust eitt af mikilvægu efnum framtíðarinnar, sem notað er í iðnaði, matvælaframleiðslu, lyfjaframleiðslu, snitirvörur o. fl. Það er hægt að framleiða þessi efni úr fiskúrgangi, sem annars er hent. Einnig er hægt að vinna hitakærar örverur úr hverum landsins; auk djúpsjávarörvera, sem komu í ljós við rannsóknir á hverum á hafsbotni út af Norðurlandi, fyrir nokkrum árum.

Hér er verið að tala um vörur sem eru lífrænar, framleiddar án mengunar eða skemmda á náttúrunni. Sterkar líkur benda einnig til að 1 kg. af ensímum mundi skila hærri fjárhæð í þjóðarbúið en eitt tonn af áli. Þessar vörur væru einnig léttar í útflutningi, þar sem þær væri hægt að senda með flugi; jafnvel daglega.

Það fyllir mig ævinlega mikilli sorg þegar maður horfir á hve jábræðrahópur vitleysubandalags stjórnmálamanna, bera litla umhyggju fyrir komandi kynslóðum þessarar þjóðar. Ég lifi nú ekki marga áratugi í viðbót, svo þetta bitnar lítið á mér. En mér finnst afkomendur núverandi þegna þessarar þjóðar, eiga mikið betra skilið en þeim er nú búið, af hreinu hugsunarleysi.

Lifðu heill.

Guðbjörn Jónsson, 22.7.2008 kl. 12:47

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér Guðbjörn. Mér þótti vænt um að sjá þig minnast á ensímið og svo hitakærar örverur. Þá má jafnframt benda á þörungaframleiðslu á stöðum eins og t.d. Reykjanesi við ísafjarðardjúp. Það er svo ótal margt til af litlum tækifærum sem unnt væri að þróa til atvinnu- og verðmætasköpunar.

Þessar ódýru stórlausnir eru búnar að drepa allan skapandi mátt hugmyndanna. Fólk er svo latt og leiðitamt að það vill láta stjórnvöld hugsa fyrir sig svo það geti horft á enska boltann í friði. 

Í dag sýnist mér þó nærtækast af öllu að auka þorskkvótann verulega.

B.kv.

Árni Gunnarsson, 22.7.2008 kl. 21:57

14 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sammála þér Árni.  Takk fyrir góða punkta.

Guðbjörn Jónsson, 23.7.2008 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 165770

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband