Ætli þeim takist að þvinga Ásmund til að kaupa kvóta???

Þetta er nokkuð merkilegur slagur sem einstaklingur tekur þarna við kerfi sem  ekki byggir framkvæmd sína á lagaheimildum.

Það er gott og blessað, og alveg nauðsynlegt, að hafa stjórn á því magni sem veitt er.  Það er einnig alveg nauðsynlegt að þeir sem eiga að hafa eftirlit með að lögum sé framfylgt, séu ekki sjálfir staðfastir gerendur í lögbrotum, en því miður er það svo um Fiskistofu.

Samkvæmt lögum um fiskveiðistjórnun, skal Fiskistofa hafa eftirlit með framkvæmd laganna. Þar segir að flutningur aflamarks milli skipa taki ekki gildi fyrr en Fiskistofa staðfesti flutninginn.

Athygli er vakin á því að lögin tala ekki um SÖLU aflamarks milli skipa. þau tala einungis um FLUTNING aflamarks milli skipa. Af hverju skildi það vera.

Í þessu tilfelli erum við að tala um svokallað krókaaflamark, því bátur Ásmundar er krókaaflamarksbátur.  Í lögunum er skýrt tekið fram hvernig megi nýta svonefnt krókaaflamark.  Þar segir svo í 7. gr. laganna:

“Krókaaflamark er óheimilt að nýta á annan hátt en við línu- og handfæraveiðar.”

 Þetta er afar skýrt. Það er sem sagt algjörlega óheimilt að nýta úthlutað krókaaflamark á þann veg að SELJA aflamark til annars báts, sjálfum sér til tekjuöflunar. Krókaaflamarkið má einungis nýta til veiða með línu eða handfærum.

Athygli vekur að sölur á krókaaflamarki hafa lengi farið fram, staðfestar og skráðar af Fiskistofu, sem á að sjá til þess að lögin um fiskveiðistjórnun séu virt.

Er það ekki svolítið skondið að þeir sem virðast stunda það að brjóta þessi ákvæði laganna um fiskveiðistjórnun, skuli hugsanlega verða ákærendur Ásmundar fyrir sínar fiskveiðar?       


mbl.is Ásmundur mótmælir enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband