7.8.2008 | 13:52
Getur verðgildi gjaldmiðils verið misjafnt milli tveggja viðskiptaaðila í sama landi
Í hart nær þrjá áratugi höfum við reynt, það sem kallað er, að tryggja ákveðnum aðilum verðgildi gjaldmiðils okkar með tilteknum aðferðum. Þessar aðferðir hafa aldrei verið raunprófaðar, eða áhrif þeirrar á afkomu þjóðarinnar rannsakað. Hvers vegna ætli það sé svo? Ég tel mig vita það, en geri það ekki opinskátt meðan fólk er að brýna sellurnar.
Byrjum á því að velta fyrir okkur hver eru hin raunverulegu verðmæti krónunnar okkar; og hvort nauðsynlegt sé að verðgildið sé bara eitt, eða hvort þjóðin geti haft mörg verðgildi krónunnar. Kannski líkt og þegar ærgildi voru verðmætisviðmið. Þá gat eitt ærgildi haft mismunandi verðgildi, eftir landshlutum, héruðum eða jafnvel bændum.
Í fjölþættu viðskiptasamfélagi nútímans, er nauðsynlegt að verðgildi gjaldmiðilsins sé aðeins eitt, og það gildi um öll viðskipti sem gjaldmiðillinn er notaður við. Mikilvægt er að allir viti fyrirfram hvert verðmæti hverrar krónu er; sama hvort hún er að koma inn á heimili / fyrirtæki, eða hún sé að fara út.
Þó við höfum talið okkur reka nútímalegt fjölþætt viðskiptasamfélag undanfarna þrjá áratugi, höfum við ekki haft eitt og sama verðgildið á krónunni fyrir alla landsmenn og þar með líklegast brotið stjórnarskrá um að allir skuli jafnir fyirr lögunum. Við höfum veitt þröngum afmörkuðum hópum lagaheimild til að krefjast hærra verðs en almennt gerist í viðskiptum manna í milli innan samfélagsins, fyrir hverja krónu sem þeir geyma í banka eða lána. Lítum hér á litla dæmisögu:
Fyrirtæki sem smíðar skrifstofuhúsgögn, annarskonar húsgögn og innréttingar, var að endurnýja vélakost sinn. Til að fjármagna það fengu þeir 6 milljóna króna lán í bankanum sínum til fimm ára, (60 mánaða) með mánaðarlegum afborgunum, (að frádregnum lántökukostnaði 5.780.000). Skömmu eftir að nýja vélasamstæðan er komin í gang, ákveður bankanum að skipta um skrifstofuhúsgögn og innréttingar í nokkrum útibúum. Þeim lýst vel á framleiðsluna hjá þessu umrædda fyrirtæki og gera samning um kaupin hjá þeim. Vörurnar átti að afhenda í fjórum áföngum á tveimur árum. Samningurinn var 5,8 milljónir króna, eða nánast sama upphæð og lánið sem þeir höfðu fengið til að kaupa vélarnar sem þeir endurnýjuðu, svo þetta leit bara vel út.
Í 36. mánuði eftir lántökuna, er afgreiddur síðasti hluti pöntunarinnar til bankans og lokareikningur gerður til greiðslu á síðasta fjórðung samningsins, kr. 1.450.000. Rífandi gangur hafði verið hjá fyrirtækinu eftir komu nýju vélanna og á þessum tíma hafði safnast lausafjárstaða hjá því uppá 1,1 milljón. Þar sem 3,6 milljónir höfðu verið greiddar af láninu (upphaflega 6 milljónir) ákvað eigandi fyrirtækisns að greiða bara upp þessar 2,4 milljónir sem eftir væru af láninu, en þá kom babb í bátinn. Krónurnar sem hann hafði fengið að láni hjá bankanum höfðu gengisfallið um 11% á þessum tveimur árum, þannig að í stað þess að borga 2,4 milljónir sem eftirstöðvar lánsins, yrði hann að borga 3.062.000. það værum eftirstöðvar lánsins nú.
Eigandi fyrirtækisins varð hissa og spurði:
Fyrst gengi krónunnar rýrnaði þetta á þessum tíma, þá hljóta krónurnar í samning mínum við bankann líka að hafa rýrnar um 11% og lokagreiðslan ætti því að vera 660 þúsundum hærri.
Bankamaðurinn sagði svo ekki vera. Þessi gengislækkun krónunnar hefði eingöngu orðið hjá bönkum og öðrum lánastofnunum.
-------
Þetta er svolítið öðruvísi vinkill á vitleysuna sem kölluð er verðtrygging. Kannski væri betra að tala um þetta sem gengisfellingu lánastofnana á krónunni, frekar en tala um þessa vitleysu sem verðtryggingu.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.