12.8.2008 | 21:50
Vegna ummæla í bréfi LHG skrifaði ég Siglingastofnun
Í bréfi Landhelgisgæslu kom fram að Siglingastofnun að réttindalausir menn væru skipstjórar á fiskibátum við sjóstandaveiði. Slíkt er langt utan allra laga, þess vegna var stofnuninni skrifað eftirfarandi bréf
Siglingastofnun Ísalnds,
Hr. Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri.
Vegna fyrirhugaðrar fyrirspurnar til Umboðsmanns Alþingis, vegna umdeildra fiskveiða hóps krókaleyfisbáta frá Vestfjörðum, í eigu fyrirtækjanna Hvíldarkletts ehf. og Sumarbyggðar ehf. er óskað eftirfarandi upplýsinga.
Í svari frá Landhelgisgæslunni með bréfi dags. 11. ágúst 2008, vegna fyrirspurnar þangað, komu eftirfarandi upplýsingar fram.
"Fyrirtækin sem gera út frístundafiskiskipin gera það með fullri vitund Siglingastofnunar og Fiskistofu og fagráðuneyta samgöngu- og sjávarútvegsmála."
"Landhelgisgæslan hafði samband við Siglingastofnun og samgönguráðneytið vegna frístundafiskiskipanna og afstaða ráðuneytisins var sú að frístundafiskveiðimenn þyrftu ekki réttindi skv. 30/2007 til að sigla þessum bátum."
Hér með óskast staðfesting Siglingastofnunar á því hvort það sem fram kemur í bréfi Landhelgisgæslunnar sé rétt.
1. Er það rétt að allir bátar þessara fyrirtækja, sem um er rætt, og eru, hver um sig, meira en 6 metra fiskibátar, skráðir hjá Fiskistofu sem krókaleyfisbátar, með veiðileyfi í krókaaflamarki, séu með vitund og samþykki Siglingastofnunar gerðir út sem "frístundafiskiskip"?
2. Frístundafiskiskip, sem flokkun skipa, finnst ekki í neinum lögum. Á hvaða lagaheimildum byggir Siglingastofnun samþykki sitt fyrir útgerð þessara skipa. Útskýringar óskast ásamt afriti viðkomandi lagaákvæðis.
3. Á grundvelli hvaða lagaákvæðis er byggð sú afstaða Siglingastofnunar að á bátum Hvíldarkletts ehf. og Sumarbyggðar ehf. þurfi ekki skipstjórnar- vélstjórnar- eða öryggisréttindi til siglingar á bátum, sem allir eru yfir 6 metra langir hver?
Vænti svara við þessu hið fyrsta. Svarið má senda á netfangið gudbjornj@internet.is
Reykjavík 12. ágúst 2008
Guðbjörn Jónsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 165772
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þú átt ekki eftir að fá neitt svar frá þessri stofnun! Ég get sýnt þér ýmis bréf sem ég hef skrifað til þeirra og þau fáu svör sem ég píndi úr þeim...
Takk fyrir góða færslu og ég get bara sagt við þig Guðbjörn minn, að væntingar í þessa átt er eins þú myndir senda bréf til Rússlands á íslensku..
Enn að þú hafir rétt fyrir þér er engin vafi...
Óskar Arnórsson, 13.8.2008 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.