15.8.2008 | 18:01
Munu skuldir fólks á Bretlandi hækka nú þegar pundið fellur ?????????
Örlítið til umhugsunar fyrir þá sem hafa haldið því fram að aðferð okkar við svokallaða verðtryggingu sé svipuð því sem gerist annars staðar.
Lítum aðeins á hið klassíska dæmi um kaffipakkann. Fylgjendur verðtryggingarinnar halda því fram að ef þeir láni aðila hér á landi fyrir einum pakka af kaffi til fimm ára, þá eigi þeir að fá til baka einn pakka af kaffi + vexti. Ef kaffið hækkar frá framleiðendum, vegna uppskerubrests eða t. d. hækkunar dollarans, þá skuli skuldir Íslendinga við íslenska banka eða íslenska lánadrottna, einnig hækka að sama skap og verða fleiri ísl. krónur.
Ef þetta væri rökrétt, þá ættu nú allar skuldir Breta að hækka, vegna þess að dollarinn var að styrkjast gagnvart pundinu (ef þannig er á það litið), eða að pundið var að falla gagnvart dollar, eins og segir í fréttinni.
Gengisfall pundsins mun að sjálfsögðu ekki breyta neinum um upphæð skulda fólks í Bretlandi. Hver sá sem skuldaði 1.000 pund áður en pundið féll gagnvart dollar, skuldar enn hin sömu 1.000 pund þó dollarinn sé nú orðinn dýrari en hann var áður.
Þeir sem einhverja skýmu hafa um rekstur fjárhagslega sjálfstæðs þjóðfélags, vita að það er ekki gjaldmiðlar eða vöruverð annarra hagkerfa sem eiga ráða gengi gjaldmiðils þjóðarinnar, heldur verðmætasköpun (gjaldeyrissköpun) sem hlutfall af útgjaldaveltu.
Þetta vissu menn meðan hagfræðin hét, hagnýt skynsemi, en þegar reynslan var skilin eftir úti í kuldanum, varð líka eftir úti í kuldanum þekkingin á forsendum þess að reka fjárhagslega sjálfstætt þjóðfélag.
Er ekki kominn tími til að dusta rykið af gömlu þekkingunni, meðan einhver er eftir sem getur fært hana milli kynslóða?
Sterlingspundið ekki verið jafnt veikt í nær tvö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ef ég skrifa út reikning og á svo að fá hann greiddan eftir 45 daga, þá fæ ég "nafnverð" reikningsins greitt en aftur á móti ef ég fæ lánaða peninga hjá banka til jafn langs tíma þá verð ég að greiða vexti og verðtryggingu, þeir peningar sem ég fæ lánaða hjá bankanum hafa þar með mun meira gildi en þeir peningar sem ég lána viðskiptavini mínum. Þetta bentir þú á í góðri færslu, sem sýnir fram á fáránleika verðtryggingarinnar og ég verð að segja að ég er þér 100% sammála. Þetta verðtryggingadæmi þekkist hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi.
Jóhann Elíasson, 15.8.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.