16.8.2008 | 11:08
Er Óskar með súst eða sætt epli til að bíta í ?????
Það er óneitanlega skrítið að fylgjast með þessu endalausa klúðri sem meirihlutasamstarfið í Reykjavík hefur verið þetta kjörtímabilið. Finnst mér umræðan einkennast af litlu raunsæi hjá borgarbúum, varðandi möguleika um myndun meirihluta í ljósi úrslita síðustu kosninga.
Úrslit kosninganna urðu með þeim hætti að einungis voru þrír möguleikar á að mynda meirihluta sem hefði meira en eins manns meirihluta. Það var með samstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, Sjálfstæðiflokks og Vinstri grænnar, eða Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og F-lista. Sjálfstæðisflokkurinn veðjaði á eins manns meirihluta. Slíkt krefst mikillar stjórkænsku og lipurrar aðlögunarhæfni, sem ekki hefur verið merkjanleg í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna, því miður.
Eftir að seinni meirihluti Sjálfstæðismanna sprakk, og útilokað þótti að þeir næðu saman með Samfylkingu eða Vinstri grænum, var einungis einn möguleiki eftir í stöðunni til að mynda starfshæfan meirihluta í Reykjavík; sem er jú frumskylda kjörinna fulltrúa. Það var með því að Framsóknarmaðurinn Óskar Bergsson axlaði ábyrgðina á framhaldinu og gengi til samstarfs við Sjálfstæðismenn.
Hefði Óskar hafnað því, hefðu Reykvíkingar áfram verið í þeirri stöðu að Ólafur F. Magnússon hefði verið í oddastöðu, sem 8. maður Tjarnarkvartets, eða Sjálfstæðismanna. Sjálfstæðismenn voru búnir að gefast upp og afar ólíklegt verður að teljast að fyrst einn aðili gat ekki myndað samstöðu með Ólafi, að slíkt gengi betur hjá þremur.
Það má því segja að Óskari hafi verið fengið súrt epli að bíta í. Hann sýndi þann drengskap og kjark að bíta í það og brosa. Vitandi um skyldur kjörinna fulltrúa og vandræðagang fulltrúa hinna flokkanna, sem ekki gátu myndað nauðsynlegan meirihluta. Að sjálfsögðu segir hann nú að hann ætli að klára kjörtímabilið, annað væri óeðlilegt.
Menn verða bara að hafa kjark til að horfast í augu við það að þetta var eini möguleikinn sem fyrir hendi var. Hvort hann gengur upp veit enginn.
Það voru nú við sem kusum svona, var það ekki?
Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 165772
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Ég er nú nokkuð ánægður með að vera ekki Reykvíkingur. Ég held nú að eplið hans Óskars sé nú í "súrari" kantinum. Það var nú líka frekar súrt eplið sem Adam beit í hérna um árið.
Jóhann Elíasson, 16.8.2008 kl. 11:18
Ég er sammála þér Jóhann. Ég hefði ekki kosið mér að vera í stöðunni hans Óskars. Hann hafði greinilega um tvo afar slæma kosti að velja. Spurningin er hvort hann hafi valið þann átakaminni. Það verður reynslan að leiða í ljós.
Guðbjörn Jónsson, 16.8.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.