18.8.2008 | 20:21
Er það sjálfsagt að fyrirtæki og opinberir aðilar brjóti lög og vanvirði viðskiptamann sinn ???
Hér áður fyrr voru þeir sem blóðmjólkuðu kýrnar sínar kallaðir dýranýðingar. Þeir þóttu bera svo litla virðingu fyrir dýrinu að þeim ætti ekki að vera heimil nein samskipti við dýr.
Í dag hef ég að nokkru upplifað hlutskipti dýrsins þegar ég lenti í þeirri stöðu að mæta tvívegis því nýðingsviðmóti sem blóðmjólkun er; reyna að fá skilning eða eðlilega virðingu viðskiptamanns, en vera hafnað með þótta valds og aðstöðumunar.
Ég tók að mér að borga stöðumælasekt til Reykjavíkurborgar, fyrir aðila sem fór úr landi í morgun. Stöðubrotið hafði átt sér stað 1. ágúst s. l. en af vangá láðst að greiða sektina, sem var, án afsláttar kr. 1.500.
Ég ætlaði að bregðast skjótt við og borga þetta í heimabanka, en þá koma upp vandamál. Innheimtan var í formi greiðsluseðils innheimtukerfis bankanna. Á honum eru fjórir valmöguleikar um innslátt. Það er: Kennitala kröfueiganda, númer kröfunnar, bankanúmer og höfuðbók, og gjalddagi kröfunnar. Við þetta bætir svo heimabankaformið fimmta þættinum, sem er - kennitala greiðanda.
Þegar ég ætlaði að slá inn þessum forsendum komu í ljós atriði sem ekki standast lög. Brotið hafði átt sér stað föstudaginn 1. ágúst kl. 15:29. Vegna verslunarmannafrídags gat gjalddagi kröfunnar því ekki verið fyrr en þriðjudaginn 6. ágúst. Samkvæmt skilmálum innheimtuformsins átti eindagi að vera 14 dögum eftir gjalddaga, eða samkvæmt eðlilegri framkvæmd þann 20. ágúst n.k. Gjalddaginn sem færður var á greiðsluseðilinn var hins vegar 9. júlí 2008, eða 28 dögum áður en krafan var gefin út.
Fyrsti mögulegi gjalddagi og greiðsludagur kröfu, er daginn eftir að greiðandi fær kröfuna / reikninginn / greiðsluseðilinn í hendur, miðað út frá eðlilegum póstsamgöngum. Það er því léleg afsökun fyrir höfuðborg landsins og stjórnendur hennar, að segja að það skipti engu þó þeir brjóti bókhaldslög um útgáfu reikninga, með því að dagsetja innheimtureikning eða greiðsluseðil, löngu áður en krafan stofnast. Slíkt er MJÖG alvarlegt brot gagnvart greiðanda.
Þegar kom svo að því að skrá inn kennitölu greiðanda, kom í ljós annar alvarlegur yfirgangur bílastæðasjóðs, því þeir gera kröfu til þess að VERA SJÁLFIR skráðir greiðendur kröfunnar. Að kennitala þeirra sjálfra verði skráð sem kennitala greiðanda, en ekki kennitala hins raunverulega greiðanda. Þetta er misnotkun á greiðslukerfi heimabankanna, sem er borginni til verulegrar skammar.
Ekki var samt allt búið enn, þó allar þessar ólögmætu hindranir væru yfirstignar. Þegar greiða átti gjaldið, 1.500 krónur, kom í ljós að við höfðu bæst 750 krónur, eða 50% vanskilagjald, þó einungis væru liðnir 12 dagar frá fyrsta mögulega greiðsludegi, af þeim 14 sem fresturinn átti að vera.
Vanskilagjald hefur alla tíð verið ÓLÖGMÆTT og til verulegrar smánar fyrir höfuðborg landsins að stilla sér upp í hóp þeirra lögbrjóta gagnvart fólki, sem innheimta hið ólögmæta gjald. Það er sorglegt að stjórnendur samfélags okkar, borgarstjórn Reykjavíkur, skuli með þessum hætti stilla sér upp með nýðingum gegn þegnum sínum, því það er nýðingsháttur að innheimta, í krafti aflsmunar, ólögmætar fébætur af þegnum sínum eða viðskiptamönnum.
Hinn þátturinn sem ég varð fyrir í dag bar einnig vott um fégræðgi og yfirgang. Við hjónin höfum verið með svonefndan "jeppling" sem við höfum tryggt hjá Verði, tryggingafélagi. Í júlímánuði s. l. greiddum við tryggingar af þessum bíl, sem gilda áttu til júlí 2009.
Fimmtudaginn 14. ágúst s. l. bauðst okkur tækifæri til að skipta á þessum jeppling okkar fyrir annan yngri jeppling, af sömu stærð og í sama tryggingaflokki. Þegar kom að því að breyta um bílnúmer á tryggingunni okkar, var það ekki hægt. Tryggingafélagið sagði að við hefðum með sölunni sagt tryggingunum upp og yrðum að kaupa nýja tryggingu á þann bíl sem við fengum.
Þetta fyrirkomulag færði þeim eitthvað um 20 þúsund krónur í viðbótargreiðslur frá okkur, vegna þess að tryggingar hækkuðu hjá þeim nú í byrjun ágúst.
Það skipti engu máli þó við hefðum verið búin að borga tryggingu af samskonar bíl til júlí 2009. Við gátum ekki fengið að nota þá tryggingu á þann bíl sem við fengum í staðinn, þó hann væri að öllu leiti í sama gjaldflokki.
Eru einhverjir aðilar eftir sem bera virðingu fyrir viðskiptamönnum sínum?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 165772
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.