24.8.2008 | 10:13
Til hamingju strákar og til hamingju með STRÁKANA OKKAR.
Það er búið að vera ynislegt að fylgjast með strákunum okkar á þessum Ólimpíuleikum. Einstaklega vel samstilltur hópur, með afar litla sálræna pressu frá þjóðinni á bakinu, vann hvert afrekið á fætur öðru, svo stærstu fjölmiðlar heims horfðu á með undrun.
Þetta var meira en íslenska þjóðin þoldi. Í miklum flýti var hrúgað upp mikilli andlegri pressu og sett á bak strákanna að þeir yrðu að vinna gullið. Eins og þjóðinni er lagið, var ekki seinna vænna að fagna sigrinum, en byrja daginn áður en leikurinn átti að fara fram. Og þjóðin hafði mikinn viðbúnað til að verða vitni að sigrinum sem hún var þegar farin að fagna.
Þessa aðferðarfræði hefur þjóðin margreynt áður og ævinlega orðið fyrir vonbrigðum. Mér skilst að Óli Stef. hafi reynt að koma því til skila, að þeir stilltu væntingar og spennu í hóf en byggðu upp innra með sér, hver og einn, hljóða sýn af því markmiði sem þeir sameiginlega stefndu að.
Enginn veit hverju það hefði skilað ef þjóðin hefði fagnað velgengni strákanna okkar hljóð og bljú, og í hljóðri bæn beðið þess að þeim entist einbeiting og kraftur til að sigra erfiðasta andstæðing allrar keppninnar.
EN, við stóðumst ekki þessa spennu. Við sáum okkur tækifæri til að stökkva út í spennufíknilaugina í miðri lokakeppninni og búa til heljarmikinn bakpoka með andlegri spennu, fyrir strákana okkar að bera á bakinu í viðureigninni við erfiðasta andstæðing allrar keppninnar.
En þrátt fyrir að þjóðin hafi gert þeim ómögulegt að sigra þennan síðasta leik, þá hafa þeir unnið alveg einstakt afrek á þessum ólimpíuleikum og eiga svo sannarlega skilið höfðinglega móttöku þegar þeir koma heim.
Vonandi lærir þjóðin fljótt að fagna ekki sigri í miðjum leik.
Ísland í 2. sæti á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Íþróttir | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.