Er raunveruleikafælni ástæða álits Ingólfs??

Það er greinilega rétt hjá Ingólfi að erlendir fjármagnseigendur setja á íslenska banka sérstakt áhættuálag. Ástæðurnar sem hann nefnir fyrir þessu eru hins vegar hlaðnar miklum misskilningi. Af þeim mætti ráða að  hagkerfi þjóðarinnar eigi að vera eins og hækja, eða stuðningsaðili bankanna, en raunveruleikinn er einmitt alveg á hinn veginn.

Í fréttinni er haft eftir Ingólfi:

Annars vegar mótast álagið af þeirri skammtímasveiflu sem hagkerfið er að ganga í gegnum...

Það er ákveðin alkahólísk afneitun fólgin í því að kalla lausafjárþurrð vestræns fjármálaumhverfis  skammtímasveiflu, því yfir heildina hafa rekstraraðilar fjármálafyrirtækja farið of gáleysislega og reynt að auka eigin vöxt hraðar en nýmyndum fjármagns hefur vaxið. Við núverandi aðstæður er því fátt sem bendir til að þessar þrengingar verði  skammtímasveifla. 

Og áfram segir ingólfur:

...og hins vegar hvernig hagkerfið er upp byggt og þá sérstaklega hversu smátt kerfið er í samanburði við stærð bankanna. 

Það er náttúrlega afar mikilvægt að þeir sem stjórna peningastreymi um hagkerfi þjóðar, geri sér grein fyrir uppbyggingu þess og stærð, áður en stærð bankanna er aukin með erlendum lántökum. Bankarnir gera þá kröfu til þeirra sem taka lán hjá þeim, að þeir geri sér grein fyrir hvernig þeir ætli að standa skil á greiðslu lánsins til baka. Er óeðlilegt að gera sömu kröfur til bankanna sjálfra? Ef þeir taka erlend lán, umfram það sem nýmyndun gjaldeyristekna getur staðið undir, er mikilvægast að útlán þeirra peninga sé til starfsemi sem eykur gjaldeyristekjur, til að standa straum af greiðslum lánanna. Að nota slík lán til fjárfestinga í hlutabréfum sem á óraunhæfan hátt hafa verið blásin upp í verði, eða fjárfestinga í þjónustustarfsemi, ber vott um ábyrgðarleysi og dómgreindarskort.

Leiðirnar tvær sem Ingólfur nefnir til að losa íslensku bankana við "Íslandsálagið", eru jafn óraunhæfar og það sem á undan hefur farið í þessari frétt. Útskýringar á því krefjast hins vegar meira rýmis en þessi pistill átti að vera, en verður áreiðanlega rætt ítarlega síðar.   


mbl.is Íslandsálagið staðreynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 165770

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband