Talaðu við útibússtjórann í bankanum þínum

Ég vil segja við þessa konu.  Talaðu strax við útibusstjórann í bankanum þínum. Hann hefur möguleika á að loka fyrir aðgang þessa manns að bankareikningum þínum.  Hvort hann gerir eitthvað frekar gagnvart þessum manni, eða ekki, er hans mál, en eftir að lokað hefur verið fyrir aðganginn að þinni kennitölu, ertu laus við þetta eftirlit.  Kæra til lögreglu getur tekið langan tíma; en viljir þú láta refsa honum er það svo sem gott framhald af því að tala við útibússtjórann.                    
mbl.is Skoðar bankareikning án leyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er stundað af gjaldkerum bankanna, fletta upp á gömlum skólafélögum, kærustum, tengdaforeldrum ofl. Ég þekki nokkra sem hafa starfað sem gjaldkerar og get þ.a.l. staðfest að þetta viðgengst! Það verður að breyta kerfinu þannig að almennir gjaldkerar komist ekki inn á reikninginn nema með pin númeri viðskiptamanns! Einnig mætti skoða að sjálfvirkt sms kæmi í símann hjá fólki þegar farið er inn á reikninginn manns...

dobryerek (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 17:43

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Sælll Guðbjörn! Þú kannt hvernig þetta sýstem virkar. dobryerek fer inn á mál sem hárrétt. Þetta er stundað af miklu fleirum og ótrúlega lítið eftirlit. Þó svo að vinnufélagar viti af þessu er ekkert gert. Þetta er samt misjafnt eftir bömkum. Það er ótrúlega hart tekið á þessu á öpðrum norðurlöndum og það er stærsta vandamálið er þegar duglegir lögreglumenn eru að kaupa svona infó án leyfis. Ef þú kíkir á kærur í svona málum um öllnorðurlönd, þá eru Íslendingar með "heiðarlegusta" bankastarfsfólkið á norðurlöndum og það stenst ekki. Sjálvirkt sms væri ein lausn..kæra í svona málum hér fer beint í ruslið.. 

Óskar Arnórsson, 31.8.2008 kl. 10:04

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sé þetta rétt hjá ykkur eru bankar farnir að brjóta alvarlega trúnaðarþátt gagnvart viðskiptamönnum sínum. Almennir gjaldkerar eiga ekki að hafa þessa heimild. Þjónustufulltrúar þurfa hins vegar að hafa hana, en undirrita drengskaparheit um að misnota hana ekki.  Eftirlitsaðilar, innan hvers banka, eiga að fylgjast með hvernig hver einstakur starfsmaður notar heimildir sínar. Ef mikið er um svona lagað er það vísbending um að þetta eftirlit sé ekki að virka.

Kannski gæti það verið vegna þess að ekki er kvartað við útibússtjóra þegar grunsemdir vakna um svona misnotkun. Skora á alla til að gera slíkt sem hafa grunsemdir um að án leyfis þeirra hafi verið farið inn á viðskiptareikninga þeirra og upplýsingum þaðan dreift, eða lekið til óviðkomandi aðila.

Guðbjörn Jónsson, 31.8.2008 kl. 18:21

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég hef sjálfur orðið vittni að svona í svíþjóð og þar er teki hart á svona miða við á áislandi. Það var lögreglumaður sem keypti svona upplýsingar af því að hann fékk ekki dómaraleyfi. Hér á Íslandi er þetta bara gert af því að einhver er forvitin, fyrir vini og kunningja..

Óskar Arnórsson, 31.8.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband