Svona hringekja hefur gengið í áratug eða meira.

Svona hringekja er ekki uppfyndning Jóns Ásgeirs, Hannesar eða Pálma. Ég þekki trúlega upphafið og hef margoft bent á þessa hringekju í íslenskri fyrirtækjafjármögnun síðastliðinn áratug, og rúmlega það. Benti á hvernig fyrirtæki hækkuðu eiginfjárstöðu sína með innihaldslausu hlutafjárútboði, til að ná erlendri fjármögnun. Síðan þegar Kauphöllin fór af stað, fóru menn að stunda þá hringekju sem myndbandið lýsir.

Ef fólk hefur haldið að raunverulegt verðmæti fyrirtækja okkar hafi hækkað í líkingu við hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar, ja, þá er fólk ekki með mikla skynjun á raunverulega verðmætisaukningu.

Ég er alveg klár á því að það er ekkert pólitískt afl til á Íslandi núna, sem hefur kjark til að taka á þessu máli. Mjög sterk skjaldborg hefur verið slegið upp til varnar þessari eyðileggingu á fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.

Raunveruleikinn mun verða sá að lífsgæði okkar og afkoma færist u. þ. b. 40 ár aftur í tímann og það taki okkur u. þ. b. 20 ár að ná aftur jafnvægi þeirra lífsgæða sem við höfðum áður en fjárglæframennskan tók hér völdin.

Því miður held ég að þetta sé ekki grín sem ég segi þarna.                   


mbl.is Nýtt myndband um FL Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður, því miður, því miður, held ég að þetta geti orðið rétt hjá þér.

ABC (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 22:44

2 identicon

Sammála.  Ísland á eftir að bíða álitshnekki og tapa trúverðugleika á alþjóðavísu út af þessum málum.  Við munum verða Nígería norðursins út af þessu.  Enginn vill rannsaka þetta mál, því rannsakendur eiga hagsmuna að gæta og skyldmenni sem er háttsett í þessum fyrirtækjum.

G. Afdal (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 165770

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband