Hefur svokallað Breiðavíkurmál verið rannsakað frá báðum hliðum?????

Sá æsingur sem einkennt hefur alla umfjöllun um svokallað Breiðavíkurmál, hefur undrað mig stórlega. Fryrirfram, var fólk svipt æru og úthrópað sem illmenni, löngu áður en nokkur maður var farinn að fá heildarmynd af því sem þarna átti sér stað. Fyrst þau ungmenni sem þarna voru, og ættingjar þeirra, eiga rétt á réttlæti; eiga þá ekki gagnaðilar málsins, og ættingjar þeirra, einnig rétt á að hið rétta og raunverulega komi fram??????

Ég var í vegavinnu sumarið 1959 og hluta úr sumrinu vorum við í tjöldum á melnum við kirkjuna í Breiðuvík.  Kannski var sumarið '59 sérstakt, en einhvern veginn finnst mér raunveruleikinn um vistheimilið í Breiðuvík ekki vera farinn að koma fram í umræðuna enn. Það hefði ekki verið hægt að borga mér það háa fjárhæð að ég hefði viljað ganga í störf þeirra sem áttu að halda einhverri reglu á heimilinu í Breiðuvík.

Mörg börn og ungmenni, önnur en þau sem dvöldu í Breiðuvík, eiga sársaukafulla lifsreynslu frá þessum árum. Er hægt að kaupa með peningum þessa sársaukafullu lífsreynslu út úr vitund þeirra? Mun líf þeirra breytast og sársaukinn í sálinni hverfa við c. a. 10 milljón krónu greiðslu?  Er minningin byggð á raunveruleika, eða skynjuðu þau einungis aðra hlið veruleikans, þegar atburðirnir áttu sér stað?  Væri ekki stærsta hjálpin til þessa fólks að hjálpa þeim að sættast, innra með sér, við það sem liðið er og verður ekki breytt.

Peningar lækna ekki gömul sár á sálinni. Þau læknast einungis með virðingu og hjálp við að skilja raunveruleikann í þeim aðstæðum sem sársaukanum olli; og einlægum vilja til að hefja sig upp yfir óbreytanlegar aðstæður og fyrirgefa sjálfum sér og öðrum sem hlut áttu að máli.

Það er það eina se veitir innri frið og vellíðan í sálina. Slíkt endist mikið lengur en peningar geta gert.           

 


mbl.is Telja bætur of lágar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sárt að hugsa til þess að pabbi minn skildi vera sendur á Breiðavík og beið þess aldrei bætur. Ef hann væri enn á líf en ekki látinn langt fyrir aldur fram hefði ég vilja að hann fengi hjálp bæði andlega og fjárhagslega t.d. þannig að hann gæti lifað sæmilegu lífi í ellinni. Hinsvegar eru margir fleiri sem eiga bágt t.d. þeir sem þjást vegna mistaka í heilbrigðiskerfinu, þeir sem hafa slasast og fengið smánarlegar bætur, fólk sem hefur verið nauðgað eða veikst alvarlega og aldrei fengið sanngjarnar bætur eða hjálp. Hver getur metið þetta og hvernig á að borga öllum svo að vel sé?

dóttir (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég samhryggist þér að hafa misst föður þinn, langt fyrir aldur fram, eins og þú segir.  Ástvinamissir er ævinlega erfiður, en þó sérstaklega þegar viðkomandi hefur ekki verið sáttur við líf sitt. Haltu því fast í minningar um kærleiksrík samskipti ykkar í milli, en forðastu að laða sársauka hans úr sínu lífi, yfir í þitt líf. Ekki láta það skyggja á fallega mynd af föður þínum.

Það væri óraunhæft að ætlast til þess að þeir drengir sem vistaðir voru tímabundið í Breiðuvík, væru sáttir við líf sitt á þeim tíma. Sumir voru sendir þangað vegna eigin hegðunar, en aðrir vegna heimilisaðstæðna. Og áreiðanlega einhverjir vegna mannlegra mistaka fólks sem brást því trausti sem til þess var borið.

Ég kynntist nokkrum drengjum úr Breiðuvík þetta sumar sem ég var þarna í vegavinnu. Líklega hafa stærstu mistökin við Breiðuvík verið þau að hafa svona breiðan aldurshóp saman, því elstu strákarnir höfðu burði langt til á við fullorðinn karlmann. Þeir drengir voru ekki vistaðir í Breiðuvík sem verðlaun fyrir prúðmannlega framkomu. Þeir voru afar erfiðir í öllum samskiptum.

Við þurftum nokkrum sinnum að taka þátt í leit að þeim í fjöllunum þarna, þegar þeir reyndu að strjúka. Mér eldri menn þá, reyndu að leiða þeim fyrir sjónir þann lífsháska sem þeir komu sjálfum sér í vegna óvarkárni (ekki vegna þess að þeir hefðu strokið, heldur vegna þess að þeir gættu ekki að hvert leið þeirra lægi) Þeir þökkuðu yfirleitt fyrir slíkt með einhverjum hrekkjum eða skemmdarstarfsemi, því miður.

Sumir yngri drengjanna áttu bágt. Ekki aðallega vegna þess hve stjórnendur staðarins væru vondir við þá, heldur vegna ofbeldis eldri drengjanna. Sumir þeirra dvöldu lagtímum með okkur, vegavinnuflokknum og kviðu því sárlega þegar við fórum í helgarfrí. Þá myndu stóru strákarnir lúskra á þeim.

Þetta samfélag í Breiðuvík var á margan hátt sérstakt og erfitt fyrir nútímafólk að skilja þær aðstæður sem þarna voru uppi; enda hef ég ekkert heyrt þær aðstæður reyfaðar í þessari umræðu. 

Guðbjörn Jónsson, 4.9.2008 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 165769

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband