4.9.2008 | 15:35
Til hvers var ríkið að taka þetta lán????????
Ég heyrði í forsætisráðherra, í sjónvarpinu í vikunni, þar sem hann var að tala um kostnaðinn við þetta lán. Sagði hann kostnaðinn ráðast af því hve hagkvæmt þeir gætu fjárfest þessa peninga???????
Er ríkissjóður að taka erlent lán, eingöngu til að fjárfesta í einhverri starfsemi? Er hugsanlegt að þetta fé verði fjárfest hjá hlutafélagi, sem kannski fer á hausinn og endurgreiðir aldrei, eða það verði fest í einhverjum fasteignum sem spurningamerki verður um sölumöguleika á?
Í viðtalinu kom fram, að með þessu láni væri gjaldeyrisforði okkar kominn í 500 milljarða. Það þýðir í raun að áður en lánið var tekið, var gjaldeyrisforðinn 463 milljarðar. í ljósi þessa finnst mér verða að krefja forsætisráðherra svara um það, hvers vegna var nauðsynlegt að taka þetta lán, þegar engar horfur eru á hömlum á eðlilegum aðföngum þjóðarinnar og engar vísbendingar um að gjaldeyrisskapandi atvinnuvegir þjóðarinnar sé að lenda í erfiðleikum.
Er ríkisstjórnin að fara bakdyramegin að því að láta skattgreiðendur borga vitleysuna sem óvitarnir í bankakerfinu hafa komið sér í á undanförnum árum? Er þetta t. d. til að borga vitleysu eins og kom fram í fréttum í dag, þar sem Icebank lánar út milljarða af erlendu lánsfé, án þess að hafa neinar tryggingar fyrir endurgreiðslu? Stóreignamenn tóku þessi lán og, að sögn fjölmiðla, neita þeir að borga bankanum til baka. Á kannski að nota lánsfé á kostnað skattgreiðenda til að lána bankanum til að borga erlenda lánið sem stóreignamennirnir vilja ekki greiða?
Þarf ekki að fara að setja hreingernigarlið í þetta peningaumhverfi okkar?
Lán ríkisins verður 37 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Það bendir allt til að sú sé raunin.
Jóhann Elíasson, 4.9.2008 kl. 16:18
Heyr ! Heyr !
H, 4.9.2008 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.