Enn einn óvitaskapur bankamanna???

Áður en einkavæðing bankanna hófst, vissu þeir sem störfuðu á innri sviðum bankakerfisins að Seðlabankinn vann greiðslujöfnunaruppgjör eftir alþjóðlegum staðli Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Sameinuðu þjóðanna. Það er því enn ein staðfestingin um óvitaskap stjórnenda bankanna okkar, að telja Seðlabankann hafa einhvert val um aðferðir við þetta uppgjör. 

Ef starfsmenn innri sviða bankanna, þekkja ekki lengur þessar reglur, er það engum erfiðara en þeim sjálfum; því það eru fyrst og fremst þeir sem þurfa á því að halda að greiðslujöfnuaruppgjör Seðlabanka sýni traustan efnahag. Það eru bankarnir sem þurfa á lánstrausti erlendra fjármagnseigenda að halda, ekki Seðlabankinn.

En hvers vegna tala bankarnir um skekkju í uppgjöri Seðlabanka? Svarið við því liggur nokkuð augljóst fyrir framan okkur. Bankarnir afskrifa ekki tapaðar fjárfestingar eða töpuð útlán nema einu sinni á ári, þ. e. við áramót. Í bókhaldi sýnu halda þeir því í eignastöðu frá s. l. áramótum, þó þær eignir hafi auðsjáanlega rýrnað um sem næst helming á þeim tíma sem liðinn er af þessu ári. Bankarnir hafa hins vegar ekki fært þessa lækkun í bókhaldið og sýna því í milliuppgjörum hærri eignastöðu en raunverulega er. 

Seðlabankinn segir að stórir viðkiptaaðilar (stórir bankar??) skili ekki lögskipuðum upplýsingum til hans, innan þess frest sem til þess er ætlaður. Þess vegna verði Seðlabankinn að áætla stöðuna út frá fréttum af stöðu mála. Þetta er eðlilegt, því Seðlabankinn getur ekki hunsað þau tímamörk sem honum eru ætluð til að leggja fram og skila af sér uppgjöri sínu.

Annað er líka nauðsynlegt fyrir fólk að hafa í huga. Það eru upplýsingar í uppgjöri Seðlabanka sem segja til um eignir okkar erlendis. nauðsynlegt er að átta sig á, að það er ekki alltaf sömu aðilar sem sem skulda erlendu lánin, sem svo eiga eignirnar sem tilgreindar eru.  Þannig eiga lífeyrissjóðirnir t. d. verulegar eignir erlendis, en eru ekki með skuldir, eða ábyrgðir á skuldum, á móti þessum eignum. Eins mun vera nokkur fjöldi einstaklinga og fyrirtækja sem fjárfest hafa á erlendum markaði, sem ekki eiga neitt af hinum gífurlegu skuldum. Þessar eignir verða með engu móti teknar upp í skuldir, eða hafa neitt raungildi sem trygging eða veð fyrir erlendum skuldum.

Að erlendar skuldir þjóðarbúsins (eins og það er kallað), skuli vera umtalsvert hærri en skráðar heildareignir, sýnir fyrst og fremst hve gífurlega illa bankarnir okkar eru staddir í skuldamálum sínum. Einnig má af þessu sjá hve háar fjárhæðir þeir eru með að láni, án nokkurra haldbærra veða eða annarra trygginga en hjá lánatryggingasjóðum. Þegar frá tryggingum þeirra er svo dregin trygging í aflaheimildum, sem þeir virðast hafa framselt erlendum lánveitendum, versnar staða þeirra enn frekar.

Það verður áreiðanlega löng bið eftir því að erlendir lánveitendur fái aftur traust á íslensmuk bönkum, meðan sömu aðilar fara fyrir greiningadeildum, sem og fyrir yfirstjórn bankanna. Enginn getur í raun láð þeim slíkt.               


mbl.is Fylgja alþjóðlegum staðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 165770

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband