Kominn heim til - Streituvíkur ???

Í gær var ég ekki í bloggsambandi, vegna þess að ég var að koma mér heim eftir viku dvöl á Akureyri. Helst hefði ég kosið þurfa ekki að fara til baka, því það er svo yndisleg orka sem umleikur Akureyri. Manni líður eins og í friðsælu sælurússi. Það hlýtur að vera yndislegt að búa þarna.

Það er afar huggulegt að sjá öll rauðu umferðarljósin hjartalaga, enda sá ég aldrei bíl fara yfir á rauðu ljósi; þessa viku sem ég var þarna. Í Reykjavík fer, í það minnsta einn bíll yfir á rauðu ljósi, á nánast hverju umferðarljósi sem maður kemur að.

Einn daginn var ég í gönguferð og nálgaðist ljósastýrð gatnamót. Að gatnamótunum komu þrír ungir menn, á að giska 17 - 18 ára. Þeir stoppuðu við gatnamótin, þó enginn bíll væri á ferðinni, og ég fór að fylgjast með þeim; hvort þeir kæmu á móti mér á þröngri gangstéttinni eða yrðu þarna á spjalli. Þegar svo umferðarljósið skipti og varð grænt til að ganga yfir götuna, fóru þeir yfir og gengu í átt að íþróttahúsinu.  Ég varð undrandi og innra með mér skömmustulegur, því ég var nýlega búinn að fara yfir tvenn gatnamót á móti rauðu ljósi. Það var greinilega enn í mér Reykjavíkur streita.

Ég óska Akureyringum ynnilega til hamingju með þetta fallega og friðsæla bæjarfélag sem ég upplifði þessa viku sem ég dvaldi þarna. Það hlýtur að vera notalegt að búa á svona stað.

Ég hef oft komið til Akureyrar og upplifi í hvert skipti eins og orkulega afvötnun frá streituumhverfinu hér í Reykjavík. Kannski maður flytji bara norður?             


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 165584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband