Hættuleg einsýni á aðstæður

Þegar menn horfa ekki á gagnkvæmi aðstæðna, er alvarleg hætta á ferðum. Sú hætta er afar greinileg í ummælum Dick Cheney samkvæmt þessari frétt.

Ossetía og Abkasía viðurkenndu ekki yfirráð Georgíu yfir landsvæðum sínum. Þess vegna tók forseti Georgíu þá ákvörðun að ráðast yfir landmæri þeirra og hertaka þessi landssvæði. Í fréttinni er haft eftir Chebey:

„Við vitum að ef eitt land fær að breyta landamærum annars lands einhliða, þá mun það gerast. Og það mun gerast aftur."

Er hann þarna að tala um árás Georgíu innfyrir landamæri Ossetíu og Abkasíu? Nei, hann er að tala um herför Rússa, sem ráku her Georgíu til baka, út úr áðurnefndum héruðum og heim í sitt eigið land.  Hann er í raun að átelja Rússa fyrir að hafa meinað Georgíu að breyta landamærum sínum og hertaka svæði sem þeir höfðu ekki yfirráð yfir áður.

Hver ætli viðbrögð Bandaríkjamanna hefður orðið við því ef Rússar hefðu farið að hafa bein afskipti af og styðja ofbeldisinnrás t. d. á eyjasvæðin við strendur Bandaríkjanna? Ætli þeir hefðu tekið því þegjandi að Rússar hefðu sent herskip til hafnar á því svæði, til að sýna Bandaríkjamönnum að þeir ætluðu sko að styðja árásarríkið og kúga Bandaríkjamenn til undirgefni við ofbeldið sem sýnt var?  Þeir ætluðu sko að vinna öllum árum að því að þessi svæði, við bæjardyr Bandaríkjamanna, fengju fljótt og greiðlega inngöngu í hernaðarbandalag Rússa.

Mér sem ég sjái Bandaríkjamenn taka slíkum yfirgangi af álíka jafnaðargeði og Rússar taka yfirgangi þeirra vegna þess að Georgíuher var rekinn heim til sín aftur.          
 


mbl.is Cheney: NATO-ríkin verða að sameinast gegn ágangi Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Guðbjörn: vonandi sjá menn að sér í deilu þessari , forseti Georgíu er æsingamaður sem ekki kann sér neyt hóf, stórveldin eru að hans áeggjan við þröskuld einnar alvarlegustu styrjaldar sem mankyn hefur kynnst, ef USA og CCCP færu í vopnaskak hefði það hnattræn áhrif meira en nokkur getur gert sér í hugarlund, ráðamen Evrópu tala af léttúð og háðung um CCCP og afhjúpa þar með þekkingarskort sin eða þroskaskort ekki veit ég hvort er neyðarlegra að verða vitni að, það er eins og ráðamenn vestrænna ríkja geri sér ekki grein fyrir því að heimstyrjaldirnar báðar hófust í fyrrum Júgóslavíu, og sú þriðja vofir yfir, aðeins Pútín heldur aftur af sér hinir ólmast eins og óðir séu, mér er ekki skemmt óttast það sem kann að gerast ef menn haga sér svona.

Magnús Jónsson, 7.9.2008 kl. 00:42

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ace - 99% íbúanna vildu í kosningu einmitt EKKI tilheyra Georgíu. Á að hlusta á fólkið sem býr þarna?

Ólafur Þórðarson, 7.9.2008 kl. 09:20

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Betra væri fyrir þig Ace, að hugsa áður en þú tjáir þig.   Ef þessi héruð væru hluti af Georgíu, eins og þú heldur fram, hvers vegna var þá her Georgíu að gera innrás í héruðin? Það vantar greinilega einhvert samhengi hjá þér Ace. En þú hefur rétt á þínum skoðunum.

Guðbjörn Jónsson, 7.9.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ágætt er ef ACE tjáir sig, þá er gott að geta leiðrétt allann misskilning. Já fyrir utan að ekki er um að ræða "bæi"

Ólafur Þórðarson, 7.9.2008 kl. 11:50

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Takk fyrir þýðinguna

Ólafur Þórðarson, 7.9.2008 kl. 14:51

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ace!  Finnist þér vera hæðni í orðum mínum, eða ég gera lítið úr skoðunum þínum, eru rök þín og sænnfæring fyrir þeim afar veik. Af þeim rökum sem þú færir fram má ætla að þér finnist sjálfsagt að ríki geri innrás á landssvæði sem það hefur ekki lögsögu yfir, eingöngu vegna þess að það vilji að það tilheyri ríki sínu. Ég sagði að þú mættir hafa þessa skoðun, en rökin fyrir henni væru ekki djúpt hugsuð.

Með kveðju. 

Guðbjörn Jónsson, 7.9.2008 kl. 22:57

7 identicon

Ég skal nú játa að ég er engin aðdáandi að Rússlandi og ég er ekkert að segja þetta bara til að vera á móti NATO eða BNA eða einhverja álíka vitleysu. 
En ég styð sjálfstæði S-Ossetíu og Abkhazia að fullu, og hvet Ríkistjórnina til að gera það líka, annað væri bara hroki.

Þegar 95% prósent af fólksfjölda mætir til kosninga, og útkoman er sú að 99% taldra atkvæða vill sjálfstæði,  þá er augljóst að þetta fólk vill ekkert tilheyra Georgíu.

eftir fall USSR, þá fékk Georgía sjálfstæði 1991,  og fljótlega eftir það þá vildi Suður Ossetía líka sjálfstæði,  frá Georgíu.  Svo það að segja að Suður Ossetía sé einhver rótgróinn hluti af hinu sjálfstæðu Georgíu er ekki beint rétt.

Ef vestrænar þjóðir styðja sjálfstæði Kosovo, af hverju styðja þær þá ekki Sjálfstæði Suður Ossetíu og Abkhaziu. Frá mínu sjónarhorni eiga þessi 2 svæði alveg jafn mikinn rétt á sjálfstæði og Kosovo.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:24

8 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Tek heilshugar undir þetta með þér Jóhannes.

Guðbjörn Jónsson, 8.9.2008 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband