8.9.2008 | 10:27
Stundar Hafró niðurbrot þorskstofnsins?????????????
Aðferðarfræði Hafrannsóknarstofnunar við þróun vaxtar og viðgangs þorskstofna á Íslandsmiðum, hefur ævinlega verið í hrópandi andstöðu við allar aðrar kynbóta-, ræktunar-, eða þróunaraðferðir í heiminum; sama hvort horft er til jurta- eða dýraríkisins.
Öll viðleitni til vaxtar stofns og vaxandi nýliðunar hans, byggir á að rækta sem besta og flesta einstaklinga sem gefi af sér sem flest hraust afkvæmi. Þannig fjölgi sterkum einstaklingum í stofninum og nýliðun verði reglulegri og sterkari.
Löngu fyrir tíma Hafró, var það þekkt meðal sjómanna að stórir þorskar gáfu af sér margfallt fleiri seiði og ungfisk en fiskar sem voru á fyrstu árum kynþroska og sjálfir enn í líkamlegri uppbyggingu. Slíkir byrjendur kynþroskaskeiðs voru ekki taldir líklegir til mikilla afreka, á sviði uppbyggingar stofnsins. Veikburða líkami gæfi af sér veikburða hrogn, sem úr kæmu færri seiði og enn færri ungfiskar. Það þótti því ekki fiskimannslegt að drepa stórfiskinn síðla vetrar eða á vorin. Með slíku væri ekki verið að drepa einn fisk. Líklegra að margfalda mætti töluna með þúsund.
Þessa rökfræði er ég búinn að hlusta á frá sjómönnum í hart nær 60 ár. Hún er í fullu samræmi við alla hugmyndafræði ræktunar og uppbyggingar stofna, hvort sem litið er til plöntu eða dýraríkis. Hve lengi Hafró ætlar að ganga þvert gegn allri þróunarvinnu heimsbyggðarinnar, en segjast samt vera að byggja upp fiskistofna okkar, er ekki gott að segja. En lítil von er til þess að stjórnmálamenn hafi hugrekki eða burði til að stöðva vitlaus vinnubrögð Hafró.
Þeir skrá því frekar leiðinlegan kafla í Íslandssöguna um dómgreind græðgiskynslóðarinnar.
Verra að veiða stóra fiska? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 59
- Frá upphafi: 165772
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Jú um að gera að slátra fiskinum rétt áður en hann "hrygnir" því fólki finnst svo gott að fá hrogn og lifur og svo með tíð og tíma eigum við að hætta fiskveiðum því það verður að vera eitthvað eftir fyrir hvalinn til þess að éta, þá má ekki gleyma því að maðurinn er kjötæta það verður að koma honum fyrir kattarnef, því hann er kjötæta því kjötætur stuðla að hlýnun jarðar. Þetta er boðskapurinn hjá "Náttúruverndar-Ayatollunum" og "Soyjalatteliðinu". Hvað er eiginlega í gangi í heiminum. Svo kemur Umhverfisráðherra í sjónvarpinu og "vælir" og óskapast yfir hugmyndum um virkjanir en það kemur ekki múkk frá henni vegna efnistöku ofan við Seljalandsfoss, vegna Bakkafjöruhafnar. Vantar ekki einhverja samhæfingu í öll hennar störf?
Jóhann Elíasson, 8.9.2008 kl. 11:21
Líklega eru stjórnmálamen að drukna í eigin vitleysum.
Guðbjörn Jónsson, 8.9.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.