Hjálpið þeim út úr hringavitleysunni

Er ekki kominn tími til að að setja skýrar og einfaldar reglur um verðskráningu hlutabréfa á þann veg að verð þeirra breytist eingöngu út frá beinni rekstrarafkomu fyrirtækjanna.  

Það er sorglegt að horfa upp á þessa hringavitleysu dag eftir dag, þar sem verðgildi fyrirtækja er metið út frá tilfinnigaþrungnum geðflækjum, sem jafnvel eiga sér stað í öðrum heimsálfum og munu á engan hátt snerta rekstur Íslenskra framleiðslu- eða þjónustufyrirtækja.

þessi aðferðarfræði, við verðmat verðbréfa, hefur nú tvívegis sett heimsfjármálin alvarlega úr skorðum á innan við 100 árum. Það er of mikið til að framlengja lífdaga þessarar heimskulegu aðferðarfræði. Heimsbyggðin þarfnast rótfestu í fjármálum, virðingu og traust á eðlilegri verðmætasköpun. Hún hefur ekki efni á meira af geðtrufluðum æðibunugangi áhættu- og græðgisfýkla.

Hagkerfi okkar er af þægilegri stærð til að prufukeyra breytta verðmats- og verðgildisþætti, sem innan skamms tíma mun verða orðið að alþjóðlegum viðmiðunarreglum.

Snúum frá geðveikislegri ímyndunarfræði til raunverulegra verðmæta.               


mbl.is Hlutabréf lækka í Kauphöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Orð í tíma töluð, ég er 100% sammála.

Jóhann Elíasson, 9.9.2008 kl. 13:50

2 identicon

Þarna er rót vandans, það ert þú og hvernig Íslendingar hugsa.

 Þú talar um að þetta komi að utan???!!!!

 T.d. hefur fall á hlutabréfum hérlendis fallið um 57%, verðbólga er 15%, gengið fallið um 40% á einu ári, og þetta er allt þeim í útlöndum að kenna

  T.d. í USA, þar sem menn hafa farið "harðast" úr þessu hafa hlutabréf kannski fallið um 15-20%, og verðbólga kannski rétt 4%......nei veistu alveg sama hvernig maður horfir á þetta þá er þessi ráðlegging þín svo vond að það er með hreinum ólíkindum!!!!

   Þetta snýst um hugarfar, og heldur þú að menn vindi ofan að kerfi sem við höfum skapað hér, á nokkrum árum??!!!,,, þegar síðan það er engin vilji hjá neinum sem einhverju ræður hér á landi  að gera eitthvað í því, sem er eitthvað i líkingu við hænuskref í þá átt!!!, og síðan ef talað er um almenning þá er hann, ef eitthvað er, verri í þessum efnum.

    Ég held að þessi tillaga súmmi upp að mörgu leyti fjármálaviti landans, algjörlega veruleikafyrrt fáfræði.

Jóhannes (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 15:47

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Takk fyri innlitið Jóhann.

Sæll Jóhannes!  Þú virðist svolítið skemmtilegt dæmi um hvernig menn geta farið hamförum um málefni, án þess að skilja það sem þeir eru að gagnrýna eða mótmæla. 

Ég tala hvergi um að vandi okkar komi að utan.

Meiri fjöldi í USA, en sem nemur öllum hlutabréfaeigiendum hér á landi, hafa tapað 100% sínum verðmætum í yfirtökum á húsnæðislánasjóðum og gjaldþrotum banka fyrir utan allt annað tap sem orðin er staðreynd.

Ég vona að færslan þín sé ekki summa af fjármálviti landans.

Lifðu heill. 

Guðbjörn Jónsson, 9.9.2008 kl. 16:34

4 identicon

  Nú átta ég mig ekki á rökunum. Ertu að bera saman tölur í 2 hagkerfum, þar sem annað er 1000 sinnum stærra??

  Jú, þú varst akkúrat að segja í fyrstu grein þinni að við á Íslandi höfum verið að tileinka okkur ósiði í fjármálalífi, sem þú segir að hafi verið alltof algengir á vesturlöndum undanfarinna öld!! Það er nákvæmlega þetta sem þú segir.

                 -Það sem ég sagði var að við höfum verið miklu verri en "útlendingarnir", þ.e. mikil skuldsetning, og í sömu mund tekið gríðarlega áhættu í hreinlega öllu sem viðkemur fjárfestingum. Þess vegna er svo komið fyrir okkur. Það er í sjálfu sér rannsóknarefni, hvernig sé hægt fyrir þjóð að vera öfgakennd í efnahagsmálum, þar sem við erum svo fá, og með miklar og öruggar auðlindir.   

  Lifðu nú heill, og farðu að velta þessu fyrir þér. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 12:33

5 identicon

Ég spyr: Hvað er hlutafjáreigendur á Íslandi margir og hvað eru þeir margir sem ahfa tapað öllu í USA.

            Ég hef prófað að lesa greinar þínar hérna í síðunni, og sumar virðast hafa ágæt markmið í sjálfu sér, en þetta eru bara svo ótrúlega ýktar tillögur að þær munu aldrei verða að veruleika, sbr. tillagan þín um eitthvert sjálfbært mat varðandi þjónustu og framleiðslu. Þetta er bara til kasta uppræðunni á dreif.

    Ísland er líklega síðast landið í heiminum þar sem menn eru tilbúnir og hafa getur og vilju til að takast á við svona "prufukeyrslu", en nei, þá kemur með jú ÍSLAND!!!!!!

   ......þetta er svo dæmigert fyrir skrif þín, oft góð markmið, en rökstuðningurinn svo háfleygur að allt heila klabbið missir marks.............

Jóhannes (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 12:49

6 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þakka þér Jóhannes!  Ég hef bara ekki tíma til að sinna bloggi fyrr en um helgina.

Kveðja,  G. J. 

Guðbjörn Jónsson, 10.9.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband