Opið bréf til viðskiptaráðherra.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra.

Heill og sæll ráðherra! Margt hefur komið frá þér, sem mér finnst athyglisvert og ekki dreg ég í efa vilja þinn til að reynast neytendum í þessu landi vel.

Allt frá tíð Jóns Sigurðssonar, sem viðskiptaráðherra, hef ég skirfað þessu embætti ítarlegt mál, með mörgum gögnum, varðandi fyrirbrigði sem kallað er "verðtrygging". Ég hef ekki áhuga á að bæta miklu við það, en gæti þó hugsað mér að fá við tækifæri viðræður við þig, til að kynna þér rök mín fyrir því að kalla þessa okurmaskínu "fyrirbrigði".

Til undirbúnings fyrir þig, væri fróðlegt að þú kannaðir hvort annað hagkerfi finndist, í vestrænum samfélögum, þar sem höfuðstóll skulda, einstaklinga og fyrirtækja, hækkar, í mynt hagkerfisins talið, við það að bensín- og olíuverð í hagkerfinu hækkar? Slík breyting hefur víðast hvar orðið á þessu ári og því auðveld samantekt.

Einnig væri fróðlegt að fá upplýsingar um, hvort annað hagkerfi finnist í vestrænum samfélögum, þar sem skuldir einstaklinga og fyrirtækja hækka, í mynt hagkerfisins talið, við það að hækkun verði á vöru- eða þjónustu í hagkerfinu, sem hækkar framfærslukostnað þar? Víða hefur matvælaverð hækkað á þessu ári, sem einnig auðveldar samantekt.

Ég hef margoft bent á að svokölluð "verðtrygging" okkar stenst ekki alþjóðlegar reglur um aukningu eignavirðis.

Eins og þér er líklega kunnugt um, teljast peningar til eigna og fylgja því aukningar og rýrnunarreglum efnahagsreiknings. Eign verður ekki til úr engu.

Í þessum alþjóðlegu reglum er hvergi finnanlegar heimildir fyrir því að hækkun kostnaðarliða, geti ein og sér aukið eignir í sama bókhaldsuppgjöri.

Slík er þó raunin um "fyrirbrigðið" sem við köllum "verðtryggingu".

Hins vegar er rétt hjá þér, að afar mikilvægt er að krónan okkar hafi traustan verðtryggingargrunn. Sá grunnur hefur verið til hjá okkur í áratugi, en einungis notaður um skamman tíma, og þá í alltof litlum mæli.

Ég læt þetta nægja í bili, en ítreka ósk um að fá að kynna þér ítarlega rök mín gegn svokallaðri "verðtryggingu" og jafnframt benda á þann grunn sem þegar er til, en ekki er notaður.

Ef þú, eða starfsmenn þínir, finndu svör við ofangreindum spurningum, væri æskilegt að fá sendar upplýsingar um slíkt, t. d. í tölvupósti.

Með vinsemd og virðingu

Reykjavík 09.09.2008

Guðbjörn Jónsson   

                  


mbl.is Val um verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

það er kominn tími til að við þolendur verðtryggingar fáum skilgreiningu á þessum skattstofni andskotans. Fáum að vita hvaða náttúrulögmál mynda hann og hvaða reglur gilda um útreikning. Flest búum við að lítilli þekkingu á málinu og tökum möglunarlaust við því sem að okkur er rétt í þssu efni sem mörgum öðrum.

Það væri mjög fræðandi að fá upplýsingar um þessa útreikninga hjá öðrum þjóðum. Nema þetta sé bara séríslenskt fyrirbæri eins og mér skilst að þú gefir beinlínis í skyn.

Kveðja! 

Árni Gunnarsson, 9.9.2008 kl. 16:00

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Þetta er algjörlega séríslenskt og hefur vakið einskæra undrun hagfræðiprófessora, bæði austan hafs og vestan. Þeir hafa hins vegar ekki viljað setja neitt á blað um þetta, þar sem líta á slíkt sem íhlutun í innanríkismál okkar.

En þeir glotta meinlega yfir slægð okurmaskínunnar. 

Guðbjörn Jónsson, 9.9.2008 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband