Skýrsla Fjármálaeftirlitsins gefur ranga mynd

Þetta er undarleg skýrslan hjá Fjármálaeftirlitinu. Það er eins og Íslensku fjármálafyrirtækin skuldi ekki neitt. Og eftirlitinu finnist ekki þurfa að uppfylla þær alþjóðlegu skyldur að gefa upp skuldastöðuna, sem mótvægi eignahliðar efnahagsreiknings. Einungis eru færðar eignir en hvorki skuldir, eigið fé/ hlutafé eða yfirverð hlutafjár.

Þetta eru ótraustvekjandi vinnubrögð hjá æðsta eftirlitsaðila með fjármálastarfsemi í landinu.              


mbl.is Heildareignir lánastofnana rúmir 13 þúsund milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

M.v. að þú titlir þig ráðgjafa sem, að eigin sögn hefur einhverja rekstrarfræðimenntun, finnst mér skrítið að þú áttir þig ekki strax á því að heildareignir jafngilda heildarskuldum. Heildarskuldunum er síðan skipt í eigið fé og skuldir. Síðan geturu bara gert svona lauslega ráð fyrir að eigið fé af þessari tölu sé um 10%.

nafni (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ekki veit ég hvaða skýrslu þú hefur lesið Guðbjörn. Ég sé ekki betur en samantekt Fjármálaeftirlits gefi ýmsar nytsamar upplýsingar, sem þú kemur ekki auga á.

Eru ekki þarna eignir og eiginfé, auk hagnaðar ? Er ekki eiginfé mismunur eigna og skulda ? Ef eignir eru meiri en skuldir er eiginféð jákvætt, sem nemur mismuninum. Nú er fjármálaráðgjafans að svara !

Til gamans setti ég upp eftirfarandi töflu (milljarðar króna):

 

Eignir

Hagnaður

Eigiðfé

Skuldir

Alls:

13.194

100%

173,3

100%

1.239,9

100%

11.954,1

100%

Kaupþing:

5.347

41%

71,2

41%

481,1

39%

4.865,9

41%

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.9.2008 kl. 00:02

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Heill og sæll Loftur!  Þakka þér innlitið og ábendinguna.  Svarið við spurningu þinni: "Er ekki eiginfé mismunur eigna og skulda ?" Nei, það er nú ekki svo. Eigið fé og skuldir eiga að vera jafn há tala og kemur fram sem eignir.

Það veltur hins vegar á ýmsum þáttum innan þessara samtöluliða hvort fyrirtækið er í raun rekstrarfært eða eigi möguleika á að skila hagnaði.

Sem sýnishornsdæmi ætla ég að setja hér fram tölu úr uppgjöri eins fjármálafyrirtækis,dags. 30. júní 2008.

Rekstrartekjur þess voru u. þ. b.   3,7 milljarðar.

Rekstrarhalli varð  u. þ. b.  871 milljón. Þar af virðisrýrnun útlána u. þ. b. 765 milljónir

Eignir þessa fyrirtækis voru sagðar  55,7 milljarðar. Af þeim eignum voru útlán og veltufjármunir 46,6 milljarðar Nokkrir aðrir eignaliðir báru uppi mismuninn.

Skuldir fyrirtækisins voru sagðar 48,6 milljarðar, eða tveimur milljörðum hærri tala en tekjugefandi útlán og veltufjármunir.

Eigið fé fyrirtækisins er sagt vera 7,1 milljarðar. Þar af er hlutafé einungis 449 milljónir en yfirverð hlutafjár sagt vera 5.653 milljónir.

Ég dreg stórlega í efa að einhver vilji kaupa hlutafjárkrónu þessa fyrirtækis fyrir 12,60 krónur, eins og yfirverðið reiknar hlutafjáreignina.

Ef þú nærð að lesa úr þessu, getur þú séð hvað ég átti við með því að það vanti mikið í upplýsingar Fjármálaeftirlitsins þannig að þær sýni raunveruleikann en ekki tilbúna glansmynd 

Guðbjörn Jónsson, 10.9.2008 kl. 11:15

4 identicon

Bókhald er í eðli sínu söguleg gögn. Yfirverð hlutafjár gefur til kynna að seldir hafi verið hlutir í félaginu yfir nafnverði einhverntímann áður. Sá maður sem ætlar sér að fjárfesta í fyrirtækjum einvörðungu grundvölluðu á bókhaldsgögnum verður snöggt blankur.

Af þessari upptalningu þinni hef ég meiri áhyggjur af því að Vaxtaberandi skuldir virðast vera hærri en vaxtaberandi eignir og lausafé. Það þýðir einfaldlega að félagið þarf að reyna lifa á mjög háum vaxtamun til þess að geta staðið skil á rekstrarkostnaði og útlánatöpum. Svo fremi sem allar aðrar fjármálastofnanir eru ekki í svipuðu veseni með sinn efnhagsreikning mun þetta félag ekki lifa af samkeppni til styttri né lengri tíma. Það fer í þrot eða skuldir þess og eignir yfirteknar - og í besta falli 1 kr. greidd fyrir allt eigið fé til málamyndana.

nafni (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 00:35

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér finnst það skipta öllu máli með trúverðugleika að sjá skuldahliðina.  Eigið fé gæti nefnilega verið himinhá debettala ( mínus eigið fé) sem breytir öllu um skuldastöðuna sjálfa.

Ársreikningaskrá gæfi ekki mikið fyrir ársreikning sem sýndi bara eignahliðina.

Kolbrún Hilmars, 11.9.2008 kl. 15:15

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Svar þitt veldur mér furðu Guðbjörn og vonbrigðum.

Ég ætla að biðja þig að opna ársreikning einhvers félags, sem endurskoðaður hefur verið af löggiltum endurskoðanda. Líttu á niðurstöðutölur efnahagsreikningsins. Þar sérð þú: Eignir samtals og Skuldir og eigið fé samtals.

Ég þori að leggja töluvert fé að veði, að þessar samtölur eru jafnar !

Með öðrum orðum, eftirfarandi samband gildir:

Eignir samtals = Skuldir og eigið fé samtals

Ef skuldir eru færða yfir jafnaðarmerkið, höfum við eftirfarandi jöfnu:

Eignir samtals - Skuldir samtals = Eigið fé samtals

Með öðrum orðum, eigið fé er mismunur eigna og skulda !

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.9.2008 kl. 11:25

7 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Ég vil byrja á að biðjast afsökunar á að hafa ekki geta svarað bloggi síðan á miðvikudag, en reyni nú að bæta úr.

Takk fyrir innlitið NAFNI.  Ég deili með þér þeim áhyggjum sem þú nefnir í þínu máli.

Takk fyrir innlitið KOLBRÚN HILMARS.   Ég er sammála þér, að það skiptir afar miklu máli að ALLAR sundurliðanir efnahagsreiknings séu tilgreindar eins skýrt og reglur kveða á um. Þannig skiptir öllu máli um rekstrarhæfni fyrirtækja, hve skuldastaðan er mikil og hvernig hún skiptist milli ógreidds kostnaðar, skammtímaskulda og langtímalána.

Sæll aftur LOFTUR:  Þakka þér fyrir tilskrifin. Þau ár sem ég starfaði í hagdeild banka, opnaði ég marga tugi ársreikniga, áritaða af endurskoðendum. Því miður er slíkt engin trygging fyrir rekstrarhæfni fyrirtækis, þó uppgjör þess sé áritað af endurskoðanda.  Reglur okkar um uppgjör eru svo víðtækar og inni í þeim margir þættir sem hafa mismunandi áhrif, líkt og dæmið sem ég nefndi ber með sér. Það dæmi var, eins og allra fjármálastofnana, yfirfarið af innri- og ytri endurskoðun, áður en það var gert opinbert.

Í uppgjöri eru engir hlutið einsýnir eða marktækir út frá niðurstöðum yfirflokka, svo sem EIGNA, SKULDA eða  EIGIN FJÁR. 

Eignir geta skipst í tekjuskapandi eignir, grunnfjárfestingar eða eignir sem auka einungis kostnað reksturisins.  Hvernig innri skipting er í eignaflokknum hefur mikið að segja um rekstrarhæfni fyrirtækis.

Skuldir skiptast í ógreiddar viðskiptaskudlir, skammtímaskuldir, og síðan langtímalán. Eins og með eignirnar, skiptir afar miklu máli hvernig skipting skuldanna er milli þessara flokka. Ógreiddur kostnaður og skammtímaskuldir geta verið þungir baggar á rekstri fyrirtækis.

Eigið fé skiptis einnig í undirflokka, eins og,  óráðstafað eigið fé, hlutafé, og flokk sem ber ýmis nöfn, sem t. d.  - yfirverð hlutabréfa, verðbreytingafærsla, eða viðskiptavild. - Ef fyrirtækið gengur vel og fyrirsjáanleg tekjuaukning framundan, getur verið einhver eignamyndun í þessari færslu, en það er því miður afar sjaldgæft í okkar þjóðfélagið, nú orðið.

Mér þykir leitt að valda þér vonbrigðum, en hér hefur einungis verið vikið að grundvallaratriðum sem eiga að koma fram í öllum efnahagsuppgjörum fyrirtækja, þannig að hagsmunaaðilar geti lesið úr þeim upplýsingum hvort áhætta felist í viðskiptum við fyrirtækið, eða hugsanleg von um ábata eða arðsemi.

Með kveðju,  G. J. 

Guðbjörn Jónsson, 13.9.2008 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband