Enn einn óvitaskapur stjórnenda bankanna

Líklega verður maður að sætta sig við það, að við kynslóðaskipti í bankakerfinu hafi sest í hásætin fólk sem hafði prófskírteini til að mega kalla sig "sérfræðinga" þó það virðist vera öreigar hvað þekkingu varðar.

Í það minnsta er það svo um þann "sérfræðing" sem leggur grunninn í þessa frétt. Þekking hans á málefninu sem hann fjallar um virðist fyrir neðan fátæktarmörk, ef rétt er eftir honum haft.

Í fréttinni segir:  Heimilin eru vel búin undir niðursveiflu....  Skuldir heimilanna hafa aukist mikið á síðustu árum en sem betur fer er sömu sögu að segja af eignum heimilanna.

Líklega er flestum ljóst, öðrum en "sérfræðingum" að fólk eykur ekki skuldir sínar til að greiða þær til baka með eignum sínum; hvað þá með eignum annarra.  Trygg atvinna og tryggar launagreiðslur, á því tímabili sem skuldir eru að greiðast upp, eru máttarstólparnir undir góðri stöðu heimila sem skulda. Slík hugsun virðist ekki vera ofarlega í vitund "sérfræðinga" á greiningarsviði banka, eftir þessu að dæma; nú þegar mjög þrengir að atvinnulífi og tekjum skuldsettustu kynslóðanna.

Í fréttinni segir áfram:  Í þjóðhagsspá Greiningar Glitnis kemur fram að eignir heimilanna hafi í lok síðasta árs numið 5.300 milljörðum króna og höfðu aukist um 32% á einu ári. ????????? Síðan þá hefur hlutabréfavísitala fallið um 37% og húsnæðisverð frekar lækkað en að það fylgi verðbólgu.

Og áfram segir í fréttinni:  Þessi mikla eignaaukning hefur fyrst og fremst verið knúin af mikilli eignaverðshækkun en húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um að meðaltali 20% á ári á tímabilinu 2004-2007 á meðan hlutabréfaverð hefur hækkað um 34% að meðaltali á sama tímabili.

Hvað má lesa út úr þessu? Þeir segja að eignir höfðu aukist um 32% á einu ári. Allir sem skulda vita að skuld lækkar ekki um 32% á einu ári. Til að þessi mismunun verði milli eigna og skulda á einu ári, þarf að koma til hjálp frá "sérfræðingum" við að búa til innihaldslausa eignauakning.

Til að geta aukið útlán sín, fóru bankarnir árið 2004, í að búa til eignaaukningu með því, án ytri forsendna, að búa til hækkun á söluverði fasteigna og hækkun lánshlutfalls, með leikfléttum sem ekki verða raktar hér. Þessar leikfléttur sköpuðu þeim þó aukin útlán, sem einmitt var markmiðið.

Ef við tökum nú saman þessa furðufrétt greiningadeildar Glitnis, kemur eftirfarandi út.

1:  ...húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um að meðaltali 20% á ári á tímabilinu 2004-2007. Þetta er ekki rétt. Á þessum árum var ég að fylgjast vel með verðum íbúða, því ég var að skipta um húsnæði, og veit þess vegna að verð hækkaði ekki um rúm 60% á þremur árum.

2:  ....hlutabréfaverð hefur hækkað um 34% að meðaltali á sama tímabili. Þetta er athyglisvert. Ef þessi 34% meðaltalshækkun á ári, árin 2004 - 2007 væri rétt, hefði hlutabréfavísitalan verið í mínustölu í upphafi ársins 2004, vegna þess að þrisvar sinnum 34%, eru 102% + margfeldniþáttur.  Að auki er þess ekki getið að hlutabréfavísitalan hefur fallið úr rúmum 9000 stigum niður í 3857 sig, þannig að engin raunaukning hefur orðið í verðmætum hlutabréfa.

Greiningadeild Glitnis fær einkunina -9,8 fyrir þessa þjóðhagsspá.         


mbl.is Staða heimilanna afar góð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sérfræðingar bankanna hafa tekið Mastersgráður í orðhengilshætti.

Árni Gunnarsson, 25.9.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband