18.9.2008 | 21:22
Já, um hvað snýst sigur Eggerts
Það er ánægjuleg niðurstaða sem Hæstiréttur birti í dag, er sýknudómur var loksins kveðinn upp í ákærumáli á hendur Eggert Haukdal.
Eðlilega spyrja margir um hvað þetta mál snúist. Upphaf þess var fyrir 10 árum og flestir búnir að gleyma hvernig þetta birjaði; auk þess sem fjölmiðlaumfjöllun var yfirleitt frekar æsingakennd og neikvæð fyrir Eggert.
Eins og oft vill verða, eru það nokkrar samverkandi ástæður sem valda svona aðförum. Eggert, sem hafði verið þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ákvað að ganga til liðs við Frjálslinda flokkinn og ætlaði að fara í framboð fyrir hann. Á sama tíma er sonur eins bóndans í sveitinni að læra viðskiptafræði og kemur auga á að bókhald sveitarfélagsins er ekki í sem bestu lagi. Við ábendingum um að endurskoðandi sveitarfélagsins hafi ekki unnið bókhaldið sem skildi, ákveður sveitarstjórnin SAMHLJÓÐA, að leita til KPMG endurskoðunar um endurskoðun á uppgjöri endurskoðanda sveitarfélagsins. Beiðni þessa lagði Eggert fram, sem þáverandi oddviti.
Endurskoðandi KPMG, tók að sér verkið og samdi reifarakennda skýrslu, þar sem hann tók sér vald dómara til að ákvarða að nokkrar skuldir sveitarfélagsins væru persónulegar skuldir Eggerts. Nokkrum árum síðar, viðurkenndi þessi endurskoðandi loksins bréflega til saksóknara, að hann hefði ekki litið í fylgiskjalamöppur sveitarfélagsins, við vinnslu málsins, því þau fyrlgiskjöl sem hann byggði aðallega á í fjárdráttarþætti málsins, væru ekki til í fylgiskjölum ársins.
Skýrsla endurskoðandans var send til Ríksilögreglustjóra til rannsóknar. Þar var búin til önnur skýrsla, án þess að líta á bókhald eða fylgiskjöl. Í kjölfar þeirrar skýrslu var gefin út ákæra í þremur liðum. Tveir þeirra voru slegnir út af borðinu í fyrstu umferð um dómskerfið, enda byggðir á þvílíkri steypu að stappar rugli næst.
Sá lögfræðingur sem Eggert fékk fyrst til að vinna fyrir sig, ætlaði að láta dæma alla þessa þrjá ákæruliði sem játningarmál. Þ. e. að Eggert játaði sig sekan um öll þessi atriði. Sem betur fór var hægt að stöðva það.
Frá árinu 2001 hefur baráttan staðið um eina leiðréttingarfærslu sem endurskoðandi sveitarfélagsins færði í bókhaldið, tveimur árum eftir að ársreikningur þess árs hafði verið gefinn út og afgreiddur. Endurskoðandinn hafði engin fylgiskjöl til að bera uppi þessa færslu, en skrökvaði því hjá Ríkislögreglustjóra að Eggert hefði beðið sig að færa þessa færslu.
Aðalvitni ákæruvaldsins í þessari ákæru gagnvart Eggert, voru þessi óvandvirki og óheiðarlegi endurskoðandi sveitarfélagsins og endurskoðandi KPMG, sem samdi upphaflegu ruglskýrsluna um bókhald sveitarfélagsins, án þess að líta á bókhaldið eða fylgiskjölin.
Það sérkennilega við allt þetta mál er, að þeir sem valdir eru að saknæmu atferli í þessu máli, eru þessi tvö aðalvitni ákæruvaldsins, endurskoðandi sveitarfélagsins og endurksoðandi KPMG. Þeim mistökum vildi ákæruvaldið aldrei kingja.
Það er sorglegt að svo lítil bókhaldsleg þekking skuli vera í dómskerfi okkar, sem komið hefur í ljós í þessu máli. Öll þau atriði sem lesa má um í þessum dómi Hæstaréttar, voru lögð fram í fyrstu umferð máslins árið 2001. Spurningin er hvort dómarar hafi ekki skilið það sem fyrir þá var lagt, eða hvort sannleikurinn fékk loks að koma fram í dómsniðurstöðu þegar dómarar voru fengnir utan réttarins.
Þeirri spurningu verður trúlega aldrei svarað með neinni vissu.
Eggert: Ánægður og þakklátur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 165581
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Það var gott mál að Eggert skyldi fá sig hreinsaðan og þá sérstaklega fyrir réttarkerfið.
Sigurjón Þórðarson, 27.9.2008 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.