Tíndu Sjálfstæðismenn siðferðisvitundinni ?????

Stutt er síðan við mældumst með afar litla spillingu í opinberri stjórnsýslu og líklega munum við enn um sinn mælast með góða siðferðisvitund og afar litla spillingu í stjórnsýslu okkur.

Flestir sem komnir eru á miðjan aldur, muna væntanlega þá siðferðisvitund sem einkenndi Sjálfstæðisflokkinn fyrir 20 árum eða svo, þegar Albert Guðmundsson var knúinn til að segja af sér embætti fjármálaráherra, vegna þess að endurskoðandi hans gerði frekar klaufaleg mistök í framtali hans. Enginn skaði hlaust af þessum mistökum og þau uppgötvuðust áður en álagning fór fram.

Þá hafði Sjálfstæðisflokkurinn það sterka siðferðisvitund að forystumönnum hans fannst ekki annað koma til greina en Albert segði af sér ráðherradómi, þar sem hann bæri fulla ábyrgð á mistökum endurskoðandans.

Ætla mætti að siðferðisvitund Sjálfstæðisflokksins hefði horfið á braut við kynslóðaskiptinguna sem varð skömmu eftir framangreinda atburði.

"Skítt með kerfið" auglýsti síminn og hikaði ekki við að brjóta fánalögin í auglýsingu sinni.

Formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherrann, á að gæta virðingar þjóðfánans. Hann sá ekki ástæðu til að amast við þessari niðurlægingu fánans. Hver skildi ástæða þess vera?

Gæti verið að ástæðan væri sú að Sjálfstæðismönnum sé orðið sama um álit þjóðarinnar? Eru þeir orðnir svo vanir því að komast upp með hvað sem er, að þeir reikni ekki einu sinni með eðlilegum viðbrögðum frá þjóðinni?

Gæti dulið slagorð þeirra verið - "Skítt með þjóðina", hún kýs okkur hvort sem er          


mbl.is Flótti úr lögreglu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður skilur ekki alveg hvað Björn er að hugsa í þessu máli. Er hann að fara úr pólitíkinni og sendir þjóðinni kveðju með þessu móti?

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ekki er ég viðkvæmur fyrir spiilingarumræðu sem varðar Sjálfstæðisflokkinn. Ég hef ekki farið dult með þá skoðun mína að öll pólitísk sðilling á Íslandi eigi rætur í þeim flokki og þar hafi póltíkusar annara flokka lært allt það sem þeir hafa leyft sér í þeim efnum. Sjálfstæðisflokkurinn eignaðist síðan keppinaut um toppsætið um nokkur ár þar sem Framsóknarflokkurinn tók við merkinu og hljóp fram úr keppinautnum og að lokum sjálfum sér. Þá reið vandlætingarbylgja um raðir íhaldsmanna.

Nú er í gangi kjaftasaga sem ég vona að sé ósönn. Og sú saga hermir frá því að Jóhanni Benediktssyni sýslumanni á Keflavíkurflugvelli hafi verið falið að handtaka Jón Ásgeir á flugvellinum og leiða hann burt í handjárnum undir vakt blaðaljósmyndara. Þessu hefði Jóhann sýslumaður neitað og nú sé verið að refsa honum með sviðsettum brottrekstri af hendi Björns dómsmálaráðherra.

Þessi saga er þess eðlis að hana verður annaðhvort að staðfesta eða afsanna. Verði það ekki gert tafarlaust er það sönnun um spillingarástand í stjórnsýslu okkar sem er svo skelfilegt að það kallar á ríkisráðsfund á Bessastöðum.

Svo sannarlega vona ég að þessi saga sé uppspuni frá rótum.   

Árni Gunnarsson, 26.9.2008 kl. 18:12

3 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Óneitanlega vakti það athygli mín að í viðtalinu á Útvarpi Sögu, vildi Jóhann ekki staðfesta að sagan væri ÓSÖNN, en baðst undan því að ræða þetta að svo komnu máli.

Guðbjörn Jónsson, 27.9.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 57
  • Frá upphafi: 165770

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband