27.9.2008 | 15:06
Sorglegt skilningsleysi á hugtakinu "verðtrygging"
Á þessu hausti eru liðin 28 ár síðan ég setti fram mína fyrstu gagnrýni á svokallaða "verðtryggingu lánsfjár". Margir hafa reynt að hrekja röksemdir mínar, en enginn enn geta lagt fram trúverðuga niðurstöður sem hrekja það sem ég hef sett fram.
Á árinu 1988 var á vegum Alþingis leitað til danskra sérfræðinga, með það að markmiði að hrekja endanlega óvægnar árásir mínar á Alþingi, vegna ólögmætrar mismununar sem hin svokallaða "verðtrygging lánsfjár" olli. Svo neyðarlega vildi til, að niðurstöður þessara dönsku sérfræðinga voru nákvæmlega þær sömu og ég hafði alla tíð haldið fram. Línurit mín og þeirra falla algjörlega saman og sína sama ferlið.
Þrátt fyrir þetta, hafa Alþingismenn ekki enn haft kjark til að leiðrétta það ranglæti sem felst í svokallarði "verðtryggingu". Slíkt er í raun afar sorglegt, því auðvelt er að færa gild rök fyrir því, að einmitt vegna þessarar svokölluðu "verðtryggingar", hefur Íslenska þjóðin misst af tækifæri til almennrar velsældar, sem fólst í greiðara flæði fjármagns milli landa, sem hófst á síðari hluta síðustu aldar. Eldmóður uppbyggingar tekjuskapandi atvinnuvega var drepinn niður með vitlausum aðferðum við stjórnun fjármála þjóðfélagsins. Afleiðingarnar þekkjum við af hruni útflutningsatvinnuvega og óviðráðanlegum kjörum atvinnulífs sem einstaklinga, á því lánsfé sem nauðsynlegt var til eðlilegrar starfsemi.
Nú á þessu ári hafa skapast alveg sérstakar aðstæður til að bera saman aðstæður á lánsfjármarkaði, hér heima og svo í þeim vestrænu löndum sem við berum okkur aðallega saman við. Bensín- og olíuverð hefur víðast hvar hækkað, og einnig hafa orðið umtalsverðar hækkanir á mötvöru afar víða. leitið upplýsinga um hvað þessar verðhækkanir hafa hækkað mikið höfuðstól lána þeirra sem þar skulda og berið það saman við það sem hefur verið að gerast hér. Ég á ekki von á að þið finnið mörg lönd þar sem verðbreytingar á vöru eða þjónustu hækki sjálfkrafa höfuðstól lána þeirra sem skulda.
Hver skildi ástæðan vera?
Svo virðist sem vestrænar þjóðir, að okkur einum undanskildum, geri sér grein fyrir því að verðmæti gjaldmiðils þjóðarinnar felst í magni erlends fjármagns sem til þjóðarinnar streymir sem eign (ekki sem lánsfé). Þennan grunnþátt er auðvelt að færa niður á plan fjölskyldu, og segja að þau verðmæti aukast sem fjölskyldan getur skipa með sér, eftir því sem tekjur aukast, sem inn á heimilið koma.
Ein af æðstu skyldum stjórnvalds (ríkisstjórnar) er að gæta þess að eðlilegt jafnvægi sé á milli umsvifa í þjóðfélaginu (viðskipta- og atvinnulífs) og þess fjármagns sem er í umferð.
Stjórnarskrárbundin skylda hvílir á Alþingi að gjaldmiðill þjóðarinnar hafi sama verðgildi hjá öllum sem nota hann innanlands, og Alþingi er í raun óheimilt að fá öðrum í hendur vald eða heimild til að ákvarða breytingu á gengi gjaldmiðilsins, í viðskiptum manna í milli innan þjóðfélagsins. Þess vegna eru lög um verðtryggingu alvarlegt brot á grundvallarreglu stjórnskipunar okkar.
Sameinumst um að krefjast leiðréttingar, líkt og gert var 1983.
Skuldin hækkar hraðar en eignin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- Álfagangur varðandi lángtímaleigu á Álfabakka 2?
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 57
- Frá upphafi: 165770
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.