Afar athyglisverð tillaga

Það er afara merkilegt hlutskipti sem Davíð Oddssyni er fengið í þessu lífi. Hann veitir þjóðinni forystu um áraraðir, í árferði sem hann kallaði "góðæri" og hreykti sér af því að þetta væri góðri stjórnun Sjálfstæðismanna að þakka.

Nú, fáeinum árum síðar, telur hann þjóðarbúið vera í það alvarlegri stöðu, vegna skuldasöfnunar á stjórnartíð hans sjálfs, að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki lagt fram gagnlegar lausnartillögur. Greinilega væntir hann ekki heldur neins af samstarfsflokki Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn, því hann telur einu björgunarleiðina vera þjóðstjórn.

Spurningin er, hvort hann hafi heyrt eitthvað af skynsamlegum tillögum koma frá stjórnarandstöðunni, eða hvort hann sé að kalla eftir ríkisstjórn sem mynduð sé af utanþingsmönnum.

Hvað sem Davíð meinar nákvæmlega, er alveg ljóst að hann telur stjórnarflokkana ekki líklega til að leysa þann vanda sem hann skapaði.

Líklega þekkja fáir betur til getu Sjálfstæðisflokksins en Davíð Oddsson. Í því ljósi eru þessi ummæli sérstaklega athyglisverð.                   


mbl.is Seðlabankastjóri viðrar hugmynd um þjóðstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband