Er EVRU-heilkenniđ ađ verđa ađ farsótt ??

Ţađ hefur oft veriđ sagt um Íslendinga, ađ ţeir stökkvi á eitthvert málefni og lími ţađ fast í vitund sína og hugsun, án allrar ígrundađrar skođunar og rökhugsunar. Ég hef stundum hlegiđ ađ ţessu. En í ţeirri stöđvun lánsfjárstreymis til landsins, sem nú er orđin stađreynd, finnst mér viđbrögđ stórs hluta ţjóđarinnar vera nákvćmlega ţau sömu og verđa hjá verulega forföllnum fíkli, ţegar hann finnur hvergi peninga til ađ kaupa meira dóp.

Raunveruleikinn er sá, ađ ekkert í hinu eđlilega tekjuumhverfi ţjóđar okkar hefur breyst. Gjaldeyrisatvinnuvegir okkar fćra jafnt og ţétt gjaldeyri inn í ţjóđfélag okkar, sem dugar vel fyrir öllum eđlilegum ţörfum okkar, s. s. innflutningi á matvöru,olíu, bensíni og fleiri nauđsynjum. Engin neyđ er ţví viđ ţröskuldinn hjá okkur.

Raunveruleikinn sem viđ stöndum frammi fyrir, er hiđ gífurlega ábyrgđarleysi stjórnenda lánastofnana, vegna lántöku ţeirra í erlendum myntum, međ ýmiskonar skammtímalánum. Ţetta lánsfé hafa ţeir aftur lánađ út, bćđi hér á landi og til annarra landa, til lengri tíma en ţeirra lán voru, ţannig ađ endurgreiđsla, lánanna sem ţeir lánuđu, fellur ekki saman viđ greiđslur bankanna á sínum lánum. Ţess vegna hafa bankarnir ţurft ađ treysta á ađ geta fengiđ ný erlend lán, til ađ borga upp gömlu lánin sín.

Nú hefur lokast fyrir ţennan möguleika ţeirra til nýrrar lántöku, til greiđslu eldri lána. Bankarnir eru ţví í raun í sömu stöđu og mađur sem hefur skuldsett sig ađ efstu mörkum, en missir svo vinnuna og getur ekki borgađ lánin.

Alvarlegi hluti málsins er sá ađ bankarnir hafa lánađ út aftur, mikiđ af ţessu erlendu lánum, gegn svo ótraustum tryggingum ađ mestar líkur eru á ađ ţeir fái ekki endurgreitt nema einhvern hluta útlánanna; kannski helming. Hitt er tapađ fé og erlendu lánin vegna ţess fjármagns ţurfa bankarnir sjálfir ađ borga.

Ţá má einnig geta ţess ađ bankarnir hafa notađ marga milljarđa af ţessum erlendu lánum, í lán til verktaka í byggingaiđnađi, til húsbygginga. Ţessar byggingar seljast ekki, vegna ţess ađ markađurinn er mettur og lántökugeta fólks er meira en fullnýtt. Af ţessum ástćđum fá bankarnir ekki greidd til baka lánin sem ţeir veittu verktökunum, og verđa ţví sjálfir ađ fjármagna greiđslur ţeirra erlendu lána sem ţeir tóku til ađ lána verktökunum.

Í stórum dráttum er ţetta sá vandi sem veriđ er ađ fást viđ. Sá hluti ţessa vanda sem snýr ađ fjölskyldum ţessa lands, er afleiddur vandi frá ţessu 7 ára fjármálafylliríi sem stjórnendur lánastofnana hafa veriđ á; og dregiđ margt fólk međ sér í sukkiđ.

Óhjákvćmilegt er, ađ verulegur samdráttur verđi í verslunar og ţjónustugreinum, ţar sem viđ getum ekki fengiđ meira lánsfé til ađ bera uppi lífsstíl og neyslu sem er utan okkar tekjulegu getu. Sá vandi verđur ekki frá okkur tekinn og sársaukaminnst er ađ horfast beint í augu viđ ţetta verkefni, í stađ ţess ađ auka skuldir okkar enn frekar međ ţví ađ halda um einhvern tíma í ţennsluţćtti sem tekjuţćttir okkar geta ekki boriđ uppi.

Ekkert af ţeim vandamálum sem viđ erum ađ fást viđ nú, vćru auđveldari úrlausnar ţó gjaldmiđill okkar héti EVRA.

Ef viđ hins vegar vćrum fullkomlega trúuđ á ađ stöđugleiki Evrunnar vćri ţađ sem bjargađ gćti sálarheill okkar, vćri fljótlegasta leiđin sem viđ gćtum fariđ, sú ađ samţykkja lög á Alţingi um ađ krónan okkar kuli fylgja EVRU í gengisskráningu. Slíkt ćtti ekki ađ ţurfa ađ taka meira en viku til tíu daga og ţá vćri Evrugengi orđiđ í öllu efnahagsumhverfi okkar. Í ţessum lögum vćri einnig hćgt ađ kveđa á um ađ vextir á Íslandi skyldu vera ţeir sömu og ákveđnir vćru af Seđlabanka Evrópusambandsins og lög um verđtryggingu féllu niđur frá sama tíma.  Međ ţessu móti vćru öll ákvćđi Evrunnar orđin virk hér á landi á svona u. ţ. b. hálfum mánuđi.

Hitt er svo spurningin nú,hvort ţađ sé sérstaklega hagstćtt ađ tengjast Evrunni nú, ţegar alţjóđleg lánsfjárkreppa er fyrirsjáanleg um einhver komandi ár. Evrópusambandiđ er skuldsett langt umfram greiđslugetu og mörg Evrópulönd eru fátćk, međ litlar gjaldeyristekjur og mikla lánsfjárţörf.  Kaupgeta á framleiđsluvörum okkar fer ţví óhjákvćmilega hnygnandi í Evrópu nćstu ára. Hagkvćmustu markađir okkar gćtu ţví orđiđ á öđrum viđskipta og myntsvćđum, sem yrđu okkur erfiađari í samningum vćrum viđ í Evrópusambandinu.

Af öllu ţessu sögđu, tel ég skynsamlegast fyrir ţjóđ okkar ađ draga andann djúpt, einbeita sér ađ meginatriđum ţess ađ endurskipuleggja atvinnu- og viđskiptalífiđ í okkar eigin landi. Viđ gćtum svo, eftir eitt ár eđa svo, athugađ hvernig ástand heimsmála er; hvort Evrópusambandiđ og Evran eru ţá hagkvćmustu kostir okkar. Ţađ kćmi mér á óvart ef svo yrđi.                  


mbl.is Evran ekki á dagskrá
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband