4.10.2008 | 11:58
Ekki láta fjölmiðlaæsinginn ná tökum á ykkur
Þegar erfiðleikar steðja að, er mikilvægast af öllu að halda hugarró og geta ígrundað framhaldið af yfirvegun og raunsæi. Í raun höfum við vitað, um nokkurra ára skeið, að fjármunaleg velta þjóðfélagsins hefur verið drifin áfram með erlendu lánsfé. Með þessu lánsfé hefur velta þjóðfélagsins, í viðskiptum og framkvæmdum, orðið töluvert meiri en raunverulegar tekjur þjóðfélagsins gátu borið. Nokkurum sinnum á ári hverju, hefur okkur verið gerð grein fyrir þessu ástandi, og á það bent að við gætum ekki endalaust bætt á okkur erlendum skuldum.
Svo virðist sem nokkuð stór hluti þjóðarinnar hafi í vitund sinni afneitað þessum grundvallarstaðreyndum lífisins, og talið sér trú um að við ættum alla þessa peninga, sem um þjóðfélag okkar flæddu. Athyglisverð afneitun í ljósi þess hve tíðar fréttir bárust af vaxandi skuldsetningu heimila og fyrirtækja, sem og hratt vaxandi erlendar skuldir lánastofnana.
Nú, þegar uppspretta erlends lánsfjár hefur þornað upp, reynir á hve vel fólk þekkir sjálfbærni þjóðar okkar á hinu fjármálalega sviði. Teljum við að við getum ekki staðið fjárhagslega á eigin fótum? Er trú okkar á getu íslensks atvinnulífs til öflunar nauðsynlegs gjaldeyris, til greiðslu nauðsynlegs innflutning, ekki til staðar? Sé það svo, hélt þá þjóðin að einhver væri að "gefa" henni alla þá munaðarþætti sem hér hafa flætt um þjóðfélagið undanfarin ár? Hafi einhverjir talið svo vera. Hver var þá gefandinn, og um leið þá sá sem hafði þjóðina á framfæri sínu?
Auðvitað veit ég að enginn hugsaði þetta svona. Eftir að hafa aðstoðað rúmlega 6.000 aðila, á árunum 1989 - 1993 við að losna úr skuldafjötrum sem voru tekjum þeirra óviðráðanlegir, þekki ég aflið sem felst í peningafíkninni. Slíkt afl slekkur auðveldlega á eðlilegri dómgreind. En með sjálfsaga og sterkri afneitun fíknihugsunarinnar, um vöntun eða þörf, fyrir að kaupa, geta allir endurheimt heilbrigða hugsun um innri hamingju og innihaldsríkt líf, þó peningavelta sé ekki mikil.
Mikilvægt er að fólk átti sig á að sú ógn sem fjölmiðlar hafa dregið fram í dagsljósið, er ekki ógn gegn eðlilegu lífi Íslendinga. Ógnin sem lýst er, snýr einvörðungu að þeim sýndarveruleika sem lánastofnanir okkar bjuggu til, með sívaxandi lántökum erlendis. Þessar lánastofnanir eru allar hlutafélög, sem bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum og eiga í raun ekkert tilkall til að þjóðin bjargi þeim frá þeim óraunveruleika sem þeir bjuggu til sjáfir.
Hins vegar er rökrétt að stjórnvöld þurfa að bregðast við því álagi sem yrði ef lánastofnanir yrðu gjaldþrota. Tryggja þarf innistæður almennings, sem nú þegar hefur verið gert. Einnig þarf að huga að áframhaldandi bankastarfsemi í landinu, sem líka hefur verið gert með kaupum ríkisins á Glitni.
Næstu skref teldi ég eiga að vera að krefja bankana um tiltekt í eigin umhverfi, með því að fella út alla krossvirkni ábyrgða og eignatengsla og gera alla erlenda starfsemi sjálfstæða og óháða skuldastöðu íslenska hluta bankanna. Þannig yrði hægt að ná utanum þann skuldapakka sem eingöngu tilheyrir íslensku þjóðlífi og endursemja um þær skuldir við viðkomandi lánadrottna.
Panik og óðagot, eins og fjölmiðlar hafa þyrlað upp undanfarna daga, gerir ekkert annað en magna neikvæða þætti þeirra efrfiðleika sem við er að fást; auk þess að ræna þá menn orku og hugarjafnvægi, sem þurfa að glíma við lausnir vandans.
Með yfirvegun og festu mun þjóðin yfirvinna þessa erfiðleika. Það mun hins vegar óhjákvæmilega taka tíma. Fyrir u. þ. b. ári síðan áskotnaðist mér sýn þar sem þjóðarskútan lenti í ólgusjó og kastaðist upp á þurt land, án þess að nokkur væri við stýrið. Enginn mannskaði varð, en nokkrir hlutu skrámur og smávægileg meiðsl. Ég fékk sýn á að það tæki 20 ár að koma henni aftur í svipað ástand og hún var, við upphaf frjálhyggjunar, en í íslensku veruleika reyndist sú hugmyndafræði krabbamein.
101 í röðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Þakka þér Ace. Fréttirnar um olíubyrgðir og skort á gjaldeyri til matvöru- og olíkaupa eru fullkomlega óábyrgar, því við eigum gjaldeyri til kaupa á slíkum nauðsynjavörum í 6 -7 mánuði, þó enginn gjaldeyrir kæmi inn fyrir framleiðsluvörur okkar. Það eru einmitt svona óraunsætt upphlaup sem truflar jafnvægi venjulegs fólks.
Takk fyrir innlitið.
Guðbjörn Jónsson, 4.10.2008 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.