Frjálshyggjan og hagfræði heimskunnar í faðmlögum stranda.

Þá er komið að þeim kaflaskilum sem ég byrjaði að vara við árið 1998. Þá þegar var orðið ljóst að hópurinn sem kallaður var "stuttbuxnalið Sjálfstæðisflokksins" hafði sett svo rækilega samames merki = milli hugtaksins "frelsi" og hugtaksins "afskiptaleysi" að endaloka skilnings þeirra á frelsinu, var sjáanlegt í 10 - 15 ára fjarlægð.

Mikilvægt er núna, þegar endalokin eru í samtímanum, að átta sig á að þjóðhagslega er það smámál að finna einstaklinga sem notfært hafa sér aðstæður þess eftirlitsleysis sem afskipataleysiðviðhorfið bauð uppá.

Mikilvægast er fyrir þjóðina, að átta sig á að ástæða allra þessara hörmunga sem nú ganga yfir, má rekja til alvarlegs misskilnings á hugtakinu frelsi. Mikilvægt er að átta sig á, að eftir því sem frelsið er meira, þurfa allar  reglur að vera skýrari og einfaldari og mjög ströng viðurlög við því að fara út fyrir mörk leikreglna.

Mikilvægt er, að þjóðin átti sig á að við erum ekki einungis að kveðja hér ákveðna óraunhæfa draumsýn, heldur erum við að kveðja hér grundvallarstefnu stærsta stjórnmálaflokks landsins, eins og hún hefur verið túlkuð undanfarna tvo áratugi.

Eins og sagt var á Alþingi í kvöld, munum við síðar ræða ábyrgð einstakra aðila á því skipbroti sem nú er staðreynd. Við höfum nú horft á frálshyggjuna og hagfræði heimskunnar, í faðmlögum stranda á skeri raunveruleikans. Ég vona að þjóðin læri af þessu að varanleg verðmæti verða ekki til úr engu.              


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband