Rangar upphæðir á erlendum skuldum

Í fréttinni er sagt að heildarskuldir okkar í erlendri mynt séu 2.800 milljarðar.  Eitthvað er bogið við þessa talnafræði því samkvæmt gögnum Seðlabankans voru heildarskuldir okkar í erlendri mynt, í lok júní s. l. samtals 9.553  milljarðar, og höfðu þá aukist um 577 milljarða á síðustu þremur mánuðum. Líklega hafa þessar skuldir verið komnar nálægt 11.000 milljörðum núna í loka september, sem svarar til þess að hvert mannsbarn í landinu skuli u. þ. b. 34 milljónir.

Einhverjar eignir munu vera skráðar á móti þessum skuldum. Margar þeirra eigna hafa verið í verðmæti hlutabréfa, sem þegar hafa fallið verulega í verði. Aðrar eignir eru mikið í fyrirtækjum og starfsemi sem erfitt er að selja við núverandi aðstæður. Eignastaða til jöfnunar þessara skulda getur því verið afar óljós. Við getum einungis vonað innilega að vel takist til með eignasölur, svo barnabörnin okkar þurfi ekki að líða fyrir græðgi okkar og andavarleysi.                 


mbl.is Skuldum vafin þjóð með „sterkar stoðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðbjörn Jónsson
Guðbjörn Jónsson
F.v. ráðgjafi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 8
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 165772

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband