11.10.2008 | 00:07
Er Gordon Brown hættulegur heimsfriðnum ???????
Augljóslega eru til þjóðarleiðtogar sem gætu sprengt heila þjóð út fyrir siðmenninguna, án þess að athuga hvort sprengunnar væri þörf.
Fjármálakreppa hins svokallaða "þróaða heimshluta" er áþreyfanleg, sýnilegt og rökrænt verkefni, sem fundin verður lausn á með skipulegum hætti. Truflun á heilastarfsemi mikilvægra þjóðarleiðtoga lýtur hins vegar engum sýnilegum eða áþreyfanlegum lögmálum eða rökum, en á það til að birtast við mikið álag, og einmitt á þeim tímum þegar mikilvægast er að þjóðarleiðtogi sýni æðruleysi yfirvegun og kjark.
Forsætisráðherra Breta sýndi einmitt öll þessi einkenni brostinnar dómgreindar í framgöngu sinni gegn Íslenskum hagsmunum. Hann hringdi t. d. ekki í Geir, líkt og forsætisráherra Noregs og fleiri forsætisráðherrar gerðu, til að afla upplýsinga frá fyrstu hendi um það sem væri að gerast.
Nei, á grundvelli sögusagna sprengdi hann virðingu Íslensku þjóðarinnar út fyrir siðmenninguna og skrifaði svo Geir bréf þar sem hann vonaðist til að geta sjálfur lagt grunn að sátt Breta við Íslensku þjóðina. Athyglisvert að honum fannst engin þörf á að endurreysa þá alþjóðlega virðingu fyrir Íslensku þjóðinni, sem hann sjálfur sprengdi í fljótfærni út fyrir siðmenninguna.
Athyglisvert er, hve leyniþjónusta eða upplýsingaveita Breta er lélegt og sjálfhverft fyrirbrigði. Þannig heyrði ég nokkrum sinnum fjallað um á s. l. þriðjudag, og heyrði Geir sjálfan segja, að væntanlega dygðu eignir Landabankans í Bretlandi til að dekka innlánin á Icesave reiknignunum, en ef uppá vantaði mundi ríkisstjórnin bæta úr því.
Engir Breskir spæjarar virðast hafa tekið eftir þessu, og líklega ekki Íslenskir blaðamenn heldur, því ekkert hefur verið um þetta fjallað. Hins vegar voru Breskir spæjarar fljótir að grípa orð Davíðs Oddssonar, og snúa út úr þeim; þegar Davíð talaði um í Kastljósi að erlendir lánadrottnar bankanna yrðu að sætta sig við að tapa.
Það vill svo til, að flestir sem hafa ótruflaða heilastarfsemi, af völdum streitu, vita að sparifjáreigandi er ekki lánadrottinn. Orðið lánadrottinn, er haft um þá sem lána fé til tiltekins tíma, með ákveðnu skipulagi endurgreiðslu og afmörkuðum gjalddögum.
Gæfuleysi Gordon's Brown í að halda lýðhylli í sínu heimalandi, virðast hafa rekið hann út á örvæntingarbraut í vinsældakapphlaupinu. Þannig virðast hann og spunameistarar hans, ekki hafa haft dómgreind til að sjá áhrif hinna heimskulegu aðgerða sinna.
Vonandi fara hluthafar Kaupþings í mál við Gordon og ríkisstjórn Breta. Óyggjandi er réttur þeirra til skaðabóta, og yrði ég ekki hissa þó þeim yrði dæmdar bætur sem næmu u. þ. b. 1.200 milljörðum króna. Það hefur einhvertíman verið farið í mál af minna tilefni.
Brown sendi Geir Haarde bréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Vefurinn, Viðskipti og fjármál | Facebook
Nýjustu færslur
- EES samningur og ætlað vald ESB
- Efnahags og viðskiptanefnd Alþingis 2021 / Hver er þekking ál...
- Þjóð án fyrirhyggju og dómgreindar: Fyrirlestur saminn og flu...
- Þetta jaðrar við hættulegt ábyrðarleysi hjá fomanni stærsta s...
- BREYTING ER NAUÐSYN TIL BETRA LÍFS
- YFIRSTJÓRN SEÐLABANKANS Lög 2019
- EES samningur og ætlað vald ESB
- ÓSAMRÆMI MILLI LAGA UM STJÓRN FISKVEIÐA OG FRAMKVÆMDA ...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- alla
- framtid
- mammzan
- hallgrimurg
- huldumenn
- jaxlinn
- johanneliasson
- maggij
- photo
- haukurn
- runar-karvel
- sigrunsigur
- skodunmin
- svarthamar
- vestskafttenor
- athb
- thjodarsalin
- seiken
- skinogskurir
- bjarkitryggva
- bjarnimax
- brahim
- gattin
- einarhardarson
- einarorneinars
- bofs
- dramb
- haddi9001
- heimssyn
- tofraljos
- don
- hordurvald
- fun
- visaskvisa
- huxa
- jonasphreinsson
- jonl
- jobbi1
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- josefsmari
- juliusbearsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristbjorg
- liu
- skrafarinn
- maggiraggi
- markusth
- os
- raksig
- rosaadalsteinsdottir
- fullvalda
- siggileelewis
- duddi9
- siggith
- saemi7
- tryggvigunnarhansen
- vga
- thjodarheidur
Athugasemdir
Flott færsla. Annars var ég að spá, ÓRG fór í fyrirlestratúra fyrir útrásarvíkingana. Væri ekki kjörið að hann færi nú í túr um Bretland og svaraði spurningum fólks? Pressan myndi sennilega gera sér mat úr því og bretinn brúni súpa hveljur. Ólafur Ragnar er nógu góður politíkur til að komast vel frá þessu verkefni, fyrir utan að hann hefði meira til síns máls en brúnn.
Villi Asgeirsson, 14.10.2008 kl. 09:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.